Költ?

Ég er að lesa mjög áhugaverða bók eftir breska blaðamanninn Laura Dodsworth. Bókin kallast "State of Fear" og fjallar fyrst og fremst um óttafaraldurinn vegna kórónaveirunnar og áhrif hans á Bretlandi.
Dodsworth leitar svara við því hvað olli þessum óttafaraldri. Það er flestum orðið ljóst að ekki er um raunverulega drepsótt að ræða, þá væru langtum fleiri látnir. Samsæriskenningar kalla á svo víðtækt samsæri að þær er hægt að útiloka.
Hvað veldur þá þessum trylltu viðbrögðum og öllu sem þeim fylgir?
Ein áhugaverðasta tilgáta höfundar er að líkja megi þessu við það sem gjarna gerist innan ofsatrúarsöfnuða (og þá erum við ekki að tala um Fíladelfíu, heldur Waco). Þegar maður veltir því fyrir sér er ótrúlega margt svipað.
  • Fókusinn þrengist og hverfist aðeins um eitt, hvort sem það er leiðtoginn, guðinn eða andstæðan (ógnin).
  • Engar efasemdir eru leyfðar. Þeir sem hafa þær uppi eru af hinu illa.
  • Skilyrðislaus hlýðni er forsenda þess að hindra hræðilega hluti.
  • Þegar aðferðirnar til að bjarga heiminum virka ekki er það vegna þess að safnaðarmeðlimir svíkjast um.
  • Ef dómsdagsspárnar rætast ekki er það vegna þess að safnaðarmeðlimirnir svíkjast ekki um.
  • Leiðtogarnir skipta sífellt milli þess að hræða fólk ("við munum öll deyja") og veita því von ("þetta er alveg að verða búið!").
  • Allur fyrirsjáanleiki hverfur.
  • Allir verða að taka þátt í trúarathöfnunum (Dæmi: "Clap for carers" á Bretlandi, þar sem öllum var nánast skylt að fara út í glugga eða út á tröppur á tilteknum tíma til að hylla heilbrigðisstarfsfólk).
  • Þeir sem ekki taka þátt eða fylgja ekki reglunum (sem eru oft órökrænar) eru útilokaðir.
  • Börnum og ungmennum er fórnað án minnsta samviskubits.
  • Eðlilegt siðferði hverfur.
  • Öllum neikvæðum afleiðingum athafna safnaðarins er hafnað.
Bók Dodsworth má kaupa hér: State of Fear

mbl.is Þrjú smit innanlands – tvö utan sóttkvíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef ekki enn keypt mér bókina, þarf að finna mér tíma til að lesa hana.

Ég hugsa að allt sem þú telur upp hafi ég séð að einhverju marki í kringum mig, en þó í mismiklum mæli.

En ég umgengst þó býsna mismunandi hópa, en viðbrögð eru afar mismunandi, bæði hjá hópum sem einstaklingum.

En "hversdagslega" er stærstur hluti fólks ekki ýkja ginkeypt fyrir "költ" átrúnaði, þó að vissulega sækjum við öll í "lækin".

En hvers vegna spannst upp þessi gríðarstóri hópur?  Samfélagsmiðlar?

Ég man þegar ég var að fljúga um miðjan mars á síðasta ári.  Margir höfðu grímur með sér en fæstir notuðu þær, enda ekki nein skylda komin til.

En auðvitað voru þá í gangi fréttir um að fólk "hryndi niður" á götum úti í Kína.

Fólk ræddi það sín á milli. 

En þetta hefur haft ótrúleg áhrif, skipt upp fjölskyldum o.s.frv.  Gamalt fólk fær ekki að hitta barnabörnin sín vegna þess að "gömlu hjónin" ætla ekki í bólusetningu.  Slík dæmi eru í kringum mig.  Hjón ásamt táningssyni yfirgáfu ekki heimili sitt frá því í mars þangað til í júlý á síðasta ári.  Allt sent heim og aldrei farið lengra en út í garð. Þá fór þeim að verða ljóst að ekki var um "armageddon" að ræða.

Þetta eru sögur úr mínum kunningjahópi.

En hvað veldur þessu?  Því get ég ekki svarað.

G. Tómas Gunnarsson, 29.5.2021 kl. 19:03

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Verð þér ævinlega þakklátur fyrir að hafa vakið athygli mína á þessari bók. Hún er nefnilega fjári góð. Spurning þín í lokin er akkúrat sú sem ég hef spurt mig ítrekað og leitað svara við. 

Þorsteinn Siglaugsson, 29.5.2021 kl. 21:16

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú hefur verið þrautseigur og setið fast við þinn keip Þorsteinn og nú er það farið að skila sér. Hvað ætli Ómar Geirsson segi við þessu? Hann hefur verið hljóður að undanförnu, oft margt gott frá honum, en kannski aðeins of einhliða hvað hann segir um þessi mál.

Alla vega eftir þessa kynningu finnst mér bókin áhugaverð og væri til að athuga hvort hún er til í Eymundsson. Hana mætti gjarnan þýða, Þórólfur og þríeykið hefur athygli almennings svo mikið og kastljósið. 

Það er alltaf gott að sjá sem flestar hliðar. Þarna er ein áhugaverð.

Ég er ekki frá því að Bill Gates sé að verki og spillingaröfl.

Takk fyrir að vekja athygli á þessari áhugaverðu bók.

Ingólfur Sigurðsson, 30.5.2021 kl. 00:45

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þakka þér Ingólfur. Veit ekki hvort bókin fæst hérlendis. Ég keypti rafbókina á Amazon.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.5.2021 kl. 13:58

5 identicon

Það sem mér finnst hræðilegast við þetta allt saman sem vonandi er að linna, er hve illa fólk er statt varðandi gagnrýna hugsun og að trúa þessum "mainstream" fjölmiðlum. Hér hefur greinilega verið fjölda-sefasýki (mass hysteria) um að ræða og hafa margar bækur um slíkt verið skrifaðar og dæmi þess eru fjölmörg. Hvernig má það vera að háskólamenntað fólk skoðar ekki og veit ekki hvað PCR próf er og menn láta eins og lyf sem fær "neyðarleyfi" og getur leitt til óafturkræfra genabreytinga hjá þeim sem spyr engra spurninga og getur ekki beðið eftir að komast í sprautuna. En máttur óttans er mikill, fólk verður frávita af hræðslu og hættir að geta hugsað. 

Bragi Sigurdsson (IP-tala skráð) 31.5.2021 kl. 21:21

6 identicon

Það er viðtal við L Dodsworth hjá Ivor Cummins um þessa bók og fleira á essari slóð. 

https://www.youtube.com/watch?v=bDN8QIJROzc&t=2s

Bragi Sigurdsson (IP-tala skráð) 1.6.2021 kl. 11:44

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hér er mjög áhugaverð brein um þetta sem ég rakst á áðan. Annar vinkill og vel þess virði að skoða: https://www.aier.org/article/lockdown-kitsch/

Þorsteinn Siglaugsson, 1.6.2021 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 287357

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband