Teningnum kastað

Demókratar hafa nú kastað teningnum. Bréf Trumps og viðbrögðin við því sýna glöggt hvaða áhætta tekin er með þessu teningakasti, og hversu líklegt er að vopnið sé búmerang sem hittir árásarmennina sjálfa fyrir.

Hvað sem mönnum kann að finnast um Trump, er öllu bærilega skynsömu fólki, sem ekki hefur brenglaða dómgreind af hatri, ljóst, að ákærurnar standa á afar veikum grunni: Auðvelt er að skýra þær athafnir sem ákært er fyrir sem eðlilegar og sjálfsagðar. Þetta sést glöggt þegar bréf forsetans er lesið.

Að vissu leyti minnir þessi vegferð á Landsréttarmálið gegn Geir Haarde, sem allir sem þátt áttu skammast sín nú fyrir niður í tær. Munurinn er að athafnir Geirs fyrir hrun miðuðu ekki að því að afhjúpa spillingu og kúgunartilburði stjórnmálamanns, líkt og samskipti Trumps við forseta Úkraínu.


mbl.is Söguleg atkvæðagreiðsla á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mér finnst oft að Bandaríkjamenn séu sínir helstu óvinir hversu ótrúlegt sem það hljómar!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.12.2019 kl. 10:09

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það má kannski segja það. Þetta er eitthvað svo örvæntingarfullt allt saman - og ég fer ekki ofan af þeirri samsæriskenningu, ef hægt er að tala um að einn maður geri samsæri með sjálfum sér, að Trump sjálfur hafi unnið að því á bak við tjöldin að nákvæmlega þetta gerðist. Því það verður svo sannarlega hann einn sem græðir eitthvað á öllu bröltinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.12.2019 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband