Til hvers er stjórnarskrá?

Stjórnarskrám er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að vernda borgarana fyrir ásælni og afskiptasemi valdhafa. Meginhlutverk stjórnarskrárinnar er þannig að setja framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi mörk. Gangi valdhafar út fyrir mörk sín geta þá dómstólar fellt ákvarðanir þeirra úr gildi með vísan til stjórnarskrár.

Í tillögu nefndarinnar að nýrri stjórnarskrá er að finna eitt atriði sem styrkir stöðu borgaranna gagnvart valdhöfum. Það er ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ég hef að vísu verulegar efasemdir um að rétt sé að skilyrða heimild til þjóðaratkvæðis við einhverjar tilteknar tegundir laga enda verða þá valdhafar fljótir að útvíkka undantekningarnar með ýmsum klækjabrögðum. Eins er ég ekki viss um að rétt sé að almenningur geti átt frumkvæði að lagasetningum - frumkvæðisrétturinn hefur verið við lýði í Kaliforníu um nokkra hríð og valdið þar margháttuðum vanda.

Mannréttindakafli stjórnarskrártillögunnar er hins vegar helsti veikleiki hennar. Yfirlýsingar á borð við að tryggja beri fjölbreytileika mannlífsins eða að allir geti lifað við mannlega reisn setja valdhöfum ekki skorður heldur færa þeim nær ótakmarkað umboð til að skipta sér af nánast hverju sem er - líkt og þeir gera gjarna í skjóli óskýrra lagaákvæða. Það að slík merkingarleysa skuli hafa ratað inn í stjórnarskrártillöguna vekur óneitanlega með manni ugg um að höfundarnir hafi ekki haft hlutverk plaggsins neitt sérstaklega vel á hreinu.


mbl.is Stjórnarskrá verði breytt umtalsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband