Til að skilja málflutning Pútíns þarf maður að þekkja Solsjenitsín

Ég horfði áðan á brot úr nýlegri ræðu Pútíns, þar sem hann talar fyrir þjóðerniskennd og gagnrýnir af mikill hörku þá sem ekki séu þátttakendur í örlögum rússnesku þjóðarinnar. Hann kallar þá svikara og sníkjudýr. Hann talar um að hreinsa þurfi rússneskt samfélag af spillingu og óeðli.
Rússneski andófsmaðurinn Alexander Solsjenitsín varð frægur og dáður á Vesturlöndum fyrir ádeilu sína á sovéskt samfélag og stjórnarfar í hinni merku bók sinni, "Gúlag eyjaklasinn". En þetta merkir ekki að hann hafi verið fylgismaður vestrænna gilda og lýðræðishefða, heldur var hann rússneskur þjóðernissinni og leit á Rússland sem sérstakan menningarheim, sem byggði á öðrum gildum og viðhorfum en Vesturlönd. Hann var talsmaður hinnar sérrússnesku þjóðernisstefnu sem er í eðli sínu trúarleg, eiginlega í ætt við dulhyggju, fremur en veraldleg. Þar endurspeglaði hann ýmsa rithöfunda og heimspekinga 19. aldarinnar, t.d. Dostojevskí og Séstof.
Það er auðveldara að átta sig á málflutningi Pútíns og þýðingu hans ef maður skoðar hann í ljósi skrifa þessara manna.
 
Hér má sjá ræðubútinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir að reyna að útskýra þetta betur f. flokkssystkinum þínum. Greinilega mikil fáfræði um Rússa, hjá fólki í öllum flokkum. Árni Bergmann skrifaði ágæta litla bók: Rússland og Rússar (2004) þar sem hann rekur söguna eins langt og heimildir ná. Solsjenitsín varð reiður þegar íbúar völdu nafnið St. Petersburg (sem Pétur mikli hafði sjálfur valið) þegar skipt var um nafn á LENINGRAD. Hann vildi kalla hana Petrograd. 

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 17.3.2022 kl. 10:25

2 identicon

Það er reyndar vandamál víðar en hér, líka í Evrópulöndum, hve yngra fólk í stjórnmálum er fáfrótt um mannkynssöguna, en þá er bara talað um 20.öld og kannski s.hl. þeirrar 19. Sögukennsla hefur minnkað í framhaldsskólum. Ég lauk stúdentsprófi f. hálfri öld, og þá var prófið trygging f. ákveðinni þekkingu á þessu sviði, en ekki lengur.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 17.3.2022 kl. 12:10

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, söguþekkingu er ansi hreint ábótavant.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.3.2022 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 287323

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband