Áhugaverð spurning

Það hvort rétt sé að skylda fólk til að láta bólusetja sig er áhugaverð spurning. Um hana verður meðal annars fjallað á fjarfundi með siðfræðingunum Dr. Vilhjálmi Árnasyni prófessor og Dr. Alberto Giubilini sérfræðingi við Oxfordháskóla í næstu viku, á vegum hópsins "Út úr kófinu".


mbl.is „Ekki hægt að skylda fólk til að taka bóluefni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þvingaðar læknisfræðilegar tilraunir á fólki hafa talist glæpur gegn mannkyni allt frá því skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar.

Þarf að ræða það eitthvað sérstaklega núna árið 2020?

Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2020 kl. 00:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Menn munu reyna að skylda alla, beint eða óbeint.

Ef stjórnarskráin, frjáls vilji og slíkt stendur í veg fyrir skyldunni þá er hægt að innleiða óbeina skyldu.

Viltu fljúgja? Þá þarftu að láta bólusetja þig.

Viltu horfa á íþróttaleik eða sækja tónleika? Þá er bólusetning forsenda.

Ætlar þú að versla hérna? Þá verðum við að biðja þig um að fara í bólusetningu.

Lagatextinn gæti verið eitthvað á þessa leið:

"Ætli einstaklingur að fara inn á svæði þar sem návígi við aðra einstaklinga er óumflýjanlegt ber rekstraraðila eða húsráðanda skylda til að lágmarka smithættu vegna loftborinna veira og fara fram á að viðkomandi sýni með óyggjandi hætti að hann sé ónæmur fyrir veiru."

Geir Ágústsson, 3.12.2020 kl. 09:43

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það þarf bersýnilega að ræða þetta Guðmundur ef maður lítur til frétta og áforma um breytingar á sóttvarnarlögum.

Eitt af álitamálunum hér er svo einmitt þetta sem þú nefnir Geir. Stjórnvöld í mörgum ríkjum virðast hafa það á stefnuskránni að skipta fólki í hreint og óhreint fólk. Þeir óhreinu munu ekki njóta sömu mannréttinda og þeir hreinu. Og ástæðan verður ekki sú að þeir séu smitaðir af hættulegum sjúkdómi. Ástæðan verður sú að þeir hafa neitað að taka þátt í að mynda hjarðónæmi. Mismununin verður þá á grundvelli dyggða. Þeir dyggðugu njóta mannréttinda, en hinir ekki.

Með þessu er hugmyndin um almenn mannréttindi í raun og veru fokin út um gluggann.

Og svo má velta fyrir sér hvað næst. Munu þeir sem svindla á skattinum verða settir í hóp hinna óhreinu? Hvað með þá sem ekki láta bólusetja börn sín fyrir barnasjúkdómum? Hvað um þá sem láta í ljósi skoðanir sem ríkjandi stjórnvöld telja óæskilegar?

Þegar einu sinni er byrjað að mismuna fólki á grundvelli dyggða er erfitt að sjá hvar við endum.

Þetta er eitt af því sem ég ætla að ræða við heimspekingana í næstu viku.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.12.2020 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 287251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband