Að bera sólskinið inn í húfunum

Við hverju bjóst maðurinn eiginlega? Hélt hann að veiran hyrfi ef allir yrðu skyldaðir til að hafa tusku yfir trantinum í búðum og fólk væri þvingað til að hírast í hnapp fyrir utan stórar verslanir í snjó og frosti til að uppfylla einhverjar kjánalegar fjöldatakmarkanir?

Hélt hann að með því að meina unglingum að mæta í skólann sinn, en húka þess í stað heima og falla æ dýpra í þunglyndi og kvíða, og banna íþróttir, myndi veiran hverfa?

Átti þessi náungi ekki að vera læknismenntaður? Og þarf ekki til. Þarf ekki einu sinni stúdentspróf til að gera sér grein fyrir jafn augljósri staðreynd og þeirri að bráðsmitandi sjúkdómur dreifir sér sama hvaða vitleysa er reynd til að bæla hann niður.

Þetta minnir á söguna af því þegar Bakkabræður reyndu að lýsa upp gluggalausa húsið sitt með því að bera sólskinið inn í húfunum sínum. Hjá þeim var þetta alltaf líka "alveg að verða búið".

Og á sama tíma ríkir alger þvermóðska gagnvart sjálfsögðum ábendingum um að gera hið augljósa: Vernda þá sem eru í raun í einhverri hættu, en láta aðra í friði.

Þess í stað er hamast við að bera á borð ósannindi á borð við að allir séu í gríðarlegri hættu, dánarhlutfallið sé tuttugu eða þrjátíufalt það sem það raunverulega er, og að veiran hverfi ef enginn fer út úr húsi.

Það er eiginlega ekki lengur hægt að kalla þetta bara heimsku. Þetta er einfaldlega hyldjúpt siðleysi.

 


mbl.is „Vísbendingar um að þetta sé að fara upp í veldisvöxt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er a.m.k. á hreinu að:

- Ekki er verið að fylgja leiðbeiningum WHO við viðbrögðum gegn heimsfaraldri

- Ekki er talað mikið um úrræði til að verja þá veikustu eða öldruðu. Það fer eiginlega bara ekkert fyrir þeirri umræðu þótt mistök á því sviði eru eiginlega einu ummerki "veldisvaxtar" á línuritum smita

- Ekki er talað mikið um afleiðingar sóttvarnaraðgerðir á ALLA þjóðfélagshópa

Geir Ágústsson, 27.11.2020 kl. 12:58

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála þér Þorsteinn.

Þetta er fyrir löngu síðan farið í algjöra vitleysu.

Og þeir sem reyna að benda á hið augljósa eru úthrópaðir af fólki

sem vitleysingar og öfgamenn.

Það er staðreynd að það eru fleiri sem láta lífið vegna þessara aðgerða

heldur en þeim sem er bjargað vegna Covid.

Algjör forheimska.

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.11.2020 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287269

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband