Hótelgeirinn þarf á endurnýjun að halda

Ég hef efasemdir um að bann við Airbnb sé skynsamlegt. Það er auðvitað sjálfsagt að takmarka slíka útleigu þannig að hún verði ekki úr hófi truflandi fyrir íbúa í vinsælustu hverfunum, en eftirspurnin eftir gistirými hverfur ekki neitt þótt skammtímaútleiga verði bönnuð í vinsælum hverfum. Hún færist aðeins í önnur hverfi, húsnæðisskorturinn eykst á þar, og allt situr við það sama. Þetta er nú eiginlega morgunljóst.

Vandi húsnæðismarkaðarins er í raun og veru sá hversu sveiflukennd uppbyggingin virðist ávallt vera. Ekkert er byggt árum saman, síðan kemur uppsveifla og allt of mikið er byggt á skömmum tíma. Sökin á þessu er auðvitað fyrst og fremst sveitarfélaganna. Ef samhæfing væri milli sveitarfélaga um að skipuleggja nýtt byggingarland jafnt og þétt í takt við fjölgun íbúa myndi þessi ríkisbrestur hætta að hafa þau áhrif sem hann hefur nú.

Airbnb er annars merkilegt fyrirbrigði. Staðreyndin er nefnilega sú að fólk sækir í síauknum mæli eftir að leigja sér íbúðir í stað hótelherbergja þegar það er á ferðalögum. Og ástæðan er alls ekki aðeins sú að það sé ódýrara. Það er það nefnilega alls ekki alltaf. Ástæðan er miklu fremur sú að mörgum finnst einfaldlega þægilegra og afslappaðra að dvelja í íbúð og hafa þar sína hentisemi. Plássið er meira, staðsetningin oft betri, nálægðin meiri við daglegt líf íbúa og engin þörf á að borða sífellt á veitingahúsum sem er bæði dýrt og getur orðið þreytandi kvöð til lengdar. Á meðan þessi nýi markaður vex virðist hótelgeirinn standa í stað. Það verður ekki fyrr en hótelin taka við sér og laga þjónustuframboðið að þessum nýuppgötvuðu þörfum að eftirspurn eftir íbúðaleigu tekur að dala.

 


mbl.is Bann við Airbnb lausn á vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2017

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 287254

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband