12.6.2015 | 15:37
Og hvað með það?
Þórunn Sveinbjarnardóttir á ekki að þurfa að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með lögum á verkfall þegar hún sat á þingi fyrir ríkisstjórnarflokk. Þá var hún þingmaður og bar að gæta heildarhagsmuna. Nú er hún formaður BHM og ber að gæta hagsmuna síns félags.
Mikið væri nú ánægjulegt að vera laus við svona "fréttamennsku".
Studdi lagasetningu fyrir 5 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert óeðlilegt að slíkt komi fram í fréttum. Og væri ekki eðlilegt að Þórunn einmitt benti á að hún væri að sinna ólíkum hagsmunum, frekar en að koma með afsökun í þá átt að aðstæður væru öðruvísi nú?
Er það hættulegra að ekki sé hægt að fljúga til eða frá landinu, en að ekki sé vel starfhæft heilbrigðiskerfi?
Hvorugt gott, en má ekki segja að lagasetning sé réttlætanleg í báðum tilfellum?
G. Tómas Gunnarsson, 12.6.2015 kl. 17:49
Ég er kannski svona gamaldags, en mér finnst að fréttir eigi að snúast um að miðla til lesenda upplýsingum sem skipta máli, en ekki einhverju þrasi um hver hafi sagt hvað hvenær.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2015 kl. 17:53
Ja, ég er nú það gamaldags að mér finnst sagan og gerðir og orð einstaklinga í gegnum tíðina skipta máli og jafnvel vera fréttnæmar.
Ekki það að öllum er frjálst að skipta um skoðun. En það er ekkert óeðlilegt að slíkt komi fram og jafnvel hvað hefur ollið sinnaskiptunum.
G. Tómas Gunnarsson, 12.6.2015 kl. 19:14
Já, við erum þá vonandi bara báðir nógu gamaldags til að geta verið ósammála um þetta í góðu
Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2015 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.