Merkingarlaus viðmið og röng svör

Í fyrsta lagi eru það ekki heildarskuldir þjóðarbúsins sem skipta hér máli heldur nettóskuldir sem hlutfall landsframleiðslu eða, sem réttara væri, hlutfall vöruskiptajöfnuðar. Ástæðan er ósköp einfaldlega sú að eignir á móti skuldum skipta máli þegar staðan er metin. Fyrirtæki sem skuldar 100% af ársveltu er í ágætis málum ef eignirnar eru líka 100% af veltu. Séu þær hins vegar 10% er staðan verri. Því er allt tal um brúttóskuldir sem hlutfall landsframleiðslu einfaldlega merkingarlaust.

Í öðru lagi er tæpast hægt að tala um að íslenskt hagkerfi sé alþjóðavætt. Hafi það einhvern tíma verið það er amk. ekki svo nú. Og tæpast er hægt að halda því fram að staðan sé svo miklu betri nú en á sama tíma í fyrra. Með öðrum orðum: Yfirlýsingar þessa fugls eru því miður bara þvæla!

Er ekki kominn tími til þess að einhver skynsamur hagfræðingur sem tekið er mark á og ekki er í vinnu annað hvort hjá stjórnvöldum eða andstæðingum þeirra, laus við ofsatrú með eða á móti AGS, EB eða öðru sem efnahagsleg trúarbrögð snúast um nú til dags, gangi í að útskýra þessi mál á mannamáli?

Því fyrr, því betra!


mbl.is Skuldirnar ekki óviðráðanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband