Slúðrandi þríeyki

Hinn dapurlegi embættismannahópur sem falin hafa verið meira og minna öll völd í landinu gengur sífellt lengra. Nú bætast persónuárásir á hendur nafngreindu fólki við lygavaðalinn og hrokann.


mbl.is Ætlar að sækja ríkislögreglustjóra til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

"Nú bætast persónuárásir á hendur nafngreindu fólki við lygavaðalinn og hrokann" . Áttu sannarleg rök fyrir þessari ásökun ? 

Veit ekki betur en að "embættismaðurinn" sem þú vísar til hafi svarað spurningu um annan eins og sagt rétt frá.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.12.2020 kl. 20:51

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lögregluþjónninn hefur vitanlega enga heimild til að nota sér persónuupplýsingar um einstaklinga í áróðri sínum.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.12.2020 kl. 21:23

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þú skrifar og segir: "Nú bætast persónuárásir á hendur nafngreindu fólki við lygavaðalinn og hrokann".

Þú og ég getum deilt um hroka, hann er afstæður og huglægur. Ég hlýddi á þennan fund, veit ekki með þig en einn embættismaður fékki spurningum um annan, þá f.v og gjörðir hans. 

Veit ekki betur en að embættismaðurinn sem var til svara hafi svarað rétt og skilmerkilega. 

Átt þú sannanir um annað ?

Veist þú um lagagrein þar sem einum embættismanni er óheimilt að tjá sig um upplýsngar sem liggja hjá opinberri stofnun líkt og Landlækni ?  Eða finnst þér það einfaldlega ? 

Ekki eins og því hafi verið haldið leyndu viðkomandi f.v starfsmaður LSH sé ekki lengur skráður læknir hér á landi, má gá hér:https://bit.ly/2JYHh8J

Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.12.2020 kl. 21:58

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Umræddar upplýsingar voru þegar orðnar opinberar og þær falla því ekki undir verndarákvæði persónuverndarlaga.

Með því að tjá sig um þetta í fjölmiðlum er hún sjálf að breiða sömu upplýsingar enn meira út.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2020 kl. 22:09

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Rétt Guðmundur

Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.12.2020 kl. 22:13

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski atburðarásin hafi verið svona:

1) Landlæknir fjarlægir starfsleyfi læknis sem bara örfáum vikum fyrr var á spítala að framkvæma aðgerðir á fólki

2) Landlæknir lætur lögreglumann vita af því að búið sé að svipta hinn óþolandi gagnrýna lækni starfsleyfi sínu og lífsviðurværi

3) Lögreglumaður segir við fjölmiðla að læknir sé ekki með starfsleyfi - nokkuð sem engum datt í hug að athuga því auðvitað er læknir sem var að vinna á Landspítalanum með starfsleyfi!

4) Fjölmiðlar æða nú af stað í rógsherferðinni 

Geir Ágústsson, 9.12.2020 kl. 08:15

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Geir, ef við gefum okkur að fyrstu 1-3 viðburðir í þinni atburðarás séu réttir, hver er þá "rógsherferðin" ?

Er þá ekki "vondi embættismaðuirnn" einfaldlega að segja satt um það sem viðkomandi var spurður um ?

Spyr þá þig, 

1. Átti embættismaðurinn að segja ósatt ?

2. Átti embættismaðurinn ekki að nýta sinn rétt til tjáningar ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 9.12.2020 kl. 09:22

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigfús,

Ég er á því að Elísabet Guðmundsdóttir eigi að lögsækja yfirvöld en hef ekki séð hvernig hún getur lögsótt mann fyrir að þylja upp opinberar upplýsingar. Miklu frekar virðast yfirvöld vera að sækja að stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi hennar með því að svipta hana starfsleyfi án rökstuðnings. Í fyrri tilvikun þegar læknar hafa verið sviptir starfsleyfi hafa því fylgt margar blaðsíður af rökstuðningi þar sem menn fá stöðu ákærða og geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri, dæmi:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2009/06/30/Svipting-starfsleyfis-sem-laeknir/

Einnig virðast stjórnsýslulög krefjast þess að menn fái a.m.k. áminningu:

https://www.visir.is/g/2014703259964

Sjá einnig 15. gr. löggjafar um landlækni:

https://www.althingi.is/altext/stjt/2007.041.html

Svo það er hér sem ég tel vera safarík ástæða til að fara í mál við yfirvöld.

Geir Ágústsson, 9.12.2020 kl. 12:38

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Markmið embættismannsins er bersýnilega aðeins eitt: Að rýra trúverðugleika einstaklingsins. Grandvar og heiðarlegur embættismaður myndi leitast við að eiga málefnalega umræðu, óheiðarlegur og óvandaður embættismaður fer í manninn, ekki málefnið.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.12.2020 kl. 14:00

10 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Geir, ekki veit ég hvert þú ert að fara með áminningarferli og "sviptingu" starfleyfis.

Það er einfaldlega allt annað mál en það sem aðstoðaryfirlögregluþjóninn og embættismaðurinn tjáði sig um.

Þar var borin fram spurning, viðkomandi svaraði og margur, þar á meðal höfundur upphafsfærslunar kallar það "persónuníð" og "lygavaðal".

Hvorki ég,þú Geir eða höfundur vitum hvað olli því að viðkomandi læknir er ekki lengur með lækningaleyfi.

Þorsteinn, hvernig þú færð það út í orðum aðstoðaryfirlögregluþjónsins að það fari fram rýring á trúverðugleika viðkomandi er mér einfaldlega framandi. Þú virðist eiga í vandamálum með að átta þig á því sem sagt er og er satt og það sem sagt er og er ósatt. 

Kemur fyrir besta fólk...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 9.12.2020 kl. 18:51

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Embættismaðurinn, sem þarna er í opinberum erindagjörðum, telur sér hæfa að fara í manninn ekki málefnið. Það nægir mér til að álykta að þarna fari óvandaður maður.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.12.2020 kl. 22:01

12 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

"Telur sér hæfa að fara í manninn ekki málefnið". Því líkt Lundareykjadalskjaftæði .

Auðvitað er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir en þeir sem hugsa e-ð lengar er nef sitt nær, sjá að svona framsetning stenst enga skoðun.

Það hefur enginn geta fært rök fyrir því hvernig það að eitt að svara spurningu með svari, sem innihélt opinberar upplýsingar, sé "að fara í manninn".

En gott samt til þess að höfundur kjósi það síður, að það sé ekki farið í menn, í skoðunum sínum hér á þessum stað.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.12.2020 kl. 10:47

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er einfaldlega það sem mannkertið gerði, hvort sem þér líkar betur eða verr. Ef þér finnst það hegðun við hæfi embættismanns á opinberum vettvangi er það þitt mál.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.12.2020 kl. 14:47

14 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gott að sjá hér Þorsteinn þig betri mann en "mannkertið" og fara ekki manninn..... 

Ef þér finnst það besta í stöðunni, þá er það þitt mál.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.12.2020 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287358

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband