Íslendingar mega ekki hagnast

Vandinn liggur í því að ráðuneytið eða ráðherrann lætur sér í léttu rúmi liggja þótt útlendingar hagnist á því að veita heilbrigðisþjónustu, en séu líkur til að samlandar þeirra hagnist á því verður að hindra það með öllum ráðum.

Þótt það kosti ríkið meiri útgjöld og kosti sjúklinga jafnvel heilsuna eru það smámunir samanborið við ávinninginn af því að koma í veg fyrir að íslenskir læknar hagnist á starfi sínu.


mbl.is Dýrasta lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er siðferðislega réttlætanlegt að einhver geti hagnast á því ef þú veikist eða slasast?

Er það nokkuð skárra en ef þú mættir kaupa brunatryggingu á hús nágranna þíns?

(Sem vel að merkja þurfti allmargar íkveikjur til að yrði bannað á sínum tíma.)

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2018 kl. 14:38

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er siðferðilega réttlætanlegt að einhver geti hagnast á því að veita fólki heilbrigðistþjónustu, spyrð þú.

Ég spyr þá á móti, er siðferðilega réttlætanlegt að einhver geti hagnast á því að selja fólki mat?

Ég held að samlíkingin sýni glöggt hversu kjánaleg spurning þín er.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.8.2018 kl. 19:17

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þú værir meiddur eða veikur og hefðir ekki efni á því að uppfylla arðsemiskröfur eiganda heilbrigðisþjónustunnar, myndi þér ekki þykja spurningin kjánaleg.

Sama á við ef þú værir sveltandi vegna þess að þú hefðir hefðir ekki efni á að uppfylla arðsemiskröfur matvörukaupmanna.

En vonandi stendur þú ekki frammi fyrir slíkum vandamálum í þínu lífi og ég óska þér þess að svo verði aldrei.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2018 kl. 19:27

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég verð nú að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hvert þú ert að fara. Þú virðist sumsé telja að það sé siðferðilega rangt að fólk hafi einhvern afrakstur af vinnu sinni, hvort sem hún felst í að veita heilbrigðisþjónustu eða selja matvöru. Það er ákaflega einkennileg skoðun og ég sé ekki með hvaða hætti þú getur rökstutt hana.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.8.2018 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 287296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband