Hærri persónuafsláttur dregur úr hagkvæmni

Það er góðra gjalda vert að ASÍ vilji hækka lægstu laun. En er best að gera það með því að auka persónuafslátt þeirra launalægstu?

Ef persónuafsláttur er hækkaður merkir það að vinnuveitendur komast af með að greiða lægri laun en annars væri. Persónuafsláttur skiptir litlu máli fyrir fyrirtæki sem ráða til sín starfsmenn á háum launum, en vegur þyngra eftir því sem neðar dregur í launastiganum.

Á endanum eru það skattgreiðendur í efri launaþrepunum, sem greiða persónuafsláttinn. Það veldur því að fyrirtæki sem greiða góð laun þurfa að greiða enn hærri laun til að standa undir persónuafslætti sem gagnast fyrst og fremst öðrum fyrirtækjum sem greiða lægri launin.

Með því að hækka persónuafslátt er því í raun verið að hygla enn frekar verr reknum fyrirtækjum eða óarðbærum atvinnugreinum á kostnað þeirra sem betur standa sig. Væri persónuafsláttur hins vegar lækkaður eða afnuminn drægi úr þessari mismunun, enda þyrftu þá fyrirtækin einfaldlega að greiða hærri laun til að fá til sín starfsfólk. Þá yrðu illa reknu og óarðbæru fyrirtækin fljót að heltast úr lestinni, en starfsfólkið flyttist til þeirra sem standa sig betur og þurfa ekki ríkisstyrk til að greiða laun.


mbl.is Vill lækka skatt tekjulágra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski ASÍ ætti frekar að beita sér fyrir afnámi falinna skatta og gjalda eins og tryggingagjaldi, orlofshúsasjóðsgjaldi og fleiri slíkum "undir-borðið" sköttum. Það ætti að skapast töluvert rými fyrir launahækkanir sem líklega myndu þó hverfa í hækkun á félagsgjöldum í stéttarfélög og lífeyrissjóðsgreiðslur og slík.

Gulli (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 15:36

2 Smámynd: Johnny Bravo

Alveg ágætur punktur, en ef við ætlum að bæta kjör þeir lægst launuðu án þess að skapa verðbólgu væri ágætt að hækka persónuafslátt og skattprósentu eitthvað. Það er eina leiðinn til að ná aftur að þeir sem lifa undir fátækramörkum greiði ekki skatt.

Ég held að þetta snúist lítið um hversu vel fyrirtæki séu rekin, það er eins og þú haldir að fólk fari ekki úr vinnu með 100þ í laun í 200þ afþví það þarf að borga  35% skatt af mismuninum. Þetta fer meira eftir menntun fólks. Mesta sóun á fólki fer fram í ríkisrekstri og landbúnaði. 

Kjarabætur ættu því að koma frá niðurlagningu tolla og neysluskatta (líka bensín áfengi og tóbak, svo fólk hætti að fara erlendis í frí), þá fáum við meira fyrir peningana okkar og það er einmitt andstaðan við verðbólgu.

Johnny Bravo, 12.12.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir punktana. Ef litið er á fólkið, en ekki fyrirtækin, þá leitar fólk auðvitað alltaf í þau störf sem gefa mest af sér, að teknu tilliti til annarra atriða, burtséð frá því hvort launin eru niðurgreidd með persónuafslætti eða ekki. Vandinn er sá, að þegar niðurgreiðslur eru auknar með hækkuðum persónuafslætti leiðir það til þess á endanum að launin sem slík lækka. Eina leiðin til að ná fram raunverulegum kjarabótum er sú að auka framleiðni, en hækkun persónuafsláttar hefur öfug áhrif. Best væri að fella persónuafslátt niður og lækka um leið skattprósentuna.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.12.2007 kl. 20:53

4 Smámynd: Johnny Bravo

Það sem ég á erfitt með að vera sammála hjá þér er að launin lækki ef persónuafsláttur hækkar, þú skrifa launin "sem slík", ertu að meina fyrir eða eftir skatt. Það er allt í lagi að heildarlaun lækka, ef útborguð hækka.

Ef 35% tekjuskattur yrði gerður að 25% og engin persónuafsláttur, borgar sá sem hefur 100-150þ. miklu meira í skatta en ella. Sérstaklega kemur þetta sér illa fyrir námsmenn sem eiga ekki góða að og þurfa ennþá að greiða fyrir nám sitt í þessu "stéttlausa" landi.

Hef enga trú á að laun þess sem er með 150 núna og fær 129þ. eftir skatt og í 25% kerfinu fær 112,5þ. að laun hans muni bara hækka um 15% bara af því. En langar gjarnan að heyra skýringuna á því.

Hefði heldur vilja fá skattinn í 40% og persónuafsláttinn í 40-60þ.

Sammála með þetta með framleiðnina, það þarf að mennta þjóð, einkavæða og leggja niður tolla og neysluskatta.

Johnny Bravo, 12.12.2007 kl. 21:37

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Röksemdafærslan um það hverjir borga persónuafsláttinn gengur ekki upp - -; það sem máli skiptir er hverjir borga skattana og hvernig eru skattpeningarnir nýttir.     Breytingin á skattheimtunni hjá okkur síðusta áratuginn hafa verið í þá átt að lækka skattbyrði á hærri tekjum  - um leið og skattbyrði á lægri og meðaltekjum hefur vaxið.    Það gerist með því að lækka skattprósentuna og með því að persónuafsláttur er lækkaður (eða hækkar ekki í takt við launa- og verðlagsþróun).

Þér mun reynast örðugt að finna reynslurök og rannsóknir sem sýna fram á að slíkur tilflutningur á skattbyrði þjóðfélags í hagvexti og uppsveiflu -  færi mönnum eintóma jákvæða hluti.  Sérstaklega þegar ljóst er að það hefur dregið verulega úr fjárfestingu í menntun og rannsóknum til að standa undir framtíðarhagvexti.    Auk þess hefur neikvæður innflutningsjöfnuður á menntunarstigi vinnuaflsins gert þennan fjárfestingarjöfnuð ennþá lakari.   Íslenska hagkerfið er með lægra hlutfall menntaðs vinnuafls á árinu 2007  - heldur en það var árið 2002.   Við eigum alltof marga menntaða einstaklinga sem kjósa að búa og starfa erlendis af því ekki er nægilega vel hlúð að fjárfestingum í umgjörð fyrir þekkingardrifnar greinar.

Ég er t.d. í hópi þeirra einstaklinga sem kjóda að borga sjálfur hærri skatta á meðan ég er frískur og fullvinnandi  - en þurfa ekki að greiða ´komugjöld og aðgerðargjöld á sjúkrahúsum  - - eða stóra lyfjareikninga - beint úr eigin vasa ef ég verð veikur og tekjulaus síðar á ævinni.....

Þessi sífelldi söngur um að allir vilji lægri skatta er beinlínis rangur - - amk. ef honum er stillt upp með valkostinn um að fá lakara skólakerfi og sjúklingagjöld fyrir veika og eldri borgarana.......   Það eru mitt mat að það séu næstum allir tilbúnir að mæta hærri sköttum -  -  ef þeir hafa fullvissu fyrir því að það sé varanlega betur staðið að fjárfestingu í menntun og rannsóknum til framtíðar og jafnframt að sjúkrahús og öldrunarþjónustan verði rekin án beinnar gjaldtöku -  og öllum verði sinnt.

Benedikt Sigurðarson, 17.12.2007 kl. 10:26

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta eru góðir punktar. Takk fyrir það. Ég er sammála þér um að skattalækkanir þurfa ekki endilega að vera markmið í sjálfu sér, enda hlýtur skattheimtan að ráðast af því hversu mikla þjónustu skattarnir eiga að greiða.

Það er hins vegar misskilningur að ég sé að mæla með minni skattheimtu í þessum pistli. Ég er einfaldlega að benda á, að á endanum leiðir persónuafsláttur til þess að hægt er að reka fyrirtæki verr en ella. Röksemdin er einfaldlega sú að laun ráðast á markaði og séu þau "niðurgreidd" að hluta þarf fyrirtækið að leggja minna út. Með hærri persónuafslætti aukast því líkur á því að fyrirtæki sem annars hefðu ekki staðið undir sér komist af. Hagkvæmni og arðsemi í atvinnulífinu minnkar því, meðan þeir sem á endanum njóta persónuafsláttarins eru fyrirtækin en ekki einstaklingarnir sem fá hann.

Mér virðist þetta einfaldlega segja sig sjálft. Sönnun fyrir ályktuninni væri væntanlega byggð á hagfræðilegri stærðfræði. Ég er ekki viss um að reynslurök komi að miklu gagni hvorki til að sanna né afsanna rökfærsluna.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.12.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 287401

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband