20.8.2018 | 09:48
Íslendingar mega ekki hagnast
Vandinn liggur í því að ráðuneytið eða ráðherrann lætur sér í léttu rúmi liggja þótt útlendingar hagnist á því að veita heilbrigðisþjónustu, en séu líkur til að samlandar þeirra hagnist á því verður að hindra það með öllum ráðum.
Þótt það kosti ríkið meiri útgjöld og kosti sjúklinga jafnvel heilsuna eru það smámunir samanborið við ávinninginn af því að koma í veg fyrir að íslenskir læknar hagnist á starfi sínu.
![]() |
Dýrasta lausnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er siðferðislega réttlætanlegt að einhver geti hagnast á því ef þú veikist eða slasast?
Er það nokkuð skárra en ef þú mættir kaupa brunatryggingu á hús nágranna þíns?
(Sem vel að merkja þurfti allmargar íkveikjur til að yrði bannað á sínum tíma.)
Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2018 kl. 14:38
Er siðferðilega réttlætanlegt að einhver geti hagnast á því að veita fólki heilbrigðistþjónustu, spyrð þú.
Ég spyr þá á móti, er siðferðilega réttlætanlegt að einhver geti hagnast á því að selja fólki mat?
Ég held að samlíkingin sýni glöggt hversu kjánaleg spurning þín er.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.8.2018 kl. 19:17
Ef þú værir meiddur eða veikur og hefðir ekki efni á því að uppfylla arðsemiskröfur eiganda heilbrigðisþjónustunnar, myndi þér ekki þykja spurningin kjánaleg.
Sama á við ef þú værir sveltandi vegna þess að þú hefðir hefðir ekki efni á að uppfylla arðsemiskröfur matvörukaupmanna.
En vonandi stendur þú ekki frammi fyrir slíkum vandamálum í þínu lífi og ég óska þér þess að svo verði aldrei.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2018 kl. 19:27
Ég verð nú að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hvert þú ert að fara. Þú virðist sumsé telja að það sé siðferðilega rangt að fólk hafi einhvern afrakstur af vinnu sinni, hvort sem hún felst í að veita heilbrigðisþjónustu eða selja matvöru. Það er ákaflega einkennileg skoðun og ég sé ekki með hvaða hætti þú getur rökstutt hana.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.8.2018 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.