5.6.2019 | 22:29
Skattlagningin er stóra vandamálið
Útborguð laun eru eitt. Heildarlaun eru annað. Það kom fram í sjónvarpsfréttum rétt í þessu að launatengd gjöld hafa hækkað um 60% frá aldamótum. Tekjuskattshlutfall hefur einnig farið hækkandi.
Þetta skiptir miklu um samkeppnishæfni atvinnulífsins. Og í hvað fara þeir fjármunir sem renna til opinberra aðila? Vissulega fer stór hluti þeirra í grunnþjónustu. En allt of mikið fer einnig í verkefni sem eru óþörf og/eða illa stjórnað. Milljörðum er dælt í ríkisreknar sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Opinberum stofnunum fjölgar og sífellt stærri hluti vinnuaflsins situr á skrifstofum hins opinbera við iðju sem gjarna er vafasamt að skili samfélaginu neinum ávinningi.
Fjárfestingar á borð við að henda tugum eða hundruðum milljarða í svonefnda borgarlínu, með það að markmiði að auka notkun strætisvagna úr 8% í 12% ferða á höfðuborgarsvæðinu, sem engu máli skiptir, virðast renna í gegn án athugasemda.
Og grunnþjónustan sjálf er gríðarlega illa rekin. Besta dæmið er heilbrigðiskerfið. Öllum er ljóst að vandi Landspítalans liggur að stærstum hluta í því að aldraðir sjúklingar hírast inni á spítalanum vikum og mánuðum saman, en ættu í raun réttri að vera á hjúkrunarheimilum. Og hvernig er brugðist við þessum vanda? Jú, það er gert með því að sóa hundruðum milljarða í nýbyggingar í gamla miðbænum, á vitlausasta hugsanlega staðnum, í stað þess að fjárfesta í hjúkrunarheimilunum sem raunverulega er þörf fyrir.
![]() |
Launakostnaður hár í takt við lífsgæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 287960
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.