Útilokun á aðventu

Hugmyndir um að merkja fólk og mismuna eftir því hvort eða hversu marga skammta bóluefnis við kórónaveirunni það hefur fengið eru varhugaverðar. Við þessu er réttilega varað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sunnudaginn 12. desember og vísað til sögunnar. Því miður virðast alltof fáir gera sér grein fyrir að öll slík mismunun, sama hversu sakleysislega hún lítur út í byrjun, vindur ávallt upp á sig. Sá sem er mismunað er brennimerktur. Brennimerkingin leiðir til æ harðari mismununar, sem aftur styrkir brennimerkinguna. Á endanum er sá sem mismunað útilokaður með öllu. Við sjáum þessa þróun nú þegar í ýmsum nágrannalöndum okkar. Í Austurríki er óbólusett fólk nú innilokað á heimilum sínum og eftir áramót er stefnt að fangelsun þess.

Því miður örlar nú þegar á sömu tilhneigingu hérlendis. Taktinn slá meðal annars Kári Stefánsson sem farið hefur fram á lífstíðarfrelsissviptingu þeirra sem ekki þiggja bóluefnin[i], og Þórólfur Guðnason sem kallar eftir mismunun barna[ii]; jafnvel enn óhugnanlegri krafa, ekki síst í ljósi áhættunnar, en nýverið mælti franska læknaakademían gegn bólusetningu heilbrigðra barna sem ekki búa með fólki í áhættuhópum,[iii] og finnsk yfirvöld hyggjast fylgja sama fordæmi.[iv]

Vísindalegar forsendur að baki mismununinni eru veikar. Ekkert samhengi er milli bólusetningarhlutfalls og smittíðni[v] og ljóst að samfélagslegt ónæmi næst aldrei með hinum svonefndu bóluefnum[vi], sem af þeim sökum væri kannski réttara að kalla fyrirbyggjandi lyf. Þau gagnast vel fólki í áhættuhópum, en ungt og heilbrigt fólk hefur hins vegar enga þörf fyrir þau, og nokkur ungmenni hérlendis hafa þegar orðið fyrir varanlegum skaða vegna lyfjagjafarinnar. Það kemur ekki á óvart, enda er tíðni tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir vegna þeirra allt að þúsundföld miðað fyrri reynslu[vii]. Innlagnir vegna aukaverkana eru nú þegar orðnar 149 talsins, sem dregur síður en svo úr álagi á heilbrigðiskerfið.[viii]

Það er ástæðulaust að við Íslendingar eltum mistökin sem gerð eru í sumum nágrannalöndum okkar. Góðu heilli hefur nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ítrekað talað fyrir umburðarlyndi og lýst skýrri andstöðu sinni við hugmyndir um mismunun og útilokun fólks eftir bólusetningarstöðu, sem bendir til að hann skilji vel hvert slíkt getur leitt okkur. Ég vona að sú manneskjulega og heilbrigða lífssýn sem endurspeglast í afstöðu ráðherrans hafi yfirhöndina hér á okkar litla landi.

(Birt í Morgunblaðinu 15. desember 2021

 

[i] Kári Stefánsson, Morgunblaðið, 26. nóvember 2021: „Svo það má færa rök fyr­ir því að koma eigi þeirri skyldu á að þeir ein­stak­ling­ar sem ekki vilja láta bólu­setja sig verði skikkaðir í sótt­kví að ei­lífu.“

[ii] visir.is 7.12.2021: „3. Undanskilja börn yngri en 16 ára sem fengið hafa grunnbólusetningu (tvo skammta) frá fjöldatakmörkunum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði.„

[iii] Le Monde og BFMTV, 17. nóvember 2021: „Les vaccins anti-Covid ne doivent pas être donnés à tous les enfants mais certains d'entre eux devraient en bénéficier, a estimé mercredi l'Académie française de médecine, prenant une position médiane face à un regain de polémiques sur le sujet.“ Mælt er með því að bólusetja einungis börn í áhættuhópum og þau sem búa með fólki í áhættuhópum.

[iv] Reuters, 2. desember 2021: „Finland to limit children's COVID-19 vaccines to high-risk households.“

[v] Subramanian, Kumar: „Increases in COVID-19 are unrelated to levels of vaccination across 68 countries and 2947 counties in the United States“, European Journal of Epidemology, 2021. Rannsóknin sýnir enga fylgni milli smita og hlutfalls bólusettra.

[vi] Kampf: „The epidemiological relevance of the COVID-19-vaccinated population is increasing“, The Lancet Regional Health – Europe, 2021. Sýnir að vernd bóluefna gegn smiti fer síminnkandi. Einnig: Nordström, Ballin: „Effectiveness of Covid-19 Vaccination Against Risk of Symptomatic Infection, Hospitalization, and Death Up to 9 Months: A Swedish Total-Population Cohort Study“, The Lancet (preprint), 2021. Sýnir að vernd bóluefna hverfur nær alveg á fáeinum mánuðum.

[vii] Sigurlaug Tara Elísdóttir: Bólusetning gegn inflúensunni á Íslandi, B.A. ritgerð 2015, bls. 10: Rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum 500.000‐1.000.000 bólusettum gæti þróað með sér alvarlegar aukaverkanir. https://www.lyfjastofnun.is/frettir/covid-19-sundurlidun-tilkynninga-vegna-gruns-um-alvarlega-aukaverkun-i-kjolfar-bolusetningar-20/: 249 tilkynningar höfðu borist þann 9. desember eftir ríflega 280 þúsund bólusetningar, sem eru tæplega 900 á hverja milljón. Tólf tilkynningar höfðu borist vegna örvunarskammta.

[viii] https://www.lyfjastofnun.is/frettir/covid-19-sundurlidun-tilkynninga-vegna-gruns-um-alvarlega-aukaverkun-i-kjolfar-bolusetningar-20/


mbl.is Ómíkron miklu vægara en Delta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hver er lagalega útskýringin á að grímuskylda standist ekki lög?

Guðjón E. Hreinberg, 19.12.2021 kl. 04:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 287357

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband