Markmiðið er ekki að tryggja góð lífskjör

Markmið hávaðaseggjanna í verkalýðshreyfingunni er alls ekki að tryggja umbjóðendum sínum góð lífskjör.

Markmiðið er þríþætti:

1. Að rýra lífskjör þeirra sem hafa það betra en þeir sjálfir, til að fullnægja eigin öfund.

2. Að eiga í kjarabaráttu, þ.e. setja fram hótanir og efna til verkfalla, ekki vegna þess að það bæti lífskjör, heldur vegna þess að þeir hafa bitið í sig að hlutverk verkalýðsfélaga sé kjarabarátta, ekki bætt lífskjör.

3. Og þetta er mikilvægast: Að vekja athygli á sjálfum sér og njóta athyglinnar.


mbl.is Horfi í fleira en krónur við kjarasamningagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða hávaðaseggi ertu að meina? Það er ekki beinlínis málefnalegt að gera öðrum upp afstöðu með nafnlausum aðdróttunum. Er það kannski gert til að vekja athygli á sjálfum sér?

Ég kannast ekki við að hafa heyrt neinn verklýðsleiðtoga mæla fyrir því að rýra lífskjör nokkurs manns, þvert á móti. Sé það þó raunin máttu gjarnan leiðrétta mig (og vísa til heimildar).

Ekki kannast ég heldur við að hafa heyrt neinn verkalýðsleiðtoga mæla fyrir verkföllum sem æskilegum, en aftur á móti eru þau lögboðin leið til að berjast fyrir betri kjörum. Ef þú veist um betri leið væri fróðlegt að vita hver sú leið er og þú ættir þá kannski að beita þér fyrir því að hún verði fest í lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Ummæli þín um verkföll gefa jafnframt tilefni til að benda á að leiðtogar verkalýðsfélaga hafa ekkert vald til að taka ákvarðanir um vinnustöðvanir heldur fara félagsmenn sjálfir með það vald (launþegarnir).

Sennilega væri mun gagnlegra en þetta að fjalla um efni fréttarinnar og þeirrar skýrslur sem þar um ræðir, hún virðist hafa ýmislegt merkilegt að geyma sem ég ætla að kynna mér vel.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2018 kl. 18:11

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að allir sem hafa fylgst með fréttum viti hvaða hávaðaseggi verið er að tala um. Málflutningur margra þeirra snýst um að koma með einhverjum hætti í veg fyrir að fólk fái laun umfram eitthvað sem þeir virðast tilbúnir að sætta sig við. Það snýst um að rýra lífskjör sumra. Margir þeirra hafa einnig hvatt til verkfalla, sett fram kröfur sem öllum með heila hugsun er fullljóst að eru algerlega óraunhæfar. Tilgangur þess er að efna til ófriðar og vekja athygli á þeim sjálfum.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.8.2018 kl. 22:20

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég fylgist með fréttum og hef ekki heyrt neinn innan verklýðshreyfingarinnar tala fyrir því að koma í veg fyrir kjarabætur umfram eitthvað sem honum þykir æskilegt.

Aftur á móti hef ég heyrt slíkar yfirlýsingar ítrekað að undanförnu frá fjármálaráðherra.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2018 kl. 22:34

4 identicon

Sæll Þorsteinn - sem og aðrir gestir, þínir !

Þorsteinn !

Því miður: eru dagar uppgjörsins við valdastéttina löngu upp runnir.

Reyndu ekki - að þyrla upp rykinu / í þín eigin augu né annarra, Þorsteinn minn.

Íslenzka sjálftöku liðið: má raunar þakka fyrir, að hljóta ekki sömu örlög, og Loðvík XVI. Frakkakonungur og hirð hans, á síðustu áratugum 18. aldarinnar: þér, að segja.

Tími til kominn - að láta hart mæta hörðu, í orðanna fyllstu merkingu, hérlendis.

Minni þig á: sem aðra, að gætu Íslendingar sameinast um, að mynda eins sterkt fyrirmyndarríki, og Chiang Kai- shek heitnum tókst austur á Taíwan, með Kínverska Lýðveldinu, væru framtíðarhorfur almennings hér á landi mun skaplegri, en nú er útlit fyrir, þessi misserin.

   Myndaniðurstaða fyrir chiang kai shek

Chiang Kai- shek (1887 - 1975), Herstjóri: og einn fremsti hugmyndafræðingur Kúómingtang hreyfingarinnar austur í Kína, og svarinn fjandmaður Maó´s Tse- tungs, og hans illræðis hyskis.

Guðmundur !

Vitaskuld: þurfa landsmenn að standa í fæturna, á komandi tímum, í viðureigninni við þau öfl, sem eru að splundra samfélaginu, að öllu óbreyttu - og láta kné fylgja kviði:: rösklega !

Með beztu kveðjum. sem oftar og áður, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2018 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287258

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband