Aukinn launakostnaður þýðir hærra verð

Þegar launakostnaður eykst mikið hlýtur vöruverð að hækka. Hvort það gerist fyrr eða seinna skal ósagt látið, en á endanum verður það niðurstaðan.

Það þýðir einfaldlega ekkert að loka augunum fyrir þessum áhrifum.

Ef semja á þannig að launabreytingar fari ekki út í verðlag þarf að semja um mjög hóflegar launahækkanir. Hóflegar eru hækkanir sem hafa lítil áhrif á rekstur fyrirtækja. Þessar hækkanir eru ekki hóflegar. Það að bera niðurstöðuna saman við upphaflegu kröfurnar er alveg merkingarlaust: Hækkanirnar hafa umtalsverð áhrif á launakostnað fyrirtækja í matvælaframleiðslu. Því leiða þær til verðhækkana.


mbl.is „Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvers vegna lækka þá ekki verð þegar launakostnaður lækkar og hvers vegna hækka þau oft og ítrekað þó svo að launakostnaður standi í stað?

Það virðist þýða alvega ágætlega fyrir marga seljendur að loka augunum fyrir þessum meintu áhrifum í þeim tilvikum sem það hentar þeim.

Og hvað með hagnað af atvinnurekstri? Hvers vegna hækka laun ekki þegar hagnaður eykst. Það væri fróðlegt að fá skýringu á þessu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.4.2019 kl. 13:46

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég man ekki til þess að laun hafi nokkurn tíma lækkað í kjarasamningum. Eins og við vitum báðir eru laun ekki eini kostnaður fyrirtækja og því hækkar stundum verð þegar aðrir kostnaðarliðir hækka þótt ekki sé um launabreytingar að ræða. Verð á aðföngum og gengi krónunnar eru til dæmis mikilvægar breytur. Eins og við vitum breytist verð á sumum vörum eftir verði aðfanga, til dæmis bensínverð sem er háð olíuverði og gengi og hækkar eða lækkar í takt við breytingar á þessum þáttum.

Hvers vegna hækka laun ekki þegar hagnaður eykst (og lækka þá þegar hagnaður minnkar)? Ég átta mig ekki alveg á þessari spurningu. Laun eru yfirleitt umsamin til lengri tíma fyrirfram en breytast ekki eftir á. Þó eru dæmi um að launaaukar séu tengdir hagnaði fyrirtækja, t.d. í fjármálafyrirtækjum. Þetta er hins vegar undantekning. Ég efast um að margir launþegar myndu sætta sig við að laun þeirra sveifluðust með hagnaði fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.4.2019 kl. 15:02

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þá vefst það allavega ekki fyrir þér að samsinna því, að margumræddar ofurhækkanir Kjararáðs hafi hleypt illu blóði í almenna launþega og hafi því í raun og veru verið helsta ástæða þeirrar hringekju sem nú virðist vera komin af stað?

Jónatan Karlsson, 23.4.2019 kl. 01:10

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hækkanir Kjararáðs voru reyndar engar ofurhækkanir. Vandamálið var að í stað þess að breyta launum nokkurn veginn jafnt og þétt voru þau hækkuð seint og þá mikið í einu. Það gripu áróðursmenn á lofti og tókst að blekkja fólk til að trúa því að um ofurhækkanir væri að ræða.

Kjararáð fór klaufalega að ráði sínu með því að leggja vopnin í hendur áróðursmanna og sá klaufaskapur er eitt af því sem ýtti hringekjunni af stað.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2019 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband