Hvet fólk til að skrifa undir

Hér er á ferðinni yfirlýsing sem samin er af nokkrum helstu farsóttasérfræðingum heims, sem hafa gert sér grein fyrir hvað nauðsynlegt er að gera til að sigrast á þeim hörmungum sem veirufaraldurinn er að valda.

Smitsjúkdómur sem hefur dreift sér um allan heim hverfur ekki með sífelldum árangurslausum tilraunum til að bæla hann niður. Slíkt hefur aldrei gerst í sögunni, vegna þess að það er óframkvæmanlegt. Hann hverfur aðeins nái nægilega margir ónæmi.

Kosturinn, ef kost skyldi kalla, við þennan faraldur er að sjúkdómurinn er hættulaus fyrir langflesta. Það gerir það mögulegt að einangra þá sem raunverulega eru í hættu meðan hann gengur yfir. Þannig er hægt að takmarka mjög fjölda dauðsfalla sé skipulegum aðgerðum beitt.

Ég hvet fólk eindregið til að lesa þessa yfirlýsingu. Ég efast ekki um að flestir sem það gera, og hafa einhvern skilning á málefninu, séu henni sammála. Því fleiri sem undirrita hana, því meiri eru líkurnar á að breytt verði um stefnu og gripið til aðgerða sem grundvallast á raunsæi og mannúð.

Yfirlýsinguna má finna hér: https://gbdeclaration.org

 


mbl.is Íslendingar á umdeildum undirskriftalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sá ekki með fréttinni yfirlýsinguna eða heimildir sem liggja að baki fréttinni. Aðra frétt las ég um að Sigmundur Davíð hafi verið meðal þeirra sem skrifuðu undir, en svo mun ekki vera? Það eru margar greinar að birtast nú sem taka undir þau sjónarmið sem fyrst birtust á blogginu í vor. Má það þakka fjölda greina sem þú og fleiri hafa skrifað í blöð.

Að það hafi verið allt of langt gengið í viðbrögðum og lokunaraðgerðum. Veiran var skæðari í byrjun sumars, en ef hér er um þriðju bylgju að ræða þá er hún ólík þeirri fyrstu og ekki eins skæð. Farvegur fyrir nýja hugsun og nálgun er að breytast þegar þegar vetur gengur í garð og smitin gjósa upp aftur og aftur.

Sigurður Antonsson, 8.10.2020 kl. 22:55

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk Sigurður. Ég er búinn að setja hlekkinn inn í færsluna. Það er rétt hjá þér að hann vantar í þessa frétt.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.10.2020 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband