15.1.2016 | 15:41
Tilgangslausar þrengingar
Annað ágætt dæmi um afrek þessa fólks eru járnstautarnir sem reknir voru niður við gatnamót Hofsvallagötu og Hringbrautar fyrir ekki svo löngu síðan. Í stað þess að þeir sem koma norður Hofsvallagötu geti nú sveigt yfir á hægri akrein til að beygja austur Hringbraut er nú yfirleitt samfelld bílaröð frá Melabúðinni og að gatnamótunum á álagstímum, með tilheyrandi töfum og mengun. Opinbera afsökunin mun vera sú að handan járnstautanna sé hálfköruð hjólabraut. Aldrei hef ég séð neinn hjóla þar og á þó leið þarna um á hverjum degi. Það breytir heldur engu fyrir hjólreiðamenn hvort þeir þurfi að fara upp á gangstéttina tíu metrum fyrr en ella, því á Hringbrautinni er auðvitað engin hjólabraut.
Það er ekki gott þegar einstaklingar haldnir ofsafenginni andúð á bifreiðum fá það hlutverk að skipuleggja samgöngur í borginni. Það á ekki að velja fólk til slíkra starfa sem er ófært um annað en reyna í sífellu að troða eigin skoðunum eða lífsstíl upp á samborgara sína. Þess háttar einstaklingar hafa ekki þroska til að fara með pólitíska ábyrgð.
![]() |
Ofbeldi gegn bílum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé nú ekki tilganginn með fjórum akreinum á þessum hluta Grensásvegar.
Emil Hannes Valgeirsson, 15.1.2016 kl. 15:59
Ekki aldeilis tilgangslaus þrenging þarna. Staurarnir loka heilli akrein, svo eftir er aðeins ein; fyrir hægri beygju, beint áfram og vinstri beygju af Hofsvallagötu í norðurátt.
Afleiðingin er augljós; umferðarstífla sem blæs "heilnæmum" útblæstri að íbúum nágrennisins sem eru varnarlausir heima hjá sér. Hjólandi hafa svo vit á því að halda sig á gangstéttinni og geta forðað sér - eíns og áður.
Kolbrún Hilmars, 15.1.2016 kl. 17:28
Málið snýst ekki um að ákveða hvort þarna eigi að vera fjórar eða tvær akgreinar, Emil. Það snýst um hvort eyða eigi tvö hundruð milljónum í að þrengja götuna án þess að það þjóni neinu öðru markmiði en duttlungum tiltekinna borgarfulltrúa.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2016 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.