Stríðið, umræðan, hugsun og efi

Var í umræðuþætti hjá Gunnari Smára í kvöld, þar sem rætt var um stríðið í Úkraínu, samfélagsleg áhrif, siðfræði, umræðu og málfrelsi og hvað er framundan. Með mér í þættinum voru Benedikt Erlingsson leikstjóri, Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Finnur Dellsén heimspekingar og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona.

Það er ekki auðvelt að fjalla um þessa atburði sem eru svo nýhafnir, en ég held að það hafi þó tekist nokkuð vel miðað við allt og allt. Ég held að við höfum í megindráttum verið sammála um mikilvægi þess að verða ekki einhliða áróðri að bráð, að gera ekki venjulegt fólk að óvinum og að reyna að skilja forsendurnar og leita leiða til lausnar.

Ég lagði sérstaklega áherslu á nauðsyn þess að skilja mismunandi menningarbakgrunn og gera sér grein fyrir að viðhorf Vesturlandabúa eru ekki endilega upphaf og endir alls. Ég minnti einnig á hvernig kjarni hins vestræna viðhorfs, úrskurðarvald hins hugsandi einstaklings sem efast, hefur látið undan síga, sérstaklega á síðustu tveimur árum; hvernig hann hefur vikið fyrir hinum hrædda einstaklingi sem hlýðir. Þannig hefur hið vestræna viðhorf veikst og það hefur gert okkur varnarlausari gagnvart utanaðkomandi ógn; gildin sem við töldum okkur byggja á eru veikari en við héldum.

Þáttinn má sjá hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 287328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband