Stefna Sjálfstæðisflokksins að mismuna fólki?

Athyglivert ef það er nú orðin stefna Sjálfstæðisflokksins að mismuna fólki eftir því hvort það hefur verið bólusett eða ekki. Þessi manneskja virðist ekki skilja að um leið og tekið er að úthluta einstaklingsfrelsinu eins og um einhver sérréttindi sé að ræða þá er um leið verið að afnema það.

Það kæmi hins vegar ekki á óvart að margir í þeim hópi sem hér er lagt til að njóti þeirra sérréttinda að geta farið í sund séu svo uppteknir af sjálfum sér að þeim finnist sjálfsagt að fá slík sérréttindi. Og þetta er einmitt leiðin sem gjarna hefur verið farin til að afnema almenn réttindi, breyta þeim í sérréttindi og treysta á að sérhyggjan ljúki verkinu. Slíkt er auðvitað ákaflega traust leið til að afnema frelsi og mannréttindi.

Ég vil fá svör við því hvort það er stefna Sjálfstæðisflokksins að einstaklingsfrelsið sé ekki frelsi allra heldur aðeins frelsi sumra. Er það stefna flokksins að mannréttindi séu ekki almenn, heldur eitthvað sem stjórnvöld úthluti að eigin geðþótta?


mbl.is Hvetur til opnunar sundlauga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Auðvita er til fólk sem getur ekki unnt eldri borgurum (sem eru líka búið að fá sprautu) að fara í sund. Kalla það forréttindi og vill þá ekki þetta sama fólk líka að eldri borgarar greiði fyrir sig eins og aðrir en fái ekki frítt í sund? Það hlýtur líka að vera forréttindi! Og hvað hefur þetta með stjórnmál að gera?

Sigurður I B Guðmundsson, 10.4.2021 kl. 10:51

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er illskiljanlegur samanburður. Það sem hér er verið að tala um er að taka upp bólusetningaskírteini til að stýra aðgangi fólks að tiltekinni þjónustu eftir því hvort það hefur fengið bólusetningu eða ekki. Slíkt gengur gegn grundvallarmannréttindum. Og þau hafa nú einu sinni talsvert með stjórnmál að gera.

Það að veita tilteknum hópum afslætti er einfaldlega allt annars eðlis.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.4.2021 kl. 10:59

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hafði í sviga (sem eru líka búin að fá sprautu) sem er ekki aðalmálið heldur að eldri borgar sem vilja fái að fara í sund. Hverning getur þú tengt þetta stjórnmálum? Samkvæmt þessu ætti ég að kjósa sjálfstæðisflokkinn! Nei tskk, þú klínir ekki einhverjum stjórnmálaflokki á mig.

Sigurður I B Guðmundsson, 10.4.2021 kl. 11:24

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Munu bólusetningar leiða til aðskilnaðarstefnu? Ég ætla þá að finna mér gula stjörnu til að ganga með sem stendur á "EKKI BÓLUSETTUR" svo það sé öllum ljóst.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2021 kl. 13:50

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bólusetningar leiða ekki til aðskilnaðarstefnu Guðmundur, en ég er ansi hræddur um að bólusetningavottorð geri það. Og sá aðskilnaður er þegar hafinn. Því miður sjá fæstir hvaða vegferð er verið að hefja með þessu, sbr. athugasemdir Sigurðar hér að ofan, en sumir hafa gert sér grein fyrir því nú þegar. Þess vegna hefur t.d. ríkisstjóri Flórída bannað slíkan aðskilnað með útgáfu reglugerðar og mér skilst að sama sé uppi á teningnum í Texas.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.4.2021 kl. 15:42

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er einkennilegt að bólusettir skuli þrtfa þá auknu vernd að ekki megi koma nálægt þeim óbólusett fólk í sundi.

Hefur ekki eitthvað fleira farið úrskeiðis á milli eyrnanna á blessaðri konunni en að hún telji sig sjálfstæðismanneskju?

Magnús Sigurðsson, 10.4.2021 kl. 15:58

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var einmitt það sem ég átti við Þorsteinn, að skilyrðing aðgangs að stöðum eða þjónustu við bólusetningu (samkvæmt vottorði), feli í raun í sér aðskilnaðarstefnu.

Hvort einstaklingur sé bólusettur eða ekki eru viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og eiga því að vera einkamál hvers og eins.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2021 kl. 16:20

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, nákvæmlega. En rétt eins og það er talið andstætt hagsmunum þjóðarinnar núna að dómstólar dæmi eftir lögum, þá gildir sama um persónuupplýsingar hvers og eins, þær eru ekki lengur einkamál.

Það sem er að gerast fyrir framan nefið á okkur er að óttafaraldurinn hefur magnað upp kröfu um að lög, stjórnarskrá og mannréttindi séu tekin úr sambandi, en öll völd falin framkvæmdavaldinu. Mannréttindi, sem eðli málsins samkvæmt eru almenn og undantekningarlaus, verða þá að sérréttindum sem úthlutað er af valdhöfum. Þetta hefur gerst áður og ferlið er alltaf það sama: 1. Óttafaraldur. 2. Krafa um afnám laganna. 3. Alræði.

Það þarf greinda valdhafa með sterka siðferðiskennd til að standa gegn slíku. Því tek ég ofan fyrir Ron DeSantis ríkisstjóra Flórida fyrir að hafa áttað sig og stöðvað þetta í fæðingu.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.4.2021 kl. 17:15

9 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta er álíka gáfulegt hjá þér, Þorsteinn, eins og að segja að krafan um gilt ökuskírteini til að mega keyra bíl feli í sér mismunun á fólki. Þeir sem eru bólusettir eru einfaldlega búnir að afla sér tiltekinna eiginleika sem gera að verkum að minni hætta stafar af þeim í sundi en öðrum. Alveg eins og þeir sem hafa tekið bílpróf hafa aflað sér eiginleika sem gera að verkum að minni hætta stafar af þeim í umferðinni en þeim sem ekki hafa prófið. Svona um það bil. Þessir hlutir verða náttúrulega aldrei alveg uppá 100%.

Sú hugmynd að það að bólusettir fái að fara í sund muni á endanum leiða til alræðisstjórnar á Íslandi er náttúrulega alveg stórkostleg. Samfélagsréttlætisriddararnir í USA ættu að mæta á námskeið hjá þér.

Kristján G. Arngrímsson, 11.4.2021 kl. 12:26

10 identicon

Sæll Kristján,

Þetta er nú ekki svo gáfulegt hjá þér, þegar vitað er til þess að menn geti borið smit þrátt fyrir að hafa verið bólusettir gegn covid19, nú og síðan er fólk að mælast jákvætt með Covid-19 eftir þessa bólusetningu gegn covid-19. Það er greinilegt að þetta bóluefni virkar ekki neitt gegn covid19, þú ???

KV.   

"OC Man Tests Positive For COVID-19 Weeks After Getting Second Vaccine Dose"

"Four people in Oregon who received both doses of vaccine test positive for coronavirus"

"ER nurse tests positive for COVID-19 eight days after receiving vaccine"

"Thousands of Israelis Tested Positive for Coronavirus After First Vaccine Shot

"Ex-chief rabbi tests positive for coronavirus, days after getting 2nd vaccine dose"

"San Diego County Reports 1st Case of Fully Vaccinated Person Getting COVID-19"

"Over 12,000 People Test Positive for COVID-19 in Israel after Receiving Pfizer Vaccine"  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.4.2021 kl. 14:48

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Margt fólk má ekki fá bólusetningu vegna tiltekinna sjúkdóma sem það glímir við. Aðrir óttast að fá bólusetningu vegna mögulegra afleiðinga. Það geta alveg verið málefnaleg rök fyrir því. Til dæmis virðist komið á daginn að ungum konum stafar umtalsvert meiri hætta af vissum tegundum bóluefna en af covid. Víða erlendis er það umtalsverður hópur fólks sem vantreystir efnunum, sér í lagi meðal minnihlutahópa. Á þá að útiloka allt þetta fólk frá þátttöku í samfélaginu vegna þess að af því stafi "hætta", jafnvel þótt allir þeir sem eru í raun og veru í einhverri hættu hafi fengið bólusetningu? Og hvar á svo að hætta? Verður næsta krafa bólusetningavottorð við flensu? Svo við kvefi? 

Með slíku er einfaldlega búið að afnema hugtakið mannréttindi, þess í stað eru komin sérréttindi sem úthlutað er að geðþótta valdamanna.

Að líkja þessu við réttindi sem fólk ávinnur sér með námi er nú eitt það fáránlegasta sem ég hef séð.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.4.2021 kl. 15:27

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og hér sjáum við vel í hvað stefnir. Einungis þeim sem fengið hafa bólusetningu verður bjargað frá eldgosinu á St. Vincent: https://www.rt.com/news/520696-vincent-volcano-evacuation-vaccinated/

Þorsteinn Siglaugsson, 11.4.2021 kl. 15:51

13 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Jahérna, þessi umræða er svo dramatísk og á svo háu flækjustigi að hún getur ekki haft neina praktíska skírskotun. Mér sýnist Þorsteinn vera kominn á neyðarstig.

Kristján G. Arngrímsson, 11.4.2021 kl. 16:54

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru alveg málefnaleg rök fyrir því að menn gefist upp í rökræðu sem reynist þeim um megn.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.4.2021 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband