Þar sem kjánar ráða ríkjum

Hvergi annars staðar innan EES hef ég orðið þess var að tollverðir líti á það sem hlutverk sitt að hirða venjulegan varning af ferðamönnum eða þvinga þá til að greiða af honum virðisaukaskatt, sem þeir hafa þegar greitt.

Nú liggur vissulega fyrir, að hér eru til einhver lög sem mæla fyrir um slíkt, vísast tekin upp úr bálkum Sovétríkjanna eins og fleira. Fjölmiðlar hafa margoft bent á fáránleika þessa máls á undanförnum mánuðum. Yfirmanni tollgæslunnar, ráðherra dómsmála, virðist þó af einhverjum sökum meira umhugað um að standa í að koma í gegnum þingið einhverjum frumvörpum um að bannað sé að búa til kjarnorkusprengjur í Breiðholtinu en að taka á og breyta eða afnema þessar kjánalegu reglur, enda mikilvægt að verða ekki staðinn að því að hafa áhuga á að draga úr óþægindum almennings.

En ef einhverri lágmarksskynsemi væri fyrir að fara innan tollvarðastéttarinnar væri vitanlega horft framhjá slíku í stað þess að standa í lögguleik og stara á þá sem til landsins koma eins og allir séu þeir glæpamenn. Hvar annars staðar dettur embættismönnum í hug að haga sér þannig?


mbl.is Jólafötin tekin í tollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er til háborinnar skammar fyrir íslenska þjóð og sýnir okkur kannski helst hverslags fífl eru á Alþingi Íslendinga.   Ég hef farið um helstu flughafnir í hinum vestræna heimi og hvergi nokkurs staðar sér maður hersingu af tollvörðum standa í græna hliðinu gapandi á mann.   Maður hálfpartinn finnur til með þessu blessaða fólki sem gegnir þessum störfum, því það hlýtur að þurfa að vera veikt á sinninu ef það ætlar að taka þessar heimsku reglur sem eru í gildi alvarlega.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:50

2 identicon

tollurinn hefur líka uppá sitt einsdæmi snúið sönnunabirði við, þeir eru hættir að skrá hluti úr landi og þegar þú kemur aftur til landsins er það þitt að sanna að þú sért með allt þitt á hreinu og eins gott fyrir þig að vera með heimilisbókhaldið með í fríið.

að hafa skapast miklar umræður um þetta meðal áhugaljósmyndara þar sem þeir eiga oft mjög dírar græur og taka þær með í fríið en venjulegum heimilum er ekki skilt að halda bókhald og flestir halda ekki uppá kvittanir leingur þegar hluturinn er dóttin úr ábirð og geta því lent í því að græurnar séu gerðar upptækar með tilheirandi vesen.

bjöggi (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:37

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef einmitt séð þessar fréttir af vandræðum áhugaljósmyndara. Það er vitanlega afspyrnu heimskulegt að neita fólki um að skrá hluti við brottför á þeirri forsendu að það kynnu að hafa verið fluttir ólöglega inn í landið. Þá heimsku er ekki hægt að kenna þingmönnum um, heldur hlýtur hún að skrifast alfarið á takmarkaða heilastarfsemi tollvarðanna.

Mér hefur reyndar dottið í hug hvort lausnin gæti ekki falist í því að skrifa lista yfir tækin fyrir brottför og fá tvö eða þrjú vitni til að votta að gerð hafi verið tilraun til að fá þau skráð, en ekki tekist. Gaman væri að fá álit lögfræðings á því hvort þetta gengur upp.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2007 kl. 10:53

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef þá sumsé skammað vitlausan ráðherra. Biðst forláts á því og beini hér með skömmunum til þess rétta! Stend hins vegar við skammir í garð tollvarða. Gölluð lög eru engin afsökun fyrir því að tapa sér í vitleysu sem ekki leiðir beint af þeim.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2007 kl. 13:17

5 identicon

Já, það er ótrúlegt að við Íslendingar skulum alltaf þurfa að fara að leggja saman í huganum hvað við höfum keypt fyrir mikið þegar við erum á leiðinni heim til okkar frá útlöndum. Hvað ætli ég hafi mikið af ónotuðum fötum hugsa ég oft, kaupi nú fátt annað í mínum utanlandsferðum. Þeir sem eru að kaupa sér verkfæri eins og smiðir þurfa ekki merkilegar græjum til þess að ná þessari lögbundnu upphæð. Meira að segja allra nauðsynlegast fatnaður getur orðið að tollskyldum varningi. Mér verður alltaf hugsað til þess hvað það er leiðinlegt að eiga heima á eyju þegar ég fer að nálgast tollskoðunina. Við getum keyrt á milli landi ef við búum erlendis og enginn skiptir sér af því hvort maður hefur keypt fyrir þessa eða hina upphæðina en hér á Íslandi eru reglurnar svo fáránlegar að það nær engri átt. Hver kaupir fyrir þessa lágmarks upphæðir í útlöndum ég bara spyr.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband