28.10.2020 | 10:57
Hann Jói heldur áfram að stækka
Jói var átta ára. Foreldrar Jóa höfðu lengi haft af því áhyggjur að Jói væri alltaf að stækka. Þetta gerði að verkum að Jói litli varð sífellt matgráðugri og það þurfti alltaf að vera að kaupa á hann ný föt. Þau vonuðu samt alltaf að að því kæmi að Jói hætti að stækka. Nú var markmiðið að reyna að tryggja að Jói kæmist í jólafötin síðan í fyrra. Til þess var í gangi markvisst átak við að gefa Jóa eins lítið að borða og hægt var, því foreldrarnir álitu að það gæti dregið eitthvað úr vexti Jóa.
Morgunblaðið hafði komist á snoðir um þetta vandamál þarna á heimilinu og birti viðtal við foreldra Jóa. Hér eru fáein brot úr því:
"Hann stækkaði alveg óskaplega hratt þarna alveg fyrst eftir að hann fæddist, en svo virðumst við nú hafa náð utan um það og náð þessu niður bara strax."
"En svo tók þetta sig upp aftur fljótlega og það er ennþá mikil stækkun í gangi"
"Við veltum auðvitað fyrir okkur hvernig þetta verður um jólin. Það væri mikið til þess að vinna að bara með átaki að reyna að ná þessu niður og halda því þannig að hann komist nú í jólafötin."
Mun foreldrum Jóa takast að ná utan um stækkunina?
Kemst Jói í jólafötin?
Hvað svo?
Við fylgjumst spennt með.
Við erum ennþá á heiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágæt samlíking.
"Jón" á eftir að stækka fram yfir jól og fram undir vor.
Umgangspestar ágerast eftir því sem líður á veturinn.
Þannig hefur það alltaf verið sama hvað menn telja, reikna og spá.
Magnús Sigurðsson, 28.10.2020 kl. 14:05
Já, ég hugsa að við hinir einföldu alþýðumenn séum sammála um að Jói haldi líklega áfram að stækka fram undir tvítugt.
Nema náttúrulega að pillan úr myndinni "Honey, I shrunk the kids" komi fljótlega á markað
Þorsteinn Siglaugsson, 28.10.2020 kl. 14:20
Þetta er dæmisaga allra megrunarkúra.
Ragnhildur Kolka, 28.10.2020 kl. 22:03
Ég hvet fólk til að lesa fróðlega grein Valgerðar Andrésdóttur um bóluefni sem nýlega birtist á Vísindavef HÍ. Og athyglivert samhljóminn með nýlegri umfjöllun í Lancet: https://www.visir.is/g/20202030060d/telur-ad-fyrstu-bolu-efnin-verdi-lik-lega-o-full-komin
Þorsteinn Siglaugsson, 28.10.2020 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.