Málflutningurinn segir það sem segja þarf

Þegar málflutningur þingmanns gagnvart alvarlegu siðferðilegu álitamáli snýst um það eitt að forðast málefnalega umræðu, en reyna þess í stað að gera lítið úr þeim sem meðhöndla vilja málið af þeirri alvöru sem því ber, segir það aðeins eitt: Slíkum þingmanni er ekki treystandi til að taka ákvarðanir um slíkt mál!

Ég hugsa að þingið eigi eftir að bíta úr nálinni með þetta mál. Hér er gengið svo freklega gegn siðferðisvitund almennings að annað eins hefur sjaldan sést. Álit aðila á borð við Siðfræðistofnun HÍ er hunsað, tilraunir annarra þingmanna til að koma málinu í skynsamlegri farveg eru hunsaðar, og svo er vaðið fram með svo fordæmalaust og ábyrgðarlaust heimskuþvaður að manni blöskrar.

Það kæmi mér ekki á óvart að þetta yrði upphafið að djúpstæðum og langvinnum deilum um fóstureyðingar í samfélagi okkar.


mbl.is Kristján ekki á fermingaraldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

"Það að hlusta hér á miðaldra karl­menn sem ætla að skammta kon­um úr hnefa rétt­indi er óþolandi..."

Það er ekki verið að skammta konum réttindi heldur er verið að verja réttindi hins ófædda barns.

Aztec, 13.5.2019 kl. 22:37

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er nákvæmlega það sem þetta mál snýst um; að gaumgæfa af alvöru hver réttindi hins ófædda barns eru og taka ákvörðun út frá því.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2019 kl. 22:50

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tek 100% undir þetta og ummæli "Aztec"........

Jóhann Elíasson, 14.5.2019 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband