Breytir auðvitað öllu

Það breytir auðvitað öllu þegar farið verður að gefa einkunnir í bókstöfum í stað tölustafa. Og vitanlega liggur alveg í augum uppi að þessi breyting verður til að stórauka samræmi í einkunnagjöf. 

Það verður í rauninni ekki lengur nein þörf á samræmdum prófum - það nægir að nota bara samskonar tákn og notuð eru í samræmdum prófum. Þá líta ósamræmdu prófin út fyrir að vera samræmd og allir verða ánægðir.

Að síðustu skora ég á ráðuneytið að upplýsa um fjölda vinnustunda og kostnað sem liggur að baki þessari stórmerku og stefnumarkandi ákvörðun.


mbl.is Einkunnir verða gefnar í bókstöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

sjaldan er ég sammála þér Þorsteinn, en nú er ég það svo sannarlega. Bókstafirnir gefa ekkert meiri möguleika með einkunnargjöf en tölustafir. Það er ekki erfiðara að búa til skilgreiningar á bak við tölustafi nema hvað þeir gefa miklu meiri möguleika en bókstafir. 

En á bak við allar einkunnir eru alltaf einhverjar tölulegar stærðir og enn hef ég ekki séð töflureiknir sem notar bókstafi. Þannig að innan tíar mun þessu verða breytt aftur.

Kristbjörn Árnason, 28.6.2015 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband