10.11.2020 | 13:30
Mikilvægt að horfa raunsætt á málið
Hér er um alveg nýja tegund bóluefnis að ræða, sem aldrei hefur verið notuð á fólk áður. Bóluefnið verkar þannig að það lætur frumur líkamans framleiða samskonar prótín og eru í veirunni. Næsta skref í þessu, eftir þriðja fasa tilraunir, er að rannsaka virkni og lengri tíma aukaverkanir á stórum hópi. Niðurstöður úr þeirri rannsókn koma eftir tvö ár. Fari bólusetningar í gang fljótlega er það á grundvelli undanþágu frá öryggisviðmiðum. Fólk þarf því sjálft að leggja mat á hvort það vill taka áhættuna. Fyrir þá sem eru í raunverulegri hættu vegna covid er það líklega vel þess virði, en fyrir ungt fólk gæti áhættan af lítt prófuðu bóluefni alveg verið umtalsvert meiri en hættan af pestinni, enda er ungt fólk í raun ekki í neinni hættu vegna hennar.
Hér er mjög upplýsandi grein um þetta sem ég hvet fólk til að kynna sér vel: Yes, the vaccine is really on its way
Vel í stakk búnir til að búa til þetta nammi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta erfðabreytt að einhverju leyti?
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 10.11.2020 kl. 13:45
Ekki hugmynd. En það mun vera svona sem þetta virkar. Skoðaðu endilega þessa grein. Hún er mjög upplýsandi og einnig hlutlaus.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.11.2020 kl. 13:56
Gamlir hvítir hanar sem rótast um í skíthaugnum ætla ekki í bólusetningu fyrsta kastið; „Hraustir ungir menn eins og ég og þú (blaðamaður) verðum látnir mæta afgangi. En því ber að halda til haga að bólusetningin gagnast einstaklingunum sem fá það en um leið samfélaginu í heild. Bólusetningin gagnast því einstaklingum númer eitt en fyrst og fremst er mikilvægt að hún verndar samfélagið,“ segir Kári.
Magnús Sigurðsson, 10.11.2020 kl. 14:45
Það sem mér finnst undarlegast er að sumir ljá máls á því að fórna lýðræðinu og skylda fólk í bólusetningu. Þessar samsæriskenningar um að breyta fólki í geimverur, sem maður hefur ekki tekið trúanlegar verða sennilegri í slíku ljósi. Nei, ætli þetta sé ekki sama ruglið í góða fólkinu, að svo mörgu megi fórna fyrir markmið þeirra. Það mun þó sennilega aldrei gerast, því vesturlönd byggja á svo góðum lýðræðisgrunni, að fólk myndi væntanlega ekki sætta sig við það.
Annars er það rétt, að margt hefur verið með ólíkindum í þessum faraldri, og hvað hann hefur haft mikil áhrif á stjórnkerfið. Það er vel hægt að bera þetta saman við Svínaflensuna 2009, þar sem viðbrögðin voru miklu minni.
Ingólfur Sigurðsson, 10.11.2020 kl. 21:51
Ég efast um að það sé löglegt að ætla að skylda fólk til bólusetningar. Það er ekki einu sinni skylda að fólk láti bólusetja börn sín jafnvel þótt bóluefnin sem þar eru notuð séu margreynd. Og sé það ekki skylda, hvað þá þegar um er að ræða nánast óprófað bóluefni.
En það vekur sannarlega ugg að heilbrigðisráðherra virðist gera sér í hugarlund að þetta sé möguleiki.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.11.2020 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.