Til hvers er þingið?

Maður veltir því alvarlega fyrir sér hvaða tilgang Alþingi hefur. Þinginu er ætlað að fara með löggjafarvaldið, en í raun er það ríkisstjórnin sem fer með það. Frumvörp eru útbúin í ráðuneytum og yfirleitt samþykkt óbreytt eða lítið breytt af þinginu. Miðað við þær fréttir sem berast af Alþingi virðist meginverkefni þess vera að rífast um þingsköp og fundarstjórn forseta og reyna að leysa úr klemmum sem upp koma vegna þess að þingsköpin virka ekki þegar einhverjir þingmenn eru nógu óforskammaðir til að taka mál í gíslingu.

Er ekki bara réttast að leggja Alþingi niður, en setja þess í stað á fót nefnd nokkurra lögfræðinga til að yfirfara og betrumbæta frumvörpin sem koma frá ráðuneytunum? Kjósa svo einfaldlega pólitískan forseta líkt og í Bandaríkjunum og Frakklandi, sem skipar ríkisstjórn?

En svo mætti líka halda Alþingi, en í stað þess að seta þar væri fullt starf væri það ólaunað. Þingið kæmi saman í einn mánuð á ári og gæti þá beint eigin tillögum og frumvörpum til ríkisstjórnar til framkvæmdar - nú eða bara látið sér nægja að rífast um þingsköp og fundarstjórn forseta.

Eða finnst engum öðrum þetta hálf óskilvirkt fyrirkomulag?


mbl.is Sprautaði vatni á þingvörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég er alltaf að benda á þessa leið í mínu stjórnlagaþings-bloggi:

"Er ekki bara réttast að leggja Alþingi niður, en setja þess í stað á fót nefnd nokkurra lögfræðinga til að yfirfara og betrumbæta frumvörpin sem koma frá ráðuneytunum?

Kjósa svo einfaldlega pólitískan forseta líkt  og Frakklandi,

sem skipar ríkisstjórn?".

Jón Þórhallsson, 6.6.2019 kl. 19:40

2 identicon

Sæll Þorsteinn.

Mér hefur lengi fundist að kjör til
Alþingis ætti að fara fram með öðru
móti en nú er.

Hef frekar strykst í þeirri trú heldur en hitt
því brestir eru meiri og alvarlegri en ég hef
áður séð.

Ég tel að kjósa ætti 33 þingmenn í það mesta til
þings; forval og síðan atkvæðaseðill með 33 nöfnum.

Laun skyldu ráðast af lægsta strípaða taxta Eflingar
og þar með allt upptalið hvað laun varðar og greiðslur.

Starfið mætti líta sem sérstakan heiður hverjum sem til
þess veldist og þjónustu í þágu lands og þjóðar.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.6.2019 kl. 20:05

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir ábendingarnar piltar.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.6.2019 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287343

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband