Heilbrigð sál í hraustum líkama - hver eru áhrif sóttvarnaraðgerða á íþróttastarf?

Miðvikudaginn 2. desember kl. 12 á hádegi stendur hópurinn „Út úr kófinu“ fyrir fundi um þær áskoranir sem íþróttastarf í landinu stendur nú frammi fyrir vegna takmarkana sem settar hafa verið á íþróttastarf. Fjallað verður um þær afleiðingar sem þessi staða hefur, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu barna og unglinga og fyrir afreksíþróttir.

Fundinum stýrir Bjarni Th. Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands. Hann ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands, og Dr. Jón Ívar Einarsson, lækni og prófessor við Harvard Medical School.

Fundinum verður streymt á Facebook

Við hvetjum allt áhugafólk um íþróttastarf og lýðheilsu til að fylgjast með þessari umræðu.


“Út úr kófinu” er hópur fólks úr ýmsum geirum samfélagsins sem vill leggja sitt af mörkum til að bæta upplýsingagjöf um kórónuveirufaraldurinn, afleiðingar og aðgerðir ásamt því að færa skoðanaskipti upp á yfirborðið og móta tillögur að leiðum út úr þessu ástandi. Nánari upplýsingar á kofid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Líst vel á "line uppið".  Horfi ef ég verð vaknaður.

En "ástandið" er krefjandi fyrir þá sem vilja halda sér í formi og stunda íþróttir.  "Sófakartöflur" eins og ég eru þó ekki í teljandi vandræðum.

En einn kunningi minn hafði á orði að það gæti skapast skrýtið ástand þegar bólusetning fer að "kikka inn".  Þá yrðu liklega allir eins og "kýr að vori", hlaupandi og hoppandi út um allt.  Í verra formi en oft áður og jafnvel með "laskað" ónæmiskerfi eftir óhóflega spritt og grímunotkun svo mánuðum skipti og hafandi hitt sára fáa um langt skeið.

G. Tómas Gunnarsson, 1.12.2020 kl. 19:59

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það verða margir sem kvefast. Og fá flensu. Og hjartaáfall. Og einhverjir hrökkva upp af.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.12.2020 kl. 20:36

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er ekki glóra í að slaka á úr því sem komið er, það gæti einhver dáið. Og vilt þú bera ábyrgð á því Þorsteinn?

Magnús Sigurðsson, 1.12.2020 kl. 21:46

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann verður bara að fara í mál við mig þá, líkið embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 2.12.2020 kl. 00:02

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Af óviðráðanlegum ástæðum þurfum við því miður að fresta þessum fundi sem vera átti í dag.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.12.2020 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband