Össur og eignarnámið

Í eðlilegu viðskiptaumhverfi myndu viðræðuslit þýða, að kaupandinn yrði að snúa sér annað. Það verður spennandi að vita hvað gerist í þessu máli. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra mun hafa lýst því yfir að stjórnvöld eigi erfitt með að hafa hemil á stóriðjuframkvæmdum. Nú liggur fyrir að framkvæmdir sem byggja á raforku frá fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá verða vart að veruleika nema tvennt komi til. Í fyrsta lagi þurfa stjórnvöld að ákveða að veita Landsvirkjun ríkisábyrgð vegna lána til framkvæmdanna, því annars er ekki hægt að láta líta út fyrir að þær standi undir sér. Í öðru lagi þurfa stjórnvöld að ákveða að taka eignarnámi lönd þeirra bænda sem hafa hafnað samningum við Landsvirkjun. Það er því ljóst að ekki verður af framkvæmdunum nema fyrir beina tilhlutun stjórnvalda, eða nánar tiltekið fyrir ákvarðanir Össurar Skarphéðinssonar. Hljómar þetta ekki allt örlítið einkennilega í ljósi yfirlýsinga hans? Eða á hann bara við að hann hafi einfaldlega ekki stjórn á sér?


mbl.is Landeigendur slíta viðræðum við Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Leið Samfylkingarinnar til að bjarga andlitinu?

Er þessi kúvending Landsvirkjunar ekki bara partur af leikriti sem hefur verið sett upp til að Samfylkingin haldi haus með fagra Íslandið sitt? Viðskiptaráðherra er allt í einu farinn að tala um nýja möguleika í kjölfarið á því að hryðjuverkin í neðri-Þjórsá eigi ekki að nýtast fyrir álver. Hann var alfarið á móti þessum virkjunum en nú eru hann og umhverfisráðherra farnir að ýja að því að nú sé allt í lagi að virkja af því að orkan fer í annað. Geir og aðrir sjálfstæðismenn eru allt í einu orðnir grænir og vænir og allt virðist svo jollí. En Landsvirkjun er enn að kúga bændur við Þjórsá með afarkostum sínum. Fagra Ísland snýst þá væntanlega um flottari umbúðir utan um ofbeldið.

Ævar Rafn Kjartansson, 12.11.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 287237

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband