Raunhæfar leiðir?

Undanfarið hafa tilraunir til að draga úr ríkisútgjöldum fyrst og fremst snúist um að fyrirskipa stofnunum að lækka kostnað. Með slíkum aðgerðum má ná nokkrum árangri en hann verður ávallt bæði takmarkaður og tímabundinn. Skilvirkustu leiðirnar til skjóts sparnaðar eru tvær:

1. Forðast ónauðsynlegar fjárfestingar og einsskiptiskostnað. Dæmi um slíkt eru hátæknisjúkrahús (þegar læknar fást ekki vegna lágra launa), nýtt lúxusfangelsi (þegar bráðabirgðalausnir gætu nægt), dýpkun Landeyjahafnar (það vita allir út af hverju), breikkun vega (þegar umferð dregst saman), umsókn að ESB og allt annað sem ekki er beinlínis bráðnauðsynlegt. Það er vitanlega erfitt að standa í vegi fyrir alls kyns "þjóðþrifaverkum" af þessum toga, ekki síst þegar ábyrgðarlaus stjórnarandstaða fer sífellt upp á háa c-ið og kvartar og kveinar yfir skorti á atvinnubótavinnu. En framhjá slíku verður að horfa og vaða einfaldlega fram með hnífinn.

2. Leggja niður óþarfar rekstrareiningar og segja upp starfsmönnunum. Þótt fjöldi stofnana hafi verið sameinaður undanfarið hefur það yfirleitt engum sparnaði skilað, enda lækkar ekki kostnaður við nafnbreytingar. Ríkisstofnanir eru hins vegar mismikilvægar. Bráðamóttaka Landspítalans er til dæmis mjög mikilvæg en Lýðheilsustofnun er alls ekki mikilvæg í samanburðinum. Til skamms tíma má einfaldlega fara yfir og forgangsraða rekstrareiningum eftir mikilvægi þeirra og leggja síðan niður þær sem minnstu máli skipta og tryggja að þær gangi ekki aftur.

Til lengri tíma ætti svo auðvitað að greina ríkisreksturinn upp í verkefni og endurskipuleggja og hagræða á þeim grunni. Það tekur hins vegar tíma og skilar líklega ekki mjög skjótum sparnaði. Það sama á við um þessi verkefni og hin, óábyrg stjórnarandstaða flækist fyrir, líkt og gerðist til dæmis þegar sameina átti heilbrigðisstofnanir, en menn verða bara að horfa framhjá því. Ríkisstjórnin verður tæpast óvinsælli hvort sem er.

-------------------

Versta leiðin til að bæta afkomuna er hins vegar sú að hækka skatta. Ástæðan er einföld: Auknir skattar draga úr fjárfestingu í atvinnulífi en aukin fjárfesting er einmitt það sem við þurfum núna til að styrkja tekjugrunn ríkissjóðs.


mbl.is Á móti skattahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 287251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband