Grænt = Árangur í fremstu röð = Mest á hausnum

Ekki verður af öfugmælunum skafið. Nú er sumsé komið "litakóðunarkerfi" í efnahagsmálum landa þar sem þau ríki sem hafa komið sér lengst út á kaldan klaka efnahagslega fá græna merkingu.

Á Íslandi vill svo til að stjórnvöld hafa með aðgerðum sínum valdið hinu opinbera tjóni sem nemur 1200 milljörðum á árunum 2020-2023, og eflaust meiru þegar niðurstöður um umsvif í ferðaþjónustu á þessu ári liggja fyrir.

Þetta nemur heils árs tekjum hins opinbera.

Það nemur kostnaði við 21 nýjan Landspítala.

Það að tapa heils árs tekjum á fjórum árum merkir stórskaddað heilbrigðiskerfi, svo eitthvað sé nefnt.

Stórskaddað heilbrigðiskerfi merkir dauðsföll. Miklu fleiri en hefðu nokkurn tíma getað dáið úr kóvít.

Árangur í fremstu röð!


mbl.is Ísland meðal grænna ríkja eftir leiðréttingu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Líttu á jákvæðu hliðarnar
Samfylkingin og Viðreisn hafa verið að æpa og öskra um að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu of litlar
Þau verða núna að kokgleypa sín fyrri ummæli

Hvað eigum við líka að gera
það virðast allar þjóðir vera gera það sama þó mesti hitinn sé hjá peningaprentverksmiðjum USA og ESB sem keyrðar eru dag og nótt á hámarksafköstum

Grímur Kjartansson, 14.4.2021 kl. 12:31

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já en það eru kóvít kosningar Þorsteinn.

Magnús Sigurðsson, 14.4.2021 kl. 13:22

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, kóvít hefur meðal stjórnmálamanna leitt af sér hina skæðu pest fávit. Og við henni eru engin bóluefni til því miður.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.4.2021 kl. 14:10

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það má reyna að bólusetja við fáviti, -jafnvel bílslysum.

Það er aldrei að vita nema árangurinn standist samanburð við kóvít bólusetningarnar.

Bara spurning hver á að taka tölfræðina saman og kynna fyrir pöpplinum.

Magnús Sigurðsson, 14.4.2021 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband