Líkið

Það er athyglivert að blaðamaður skuli setja gæsalappir utan um orðið lík í þessu samhengi. Hvers vegna ætli það sé? Ætli hugmyndin sé að fá lesendur til að ímynda sér að lík fósturs sé ekki raunverulegt lík? Ætli það séu þá ekki fleiri en þeir aðilar sem tilgreindir eru í fréttinni sem láta frá sér ónákvæmar upplýsingar?

Hér á landi er starfræktur sérstakur grafreitur fyrir fóstur. En aðgang að honum fá ekki öll fóstur - aðeins þau sem foreldrarnir óskuðu eftir - hin fá að liggja utan garðs í "dulunni sinni" líkt og útborna barnið forðum.

En kannski besta vernd ófæddra barna sé einmitt sú sem nefnd er í fréttinni - að aðstandendurnir fái sjálfir að losa sig við líkið.


mbl.is Óráð um fóstureyðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Kannski besta leiðin til að fækka fóstureyðingum sé frekar öflug kynfræðsla og greiður aðgangur að getnaðarvörnum...

Mér finnst það furðulegt að þú teljir það góða hugmynd að pína frekar mæður/foreldra sem hafa þegar þurft að taka erfiða ákvörðun varðandi sitt líf.

Rebekka, 3.8.2011 kl. 12:22

2 identicon

Ég held að í heimi þar sem fjölgun mannkyns og þ.a.l. uppskera náttúruauðlinda fer fram úr öllu hófi sé nákvæmlega ekkert að því að konur fari í fóstureyðingu á fyrstu stigum meðgöngu. Á því stigi er fóstur ekki barn og verður þar af leiðandi ekki lík. Staðreyndir eru staðreyndir og það að ljúga að fólki til að hræða það frá fóstureyðingum er ekkert annað en fasismi að hætti Norður Kóreu.

Jón Flón (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 13:00

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Rebekka. Það er vitanlega góð leið að efla kynfræðslu og getnaðarvarnir. Hafðu samt í huga að ákvörðun um fóstureyðingu er ekki ákvörðun um eigið líf heldur líf annars einstaklings.

Jón: Þú veist ekkert um það hvort fóstur er barn eða ekki. Þú vilt kannski taka upp barnaútburð á ný til að fækka fólki?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.8.2011 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 287410

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband