25.10.2020 | 01:18
Heimskuleg og hættuleg stefna!
Nýlega settu nokkrir helstu sérfræðingar heims í faraldursfræðum fram tillögur um að tekin yrðu upp skynsamleg viðbrögð við þessum faraldri, í stað óskynsamlegra. Þau mæltu með því að leggja megináherslu á að verja þá hópa sem eru í raunverulegri hættu vegna veirunnar, en láta aðra í friði.
Þessi skynsamlega stefna gengur auðvitað þvert gegn hinni heimskulegu og árangurslausu stefnu íslenskra sóttvarnaryfirvalda, sem snýst fyrst og fremst um að meina börnum að mæta í skóla og hindra að fólk geti lifað eðlilegu lífi.
"Þríeykið" vinsæla var líka auðvitað snöggt að vaða fram á ritvöllinn til að fordæma sér betra fólk, fólk sem hefur raunverulegan áhuga og getu til að fást við þetta ástand af skynsamlegu viti.
Við sjáum árangurinn. Skeytingarleysi og heimska veldur því, hvað eftir annað, að fólk sem veruleg hætta er á að deyi úr þessum sjúkdómi er látið smitast af honum. Í gær var það öldrunardeildin á Landakoti. Í dag er það Reykjalundur. Hvað verður það á morgun?
Hvenær átta stjórnvöld sig og taka boðvaldið af þessu liði?
10 með Covid-19 á Reykjalundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg rétt hjá þér Þorsteinn. Þetta var fyrirsjáanlegt. Hneykslunin er þó öll út af fílhraustum togarasjómönnum sem allir náðu að hrista pestina af sér.
Það verður að segjast að Íslendingar hafa einstakan hæfileika til að gera mikið veður út af engu á sama tíma og sífellt er litið framhjá því sem skiptir máli.
Ragnhildur Kolka, 25.10.2020 kl. 11:33
Mikið til í þessu Ragnhildur. Allt að ganga af göflunum vegna sjómannanna, en enginn gagnrýnir skeytingarleysi þeirra sem stýra spítalanum.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2020 kl. 11:38
""Þríeykið" vinsæla" - - sem minnir á nýlega fullyrðingu meginstraumsfjölmiðla um að Anthony Fauci sé vinsæll og virtur læknir - - ef almenningur og stjórnmálamenn gera sér ekki far um að rannsaka, rýna og athuga, þá endum við uppi á hanapriki vitleysunnar. (Má setja gæsalappir utanum gæsalappir?)
Guðjón E. Hreinberg, 25.10.2020 kl. 13:13
Hverjar eru reglurnar á Landakoti og Reykjaldundi? Er ekki grímuskylda og heimsóknarbann. Er ekki starfsfólk í sóttvarnarbúningum á Landakoti?
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 25.10.2020 kl. 14:22
Ætli þetta sé ekki bara lagt í hendur stjórnendanna, sem eru eflaust margir frekar kærulausir eins og sóttvarnirnar á kaffistofum spítalans sýna; meira um vert að geta sest niður og slúðrað en að passað sé upp á sjúklingana kannski?
Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2020 kl. 16:05
"You had one job" mætti segja við þá sem misstu veiru inn til þeirra veikustu. En sennilega var sama fólk að reyna uppfylla aðrar mótsagnarkenndar kröfur samtímis. Hafði þar með "many jobs", öll vanrækt.
Geir Ágústsson, 25.10.2020 kl. 22:32
Þorsteinn,
Athugasemd þín minnir mig á svolítið. Ég vann um skamman tíma á hjúkrunarheimili (sem handlangari, ef svo má segja). Þar var ung hjúkka á dagvöktum sem hafði þann siðinn á eftir hádegismat að horfa á sápuóperu í sjónvarpinu. Hún lét kalla oft á eftir sér ef hún var sest niður og varð sýnilega pirruð á öllu sem dró athygli hennar frá glápinu.
Þetta var manneskja sem hafði sótt sér menntun í aðhlynningu og fengið starf við hana, en fyrir henni var sápuóperan svo fastur hluti af dags"verkinu" að þessir blessuðu vistmenn ættu að halda sig hæga á meðan hún glápti.
Mér leið illa yfir þessu og var feginn að snúa mér til annarra starfa, hugsandi að kannski er betra að drepast en enda á svona aðhlynningu.
(En þessi manneskja var sem betur fer undantekningin. Annað starfsfólk sinnti vistmönnum af mikilli alúð og nærgætni.)
Geir Ágústsson, 26.10.2020 kl. 07:29
Já, ég hugsa að svona dæmi séu víða þótt eflaust sé mikill meirihluti starfsfólksins samviskusamur.
Ábyrgðin liggur hjá stjórnendum stofnananna. Og hún liggur auðvitað líka hjá yfirvöldum sóttvarna og ríkisstjórn, sem láta undir höfuð leggjast að setja skýrar og stífar kröfur um hvernig haga eigi þessum málum.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2020 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.