Tilefnislausar hindranir?

Fyrst, nokkrar innlendar staðreyndir um kórónaveirufaraldurinn:

Samtals greind smit eru rétt tæplega fimm þúsund. Við getum reiknað með að raunveruleg smit séu tvöfalt fleiri, eins og þau voru í vor þegar mótefnarannsókn var gerð. Smitaðir séu því tíu þúsund.

Af þessum tíu þúsund hafa 256 þurft að leggjast á spítala. Það eru 2,5% þeirra sem smitast. Það er lágt hlutfall. Fjörutíu hafa þurft meðferð á gjörgæslu.

Af þessum tíu þúsund hafa 15 látist. Það er 0,15% dánarhlutfall. Það er lágt hlutfall. Helmingi lægra en það var í vor. Nánast allir sem hafa látist var aldrað fólk.

Nú eru að greinast fáeinir tugir smita á hverjum degi. Það kom kúfur þegar smit dreifðist um öldrunardeild LSH og var dreift um landsbyggðina líka. Að öðru leyti hefur útbreiðslan verið hæg og örugg.

Innlagnir á LSH á síðasta ári voru um 25 þúsund. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga á hverjum degi var rúmlega 600.

Samkvæmt minnisblaði forstjóra LSH sem skilað var um daginn ræður spítalinn við jafnvel svartsýnustu spár um smitfjölda. Þetta sagði forstjórinn líka í fjölmiðlum.

Af þessum staðreyndum má sjá að þær óhóflegu hindranir sem ríkisstjórnin kynnti fyrir helgi eru algerlega án nokkurs einasta tilefnis. Þær eru því ólögmætar. Fólki ber engin skylda til að hlýða þessum reglum.

Eina skynsamlega og mannúðlega leiðin til að fást við veiruna er að vernda þá sem viðkvæmir eru, en hvetja aðra til að lifa lífi sínu með sem eðlilegustum hætti. Þannig má lágmarka dauðsföll og heilsutjón til lengri tíma. Útbreiðslunni þarf að stýra þannig að álag á kerfið sé innan marka. En miðað við orð forstjóra LSH er jafnvel þarflaust að hafa áhyggjur af því.

Uppákoman á Landakoti sýnir hvað gerist þegar öfug leið er farin; ekki gætt að viðkvæmu hópunum en öll áherslan á að trufla líf þeirra sem ástæðulaust er að trufla. Það er kominn tími til að stjórnvöld geri sér grein fyrir skyldum sínum, að vernda líf og heilsu almennings, til lengri og skemmri tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda er Þórólfur búinn að vera með allt niðrum sig í þessum málum síðan síð sumars og í haust.

Kristján Birnir Ívansson (IP-tala skráð) 1.11.2020 kl. 15:00

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk

Benedikt Halldórsson, 1.11.2020 kl. 15:20

3 identicon

Samtals greind smit eru rétt tæplega fimm þúsund. Við getum ekki reiknað með að raunveruleg smit séu tvöfalt fleiri. Í vor þegar mótefnarannsókn var gerð var hún ekki blind. Frjáls mæting var og þeir sem höfðu greinst eða töldu sig helst hafa smitast mættu frekar en aðrir. Mótefnamælingin gaf því aðeins mynd af hlutfallinu hjá þeim sem höfðu smitast og vildu vita um mótefnamyndun sína eða töldu sig mögulega hafa á einhverjum tímapunkti smitast. Mótefnamælingin sýndi því að skimunin er að ná til nær allra smitaðra. Samtals greind smit eru rétt tæplega fimm þúsund og við getum því reiknað með að raunveruleg smit séu einhverjum örfáum fleiri.

Af þessum fimm þúsund hafa 256 þurft að leggjast á spítala. Það eru 5% þeirra sem smitast. Það er ekki lágt hlutfall. Fjörutíu hafa þurft meðferð á gjörgæslu. Smitist helmingur þjóðarinnar gera það 9.000 innlagnir og 1400 á gjörgæslu.

Af þessum fimm þúsund hafa 15 látist. Það er 0,3% dánarhlutfall. Það er ekki lágt hlutfall. Nánast allir sem hafa látist voru aldrað fólk, 60+, mæður og feður, ömmur og afar sem annars hefðu átt mörg ár eftir.

Nú eru að greinast tugir smita á hverjum degi. Það kom kúfur þegar smit dreifðist um öldrunardeild LSH og var dreift um landsbyggðina líka. Hópsmit á togurum, samkvæmum, jarðarförum, skólum og íþróttaviðburðum, Að öðru leyti hefur útbreiðslan verið hæg, örugg og vaxandi. Fólk virðist passa sig minna en í vor og stöðug fjölgun daglegra smita hefur kallað á sí hertar aðgerðir.

Innlagnir á LSH á síðasta ári voru um 25 þúsund. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga á hverjum degi var rúmlega 600. Í dag eru tæplega 70 inniliggjandi vegna covid sem þurfa meiri mannskap og einangrun frá öðrum sjúklingum. Því hefur þurft að skera niður fjölda inniliggjandi sjúklinga og draga úr aðgerðum.

Samkvæmt minnisblaði forstjóra LSH sem skilað var um daginn hefur spít­al­inn aðeins getu um­fram svört­ustu spár til að mæta þörf á gjör­gæslu­rým­um og önd­un­ar­vél­um, neyðarþjónustu. Spít­al­inn hefur ekki getu um­fram svört­ustu spár til að mæta þörf á innlögnum.

Af þessum staðreyndum má sjá að fullt tilefni er fyrir þeim hóflegu aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti fyrir helgi. Þær eru fullkomlega lögmætar. Fólki ber skylda til að hlýða þessum reglum og vera hluti af lausninni en ekki vandamálinu. Skili þessar hóflegu aðgerðir ekki tilætluðum árangri verða hertar aðgerðir boðaðar.

Eina skynsamlega og mannúðlega leiðin til að fást við veiruna er að vernda alla, og hvetja til að lifa lífi sínu með sem eðlilegustum hætti án þess að setja sig og aðra í hættu. Þannig má lágmarka dauðsföll og heilsutjón til lengri tíma. Útbreiðslunni þarf að stýra þannig að álag á kerfið sé innan marka og nýsmitum fari fækkandi. En miðað við orð forstjóra LSH er hætta á að annars takmarkist innlagnir við þá sem þurfa gjör­gæslu­rými og önd­un­ar­vélar, neyðarþjónustu.

Hvernig aðventan, jól og áramót verða veltur eingöngu á hegðun okkar næstu dagana.

Vagn (IP-tala skráð) 1.11.2020 kl. 18:17

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er vitað að ekki allir sem smitast eru greindir með smit. Mótefnamælingin í vor var gerð á tilviljanakenndu úrtaki. Niðurstöður hennar eru í samræmi við aðrar sambærilegar mælingar. Af þessum sökum er réttast að gera ráð fyrir að um tíu þúsund manns hafi smitast. Það gætu jafnvel alveg verið fleiri.

Þeir sem eru inniliggjandi núna vegna covid eru að mestu leyti þeir sjúklingar sem smituðust á spítalanum vegna kæruleysis stjórnenda þar. Það kæruleysi er ekki forsenda fyrir þeim gríðarlega íþyngjandi hindrunum sem nú hafa verið settar á.

Vegna þess hvernig veiran leggst ólíkt á fólk eftir aldri er alls ekki þörf á að vernda alla fyrir smitum. Það verður að einblína á að vernda þá sem eru í raun og veru í hættu. Því sé hitt reynt, eins og nú er, þvert á náttúrulögmálin, leiðir það til ótaldra hörmunga sem fyrst og fremst bitna á þeim sem standa höllustum fæti í samfélaginu og á börnum og ungmennum. Þess vegna eru núverandi aðgerðir stjórnvalda ekki aðeins misráðnar, þær endurspegla mjög djúpstæðan siðferðisbrest.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2020 kl. 18:35

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Fyrir mig sem siðfræðikennara væri mjög fróðlegt að fá nánari útskýringu á þessum meinta mjög djúpstæða siðferðisbresti stjórnvalda.

Kristján G. Arngrímsson, 1.11.2020 kl. 19:08

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hefur þú lesið skrif Giorgio Agamben Kristján? Það er áhugavert að skoða skrif hans og viðbrögð Zizeks. Þú getur fundið þetta á netinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2020 kl. 21:33

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

... það er gott að siðfræðikennarar setji sig inn í umræðuna um þessi mál. Og eiginlega stórfurðulegt að þeir sem eru að myndast við að kenna heimspeki við HÍ núna skuli ekki láta neitt í sér heyra. Ef einhvern tíma var þörf á siðfræðingum er það einmitt núna. Hvet þig eindregið til að kafa í þessi mál, gangi þér sem best með það.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2020 kl. 21:36

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

... en amk. hvað mig varðar, frá hinu siðferðilega sjónarhorni, þá virðist mér sem hér sé um að ræða einhverja blygðunarlausustu atlögu að hagsmunum lægstu stétta samfélagsins síðan rétt fyrir frönsku byltinguna. Ég leyfi mér að vitna hér í óbirta grein eftir Martin Kulldorff prófessor: "It is understandable that politicians focus on their own constituencies, but science is an international endeavor, and it is disturbing how pro-lockdown academics have taken a very nationalistic and narrow-minded approach, ignoring the terrible plight that lockdowns have on the poor in the developing world. Living day-to-day, lockdowns pulled the rug from in-under the poor, leading to thousands of children starving to death, and forcing people to walk for many days to reach their home village, some without arriving. My remaining words describing how some academics have thrown the working class, the inner-cities and the poor under the bus during this pandemic, while protecting themselves, are not printable in a respectable media outlet."

 

Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2020 kl. 21:49

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Vel mælt.

Spítalinn virðist aldrei tilbúinn í veirur haustsins, ekki einu sinni eftir að hafa haft marga mánuði til að undirbúa sig. Og enn skal lokað á menntun og atvinnutækifæri unga fólksins á meðan aðrir fá borgað fyrir að sitja fjarfundi í þægilegu skrifstofustörfunum sínum.

Geir Ágústsson, 2.11.2020 kl. 02:15

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veistu það Geir, að ég er sífellt að nálgast meir þá niðurstöðu, að nú sé einstaklingshyggjan, eða öllu heldur kannski sérhyggjan, að koma alvarlega í bakið á okkur. Mér finnst orð Kulldorffs lýsa þessu frekar vel. Kulldorff er einn höfunda Great Barrington yfirlýsingarinnar, sem furðulegt nokk er af mörgum reynt að kenna við frjálshyggju. En í raun og veru á hugsun þeirra miklu meira skylt við sósíalisma. Það skyldi þó aldrei fara svo að miðaldra "die-hard" frjálshyggjumaðurinn ég endi uppi sem sósíalisti eftir allt saman. Það væri svolítið fyndið.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.11.2020 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 287387

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband