Börn og lyfjatilraunir

Undanfarnar vikur og mánuði hefur harður áróður verið rekinn fyrir bólusetningu ungra barna við Covid-19. Í síðustu viku var gefið verulega í. Fyrstur reið á vaðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir með ógnvekjandi tölur um þá hættu sem börnum væri búin af Covid-19 og fjarstæðukenndar fullyrðingar um hættu á langtímaafleiðingum. Í kjölfarið birtust viðtöl við Valtý Thors barnalækni, Ásgeir Haraldsson prófessor og fleiri, sem bergmáluðu fullyrðingar Þórólfs með ýmsum tilbrigðum.

Trúverðugleikinn brostinn

Fljótlega kom á daginn að Þórólfur hafði tvöfaldað allar tölur í skýrslu sóttvarnastofnunar ESB, sem hann kvaðst byggja á, um innlagnir, gjörgæslumeðferð og dauðsföll barna, auk þess sem hann tók ekkert tillit til þess einungis lítill hluti raunverulegra smita greinist yfirleitt, t.d. um fjórðungur í Bandaríkjunum og á heimsvísu allt að einn tuttugasti.[i] Sé þetta tekið með í reikninginn er nær lagi að ætla að 10-20 börn hérlendis myndu leggjast á sjúkrahús ef þau smituðust öll, ekki allt að 200 líkt og Þórólfur hélt fram í upphafi. Ekkert barn myndi látast. Þórólfur hefur síðan viðurkennt ýkjurnar um þetta efni að hluta. En aðrar hefur hann ekki leiðrétt, til dæmis að 3-5 af hverjum tíu sem smitast af Covid-19 glími við alvarlegar langtímaafleiðingar. Það væru að lágmarki sex þúsund manns og vafalaust hefði nú einhver tekið eftir því! 

Áhætta og ávinningur

Laugardaginn 18. desember, í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn bólusetningu barna, brást svo Magnús Karl Magnússon prófessor við gagnrýni á lyfjatilraunir á heilbrigðum börnum. „Það er svo sannar­lega ekki slæmt að gera til­raunir á börnum ... nú erum við svo heppin að þessar tilraunir liggja fyrir.“ skrifaði Magnús í pistli sem að stórum hluta var birtur á Vísi[ii]. Þar vísar hann til tilraunar Pfizer með bólusetningu ungra barna, og virtist draga þá ályktun að niðurstöður hennar staðfesti að bóluefnin séu þeim hættulaus. „Hættan af bólu­efnunum er mun minni en sú hætta sem fylgir því að barnið fái ekki bólu­efni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgi­kvillum“ segir hann orðrétt.

En í rannsókninni er skýrt tekið fram að í henni er ekki lagt mat á hættu á sjaldgæfum eða langvinnum aukaverkunum. Heildarrannsókn Pfizer á áhrifum bóluefnisins á börn og ungt fólk lýkur raunar ekki fyrr en árið 2026.[iii] Bóluefnin fyrir ung börn eru seld undir svonefndu neyðarleyfi (e: emergency authorization) og teljast því ekki fullprófuð lyf.

Sú ályktun Magnúsar að öryggi efnanna fyrir börn sé staðfest er því röng: Við fyrirhugaða bólusetningu barna verður notast við lyf á neyðarleyfi, aukaverkanir þeirra fyrir aldurshópinn eru órannsakaðar, en fyrir liggur að þau hafa leitt hafa til 75-földunar tilkynntra aukaverkana hérlendis í öðrum aldurshópum[iv]. Það er alvarlegt mál í ljósi þess hversu gríðarlega lítil hætta börnum er búin af sjúkdómnum. Samkvæmt nýrri þýskri rannsókn sem nær fram í maí 2021 hefur ekkert heilbrigt 5-11 ára barn látist þar í landi vegna Covid-19 frá upphafi faraldursins, svo dæmi sé nefnt.[v]

Við getum fylgt fordæmi Finna

Franska læknaakademían hefur nýverið mælt gegn bólusetningu heilbrigðra 5-11 ára barna.[vi] Finnsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að heilbrigð 5-11 ára börn verði almennt ekki bólusett, en börnum í áhættuhópi og þeim sem deila heimili með fólki í áhættuhópi verði boðin bólusetning.[vii] Ég hvet heilbrigðisráðherra til að skoða vel röksemdir finnskra yfirvalda fyrir þessari ákvörðun, sem mér virðist lýsa skynsemi, varkárni og virðingu fyrir hagsmunum barna.

 

Birt á visir.is 20.12.2021

______________________________________________________________________

[i] https://www.ecdc.europa.eu/en/publications-data/interim-public-health-considerations-covid-19-vaccination-children-aged-5-11, https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/cases-updates/burden.html, https://onlinelibrary.wiley.com/doi/epdf/10.1111/eci.13554

[ii] https://www.visir.is/g/20212198020d/sannar-lega-ekki-slaemt-ad-gera-til-raunir-a-bornum

[iii] https://clinicaltrials.gov/ct2/show/NCT04816643

[iv] Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn þann 1.11.2021 voru 9 tilfelli aukaverkana vegna flensubólusetninga tilkynnt 2019. Um 70.000 voru bólusettir við flensu. Tilkynningarnar eru nálægt 5.900 það sem af er þessu ári, af tæplega 290.000 bólusetningum. https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/, https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni

[v] https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.11.30.21267048v1.full.pdf

[vi] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en

[vii] https://news.yahoo.com/finland-limit-childrens-covid-19-143038445.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur R.

Sæll Þorsteinn,

Svo virðist vera að klappliðið hafi verið kallað út og grein eftir grein birtar um hvað þessi gena og frumu lyf eru fullkomin og aukaverkanir sjaldgæfar og tilvalið fyrir yngstu meðlimi þjóðarinnar. Það er engin að segja mér að um sé einhverskonar tilviljanir meðal þessara manna sem nú á síðust dögum hafa ritað greinar í fjölmiðla. 

Datt inn á þessa grein á Reauters https://www.reuters.com/world/refugees-lack-covid-shots-because-drugmakers-fear-lawsuits-documents-2021-12-16/

Margt athyglisvert er að finna hérna. Tugum milljóna innflytjenda mun vera neitað um þessi gena og frumu breyttu lyf þar sem engin samningur liggur fyrir við þær þjóðir sem þeir koma frá sem hindrar að fólk geti farið í skaðabótamál við lyfjaframleiðendur. Þeir sjálfir hafa enga trú á þessu tilraunalyfi og því ekki tilbúnir að sprauta því í fólk nema að þeir séu 100% vissir að þeir þurfa ekki að borga neinar skaðabætur. Eitthvað sem liggur fyrir hér á landi enda er það ríkið sem mun taka upp veskið og bara ef viðkomandi geti sýnt fram á (veit ekki hvernig) að aukaverkanir séu til komnar frá gena og frumubreytta tilrauna lyfinu. 

Annað er að einungis 7% íbúa frá þróunarlöndum hafa fengið einn skammt enda fær GAVI minna fyrir hvern seldan skammt í þeim löndum þó að opinbera skýringin er vandamál með framleiðslu.

Bill Gates titlar sjálfan sig sem mannvin hefur oftar en ekki sagt í viðtölum að hans besta fjárfesting er bóluefni enda gefur það honum tilbaka hlutfallið 10-1. 

Mæli með Plandemic seríunni komnar út 2 og 3 á leiðinni frá leikstjóranum Mikki Willis https://plandemicseries.com/ þar sést nú hin hliðin á Bill Gates sem er nú vægast skuggaleg.

Þröstur R., 20.12.2021 kl. 21:12

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er svo sannarlega engin tilviljun hvernig þeir fylgja hver á fætur öðrum í fótspor Sóttólfs leiðtoga síns. En það verður þeim að fótakefli að vegferðin var öll byggð á mislestri, eða kannski vísvitandi ýkjum - hvað veit maður - á skýrslu sóttvarnastofnunar ESB.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.12.2021 kl. 21:19

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Varnaðarorð Dr. Robert´s Malone, sjálfs uppfinningamannsins að mRNA-tækninni sem gena-bóluefnin eru byggð á, eru hrollvekjandi. Eigi að síður eiga þau afar brýnt erindi við foreldra barna á þessum viðsjárverðu tímum.  Hann kemur hér fram fyrir hönd hvorki meira né minna en 15 þúsund lækna og lýðheilsuvísindamanna um allan heim, sem undirritað hafa yfirlýsingu þess efnis að heilbrigð börn ættu alls ekki að vera bólusett gegn COVID. Enda hættan margfalt meiri á að þau veikist alvarlega af sprautunni heldur en af COVID þar sem hættan er hverfandi. Það er best fyrir þau og fjölskyldur þeirra að þau myndi náttúrulegt og þar með varanlegt ónæmi.

Þessi virti vísindamaður útskýrir með skýrum hætti hvernig þessi gena-bóluefni geta valdið óafturkræfum skaða á líffærum barnanna og hafa þegar gert.

Þessi áhrifamiklu varnaðarorð ættu að auðvelda foreldrum að taka upplýsta ákvörðun varðandi velferð barna sinna.  Þessi varnaðarorð eiga tvímælalaust líka erindi við nýskipaðan heilbrigðísráðherra Willum Þór, sem margir binda miklar vonir við, ekki síst eftir að hann lýsti því yfir að endanleg ákvörðun (ráðerra) að bólusetja 5-11 ára börnin,  yrði alltaf val, útfrá því að tryggja þeirra vernd  (sjá vísi 9. des. s.l.).

Eftirfarandi linkur vísar á varnaðarorð Dr. Robert´s Malone bæði í mynd, máli og riti:

 

https://thecovidworld.com/before-your-child-is-injected-watch-dr-robert-malones-statement-on-child-covid-vaccinations/

Daníel Sigurðsson, 20.12.2021 kl. 21:56

4 identicon

Þakka þér fyrir að koma auga á ýktum tölum og að gagnrýna þetta allt saman með góðum rökum.

Aukunarverð er hinsvegar staða flestra fjölmiðla á Íslandi og víðar.

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.12.2021 kl. 21:32

5 Smámynd: Ari Tryggvason

Ef þessi rök, bæði í pistli þínum Þorsteinn, "Börn og lyfjatilraunir" og í athugasemdum, duga ekki til að slá þessar tilraunir af, þá veit ég ekki hvað. 

Ari Tryggvason, 27.12.2021 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband