Sanngjarnar bætur?

Þetta orðalag er ekki aðeins móðgun við fólkið sem reynir nú að sækja rétt sinn eftir að gerspillt ríkisvald eyðilagði líf þess.

Það er einnig móðgun við sanngirnishugtakið sjálft.

Hvers vegna segir ekki forsætisráðherra bara það sem hún er að meina? Hún sé tilbúin að semja um lágar bætur. Því það sem boðið hefur verið er svo fjarri því að vera sanngjarnt. Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess að það er ekki í neinu samræmi við fyrri niðurstöður dómstóla í slíkum málum.

Þetta er sambærilegt við að vinnuveitandi ráði til starfa mann í tvo daga og greiði honum 50 þúsund á dag. Síðan ráði hann annan mann í mánuð, en þegar sá vilji fá sömu laun á dag sé því svarað til að hann fái bara 10 þúsund á dag því launin verði nú að vera sanngjörn!

Með þessu hefur nú Katrín Jakobsdóttir endanlega opinberað sig, ekki aðeins sem hræsnara, heldur einnig sem fífl. 


mbl.is Ríkið „tilbúið að semja um sanngjarnar bætur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úr bréfi Umboðsmanns Alþingis til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í tilefni af Landsréttarmálinu:

"Stjórnvöld eru í störfum sinum og athöfnum bundin af lögmætisreglunni. Í stjórnsýsluréttinum hefur verið byggt á því að lögmætisreglan geti skipt máli við framgöngu stjórnvalds sem er í stöðu aðila í dómsmáli við mótun og framsetningu á kröfum og málsástæðum. Stjórnvald hafi með öðrum orðum ekki sama frelsi og einkaaðili til að setja fram kröfur og málsástæður heldur verði það að gæta þess við mótun þeirra að virða gildandi rétt, eins og honum er framfylgt af stjórnvöldum, og leitast við að framfylgja vilja löggjafans, eins og viðkomandi stjórnvald skilur hann. (Sjá til hliðsjónar: Karsten Revsbech: Forvaltningsret. Almindelige emner. 5. útg. Kaupmannahöfn 2009, bls. 379-380.) Á það hefur líka verið bent að stjórnvald þurfi sem aðili að dómsmáli að gæta að hlutlægni í málatilbúnaði sinum og sé þar í áþekkri stöðu og ákæruvald í sakamálum. (Bent Christensen: Forvaltningsret - prøvelse. Kaupmannahöfn 1994, bls. 34.) Í samræmi við þetta þurfa stjórnvöld, í lagalegum ágreiningi, að fara fram á grundvelli málsforræðisreglunnar að gættum þessum sjónarmiðum. Hvað þetta atriði varðar beinist eftirlit umboðsmanns Alþingis sem endranær að því að stjórnvöld starfi í samræmi við lög og því að tryggja rétt borgaranna gagnvart þeim."

Héraðsdómur Reykjavíkur 4. júlí 2018 í máli nr. E-2174/2017:

“7. Við gæslu hagsmuna ríkisvaldsins eða einstakra þátta þess í skiptum við almenna borgara getur það ekki verið hlutverk stjórnvalda að leita allra leiða eða beita öllum brögðum til að fá sýknu fyrir hið opinbera eða til að fá málum vísað frá dómi. Þeim sem falið er að koma fram fyrir hönd ríkisvaldsins í dómsmáli er ekki tækt að verjast með öllum sömu ráðum og einkaaðilum. Þeim sem fara með opinbert vald eða sem falið er að gæta hagsmuna hins opinbera er trúað fyrir hlutverki sem þeir verða að sinna í almannaþágu og af virðingu fyrir skyldu sinni til að stuðla að réttmætri niðurstöðu. Þar getur tilgangurinn ekki helgað meðalið. …”

Guðmundur Ásgeirsson, 20.9.2019 kl. 13:33

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Góð ábending Guðmundur. En það virðist sama hvað dómstólar segja, siðferðisstigið er þarna og verður það væntanlega áfram. Og athugum að þetta er ekki bara embætti ríkislögmanns sem þarna er að ganga fram með þessum hætti. Það er líka forsætisráðuneytið og þar með, hlýtur maður að álykta, forsætisráðherrann sjálfur, sem fyrir skömmu var í hræsni sinni að þykjast biðja þetta blessaða fólk afsökunar á framgöngu ríkisvaldsins gagnvart því. Svei attan!

Þorsteinn Siglaugsson, 20.9.2019 kl. 14:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki eina málið þar sem ríkið hafnað bótaskyldu þó brot þess liggi ljós fyrir. Til dæmis liggur fyrir dómur Hæstaréttar Íslands þess efnis að reglur um neytendalán hafi verið rangt innleiddar þannig að í stað þess að skylda lánveitendur til að upplýsa um kostnað vegna verðtryggingar hefði þeim beinlínis verið leyft að halda honum leyndum fyrir neytendum. Ófullnægjandi innleiðing á Evrópureglum veldur bótaskyldu ríkisins samkvæmt ítrekuðum niðurstöðum EFTA dómstólsins og Evrópudómstólsins. Samt neitar ríkislögmaður bótaskyldu í málinu. Hann heldur því líka fram að reglurnar hafi ekki gilt um húsnæðislán þó ríkið hafi sjálft ákveðið að útvíkka gildissvið þeirra til húsnæðislána um síðustu aldamót.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.9.2019 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 287303

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband