Er mér sama um Víði Reynisson?

Ég fékk flensu fyrir nokkrum árum. Var verulega slappur. Svo lagaðist það.

Ég var ekki áttræður þá. Og er það reyndar ekki enn. Ef ég hefði verið áttræður væri ég kannski ekki til frásagnar.

Svona er lífið.

En ég er heppinn að vera ekki einn af þeim tugþúsundum sem hafa misst vinnuna vegna aðgerða til að koma í veg fyrir að fólk eins og ég fái flensu. Heppinn að vera ekki að byrja í framhaldsskóla og hírast heima í einangrun og þunglyndi, sem enginn veit hvernig endar. Allt vegna aðgerða Víðis Reynissonar og félaga hans.

Það eina sem ég er ekki heppinn með er að búa í samfélagi þar sem gegndarlaus sérhyggja og röklaus óttafaraldur, drifinn áfram af þessum ágæta Víði Reynissyni og félögum hans, gerir að verkum að megnið af samborgurum mínum lætur sér í léttu rúmi liggja þau örlög sem bíða yngstu kynslóðarinnar og þeirra sem standa höllustum fæti.

Er mér sama um Víði Reynisson? Góð spurning.


mbl.is Víðir tjáir sig um veikindin: Fimm aðrir smitaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

12 ára gamall fékk ég heiftarlega lungnabólgu í kjölfar Hong Kong flensunnar. Hef nokkru sinnum fengið lungnabólgu síðan. 2015 7 dagar á sjúkrahúsi 2019 9 dagar á sjúkrahúsi Ég er nokkurnveginn viss um að ég lifi ekki Covid af. Allt þetta ár hef ég verið nánast í sóttkví. Ég er ekki hræddur við Víði Reynisson en ég er skíthræddur við fólk einsog þig.

Eru umferðarreglur ekki bara aðferð til að allt lendi ekki í öngþveiti. Eða fylgirðu þeim ekki því þær gætu verið skerðing á persónufrelsi. Heimurinn reis úr öskustó eftir tvær heimsstyrjaldir og unga fólkið sá til þess.

Ég hef ekki áhyggjur af unga fólkinu það finnur alltaf nýjar leiðir. Ég hef miklu meiri áhyggjur af fólki sem hugsar líkt og þú.

Vilhjálmur Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2020 kl. 22:20

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég fékk einu sinni lungnabólgu. Var að moka tröppurnar í skítakulda, eflaust verið með kvef, og svo fór það svona. Fékk einhverjar pillur, var frá vinnu í nokkra daga.

Ég hef áhyggjur af því þegar ungt fólk fellur niður í þunglyndi og vonleysi. Mér er þannig lagað sama um mig. Ég er eflaust í áhættuhópi, en ég myndi aldrei láta mér til hugar koma að krefjast þess að tugþúsundir missi vinnuna, unga kynslóðin missi vonina og efnahagslífið sé lagt á hliðina einungis til að draga úr frekar smávægilegum líkum á að ég fái einhverja pest sem mögulega gæti dregið mig til dauða. Og að horfa upp á þessa blygðunarlausu sérhyggju, drifna áfram af röklausri ofsahræðslu, sem er að valda öllum þessum hörmungum! Oj bara.

Við hugsum greinilega ekki á svipaðan hátt.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2020 kl. 22:58

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og kannski liggja stærstu áhyggjur mínar einmitt í því að horfa upp á þetta siðrof, horfa á samfélagssáttmálann brotna, ríkasta prómillið auka auð sinn um þriðjung, og hundruð milljóna falla undir hungurmörkin, vegna heimtufrekju fólks sem virðist ímynda sér að það eigi rétt á að lifa að eilífu.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2020 kl. 23:01

4 identicon

Hvaða siðrof? Réttur þinn til að sveifla hnefanum endar þarsem hakan á mér byrjar. Ég reikna ekki með að lifa að eilífu en þú veist ekki neitt um lungnabólgu. Nokkrar pillur og allt er í lagi? Ég er ekki einn, við skiftum tugþúsundum og bíðum spennt eftir bólusetningu. Óheft smit útum allt munu aðeins gagnast ríkasta prómillinu.  

Vilhjálmur Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2020 kl. 23:32

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sveifla hnefanum? Hvað ertu að tala um væni minn?

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2020 kl. 00:46

6 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hneykslunargjarnir pokaprestar hafa ætíð hvimleiðir þótt í pontu.  Það þarf ekki að koma á óvart, að slíkir umgangist boðskap prófasts og biskups af léttúð.  Eftir hneykslunarhelluna mun ekki hinn falskur hljómur geðstirðs preláta batna.

Bjarni Jónsson, 29.11.2020 kl. 13:26

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Málið er þetta á stundum, ágæti Þorsteinn, það er og verður hægt að bjarga unga fólkinu, og þeim sem misst hafa sitt viðurværi.

Óvíst um þig, skoðanir þínar, og öfrárra annarra og framsetning er ekki viðbjargandi.

Það er hreinlega eins og nokkrir, útvaldir og sérvaldir hafi hreinlega gleymt því að þeir búa í samfélagi.

Svo eru þeir sem vilja njóta samfélagsins þegar hentar og svo einstaklingsfrelsinu enn þá frekar, þegar hentar enn betur.

Tækifærismennska er það víst kallað.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.11.2020 kl. 15:49

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tækifærismennska er það að horfa framhjá þeim gríðarlega skaða sem valdið er með því að loka samfélaginu vegna þess að maður er svo upptekinn af að forða sjálfum sér frá því að smitast af fremur meinlausri pest. Hvernig ætlar þú að bjarga unglingum sem taka líf sitt vegna þess að þeir eru lokaðir inni mánuðum saman og falla í þunglyndi? Hvernig ætlar þú að bjarga fólkinu sem missir heilsuna, og sumt lífið, vegna atvinnuleysis? Samhengið liggur nefnilega fyrir og það er margrannsakað. Hvernig ætlar þú að bjarga öllum þeim sem verða fyrir heilsutjóni og látast vegna þess að möguleikarnir til að halda uppi heilbrigðisþjónustu stórskaðast vegna efnahagssamdráttar, sem er bein afleiðing af aðgerðum stjórnvalda?

Ætlar þú að vekja allt þetta fólk upp frá dauðum? Eða hver var hugmyndin?

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2020 kl. 16:00

9 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta var árið 2009..

 Dauðsföll vegna ytri orsaka eru fjórði stærsti flokkurinn. Á árinu 2009 létust 118 af völdum ytri orsaka, 39 konur og 79 karlar, það er svipuð tíðni og undanfarin ár. Af þeim voru dauðsföll sem tengdust óhöppum almennt, alls 65 og í þeim hópi voru 25 konur og 40 karlar. Alls létust 10 manns í umferðarslysum. Sjálfsvíg voru 36 á árinu og féllu 7 konur og 29 karlar fyrir eigin hendi. Það er svipaður fjöldi og undanfarin ár.

Árið 2009 voru skráð 140 ótímabær dauðsföll á Íslandi. Ótímabær dauðsföll eru andlát vegna tiltekinna dánarorsaka sem hefði mátt komast hjá með viðeigandi meðferð eða forvörnum.

Manni hryllir við tölunum eftir þetta ár, en þær munu verða svakalegar.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.11.2020 kl. 17:48

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru 26 látin, þrátt fyrir sóttvarnaraðgerðir. Á sama tíma hafa aðeins 5 látist í umferðarslysum.

Er þá kannski ástæða til að draga stórlega úr allskonar takmörkunum á umferðina, svo sem um hámarkshraða, notkun bílbelta, ljósbúnaðar o.s.frv.?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2020 kl. 19:23

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég óttast að Sigurður hafi rétt fyrir sér um það, að tölur um ótímabær dauðsföll eftir þetta ár verði svakalegar. Ég sé ekki alveg hvernig þær tölur sem hann nefnir eiga að tengjast einhverjum vangaveltum um takmarkanir á umferðina.

Það er kannski ágætt að velta þessu fyrir sér í eftirfarandi samhengi: Ef við hefðum vitað, þegar þessi pest fór á flug, að dánarhlutfall vegna hennar væri 0,1%, en ekki 5-6%, hefði þá verið farið út í þessa tilraun sem nú hefur staðið í níu mánuði, og snýst um að loka samfélögum meira og minna til að reyna að hægja á útbreiðslunni? Ég held að það sé einboðið að það hefði aldrei verið gert. Hvers vegna? Af sömu ástæðu og jafnvel í skæðustu flensufaröldrum, með flensu af nýjum stofni sem fáir eru ónæmir fyrir, og þar sem dánarhlutfall er hærra en almennt gerist, hefur enginn látið sér slíkt til hugar koma, og lokanir af þessum toga eru ekki hluti af þeim farsóttaráætlunum sem til staðar voru þegar þetta hófst. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að við venjulegar kringumstæður gerir fólk sér almennt fulla grein fyrir hversu gríðarleg neikvæð áhrif slíkt hefur á lýðheilsu og lífsafkomu fólks bæði til skemmri og lengri tíma. Og ef við komum að umferðinni, þá er þetta líka ástæðan fyrir því að við bönnum ekki umferð, jafnvel þótt við vitum að hún leiðir af sér fáein dauðsföll á hverju ári.

Nú litast hins vegar allar ákvarðanir af röklausri ofsahræðslu. Meðal þess sem þá gerist er að augunum er lokað fyrir því sem allir vissu áður; að ef þú meinar fólki að afla sér lífsviðurværis, stórskaðar menntunarmöguleika barna og ungmenna, stöðvar valkvæðar aðgerðir, stöðvar almennar bólusetningaráætlanir, t.d. fyrir mislingum, hindrar íþróttastarf, og veldur efnahagssamdrætti sem leiðir til verri heilsugæslu í framtíðinni, þá ertu að valda gríðarlegu tjóni. Hinir óábyrgu, fórnarlömb ofsahræðslunnar, sem ófærir eru um sjálfstæða hugsun kalla nú ábendingar um afleiðingar þessa getgátur. Rétt eins og í þeirra huga eru það væntanlega getgátur að fari þjóð í stríð muni mannfall verða. Getgátur vegna þess að þeir sem munu falla eru ekki dauðir enn.

Þetta er það sem gerist þegar röklaus ofsahræðsla grípur um sig.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2020 kl. 11:12

12 identicon

Ég get tekið undir sumt sem Út úr kófinu-hópurinn hefur sagt. T.d. varðandi barnastarf í íþróttum (sem reyndar má núna) og ekki-þörfin við halda ungmenni í Framhaldsskólum heima. Ungmennum á aldrinu 16-20 ára er alveg treystandi að fara eftir sóttvarnarreglum í skólum.
Eftir á að hyggja hefði ég viljað fara að fordæmi Nýsjálendinga og Ástrala, sem nú þamba bjór á öldurhúsum COVID fríir og enginn með grímur og enginn ný COVID-tilfelli. Þetta kalla ég almennilega lýðheilsustefnu. Í Nýja Sjálandi vann líka flokkur Jacindu Ardern stórar sigur um daginn vegna t.d. þessara sóttvarnaaðgerða. Við sem eyja hefðum getað þetta. Hefði þetta verið gert værum við ekki að ræða þessi mál núna.
En svona fór þetta og ætla ég ekki dæma nokkurn mann, ,,það er auðvelt að vera vitur eftirá".
Dánarhlutfall COVID er ekki 0.1 %. Við vitum ekki almennilega hvað það er en það er töluvert hærra. Besta nálgunin við að meta það er frá Princess Diana skemmtiferðaskipinu. Þar var hraust fólk (reyndar komið yfir léttasta skeið) á skemmtiferðasiglingu og við höfum nákvæma tölu um hvað margir smituðust. Þegar var búið að leiðrétta fyrir aldri og undirliggjandi sjúkdómum var dánarhlutfallið 0.5% sem er nokkuð svipað því sem er að mælast annarsstaðar í heiminum t.a.m. í Frakklandi. Ef við tökum bara karlmenn er dánarhlutfallið töluvert hærra. Þessi leiðindapest er 3-5x alvarlegri en inflúensa og reynslan sýnir að hún nær að sýkja mikinn meirihluta fólks, á meðan árstíðarbundinn inflúensa sýkir eingöngu að hámarki 10 % á hverri inflúensutíð, sem er þó eingöngu frá nóv-mar á norðurhelmingi jarðar, með nokkurra vikna topp. þess vegna leggjast spítalar á hliðina þegar bylgjurnar ná hámarki í COVID. Þegar spítalar ,,drukkna" í álagi, bitnar það á öðrum sjúklingahópum, því verr og því miður. Það sem er svo slæmt við þennan COVID-sjúkdóm að ólíkt inflúensu ræðst hann á ekki bara öndunarveg heldur getur einnig ráðist á heila og taugakerfi, hjarta, nýru og stundum meltingarkerfi m.a. lifur. Miðað við þessa vitneskju, á fólk sem fékk COVID og náði sér að fullu Rannsóknir hafa sýnt að 1/3 þeirra sem lifa af eru með einkennin í meir en mánuð og 2-5 % eru með krónísk einkenni; þetta fólk er á öllum aldri, þó líklegra að hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn, en alls ekki alltaf. Stór hluti er með skemmdir í einu eða fleiri líffærum. Það flosnar úr vinnu, missir heilsu og lendir kannski í vítahring þunglyndis og lyfjanotkunar, hver veit?. Þess má einnig geta að 1/3000 barni á aldrinum (0.033 %) barna á aldrinum 1-20 ára fær lífshættulegar COVID-drifnar ofsabólgur (e. hyperinflammation) en bara í Svíþjóð hafa greinst 70 börn (þar af 1 íslenskt). Ljósi punkturinn í þessu ógeði öllu saman, er að fyrirtæki og háskólar ákváðu að vinna saman og nú erum við komin með bóluefni sem virðast virka mjög vel. Það er fagnaðarefni, og fara að missa úr böndunum farald þegar kortér er í bóluefni er að mínu viti glapræði. Það breytir því ekki að ríkisstjórnir verða að vera betur undirbúnar undir svona faraldra, og þetta ástand er/og verður víti til varnaðar.  

Virðingarfyllst, 

Jóhann

  
  

Johann Gizurarson (IP-tala skráð) 1.12.2020 kl. 13:15

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þakka þér tilskrifið Jóhann.

Ég veit ekki hvaðan tölurnar varðandi ofsabólgur barna koma. Væri áhugavert að vita það.

En hvað dánartíðni varðar þá byggir þessi 0,1% tala einfaldlega á mati WHO. Og þessi tala fer sífellt lækkandi. Einn af hverjum tuttugu þeirra sem leggjast á spítala eða veikjast illa hafa einhver einkenni sem vara í átta vikur, einn af hverjum fimmtíu einkenni sem vara í tólf vikur. Slík einkenni eru alþekkt varðandi aðra veirusjúkdóma líka.

Ef 60% Íslendinga myndu veikjast má ætla að 3-5000 þyrftu að leggjast á spítala. Á síðasta ári lögðust 25.000 manns á spítala hér. Væru viðkvæmustu hóparnir hins vegar verndaðir að 70-80 prósentum myndu kannski 1000 leggjast á spítala. Þetta er fjarri því að yfirkeyra heilbrigðiskerfið. Og ekki má gleyma því að afkastageta heilbrigðiskerfa er enginn fasti.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.12.2020 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband