20.9.2020 | 12:53
Er fulltrúi lyfjaiðnaðarins að missa tökin?
Það var athyglivert að heyra viðtalið við Víði Reynisson á RÚV í hádegisfréttum. Víðir sagði óvíst að gripið yrði til hertra aðgerða. Það sem sérstaklega vakti athygli var að hann talaði um að þörf fyrir slíkar aðgerðir yrði metin út frá raunverulegum alvarleika þeirra sýkinga sem nú væru að koma upp. Þetta er mjög mikilvægt, því ef byggja má á vísbendingum erlendis frá má búast við að alvarleiki nýrra sýkinga sé lítill.
Víðir hvatti fólk til að fara varlega. Það eina sem mér fannst skorta á var skýr hvatning til þeirra sem tilheyra viðkvæmustu hópunum að halda sig sem mest heima. En það kemur kannski á eftir.
Hér er sleginn tónn sem er í algerri andstöðu við háværar kröfur Kára Stefánssonar um lokanir og útgöngubönn.
Kannski skynsemin sé að ná yfirhöndinni og þeir sem þessum málum stýra farnir að átta sig á hversu varasamt það er að láta hagsmunaaðila stjórna aðgerðunum?
Hver veit?
Boða til upplýsingafundar aftur í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjá sól rísa? Eftir þrautagöngu og mótbyr virðist sem þeir sem haldið hafa uppi gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda séu að ná árangri. Margar góðar greinar eftir þig og Jón Magnússon á blogginu eru nærtækastar en einnig grein Gunnlaugs Jónssonar eðlisfræðings sem taldi að ríkisstjórnin hafi valið "mest íþyngjandi kostinn af tillögu læknis." Allar þessar greinar sýna lausnir sem vert væri að útfara, en ríkistjórnin sem segir að séu í vinnslu? Stjórnmálamenn eiga ekki alfarið að kasta ábyrgðinni á embættismenn sem nota rök sem eru hendinni næst.
Ríkisstjórnin virðist hafa valið lausnir síðasta mánuð þar sem ferðamaðurinn er hafður sem sökudólgur, en kjósendur máttu margir koma saman án þess að hafa grímur fyrir vitund á t.d. veitingastöðum. Endurtekin mistök í Englandi og Danmörku sýna að þolraun Svía er að skila árangri meðan hinir eru með skyndilausnir frá degi til dags.
Sigurður Antonsson, 20.9.2020 kl. 14:42
Já Sigurður, það skyldi þó aldrei vera að umræðan nái að hola eitthvað steininn. Við skulum vona það.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.9.2020 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.