13.2.2015 | 14:15
Flytur Primera úr landi?
Flugfélög starfa eðli málsins samkvæmt á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Það merkir íslensk flugfélög þurfa að keppa við erlend flugfélög sem kunna að búa við lægri laun en tíðkast hér. Ef munurinn er svona mikill - og að öðru óbreyttu - hlýtur þá ekki að enda með því að meira og minna öll flugfélög í harðri verðsamkeppni hverfi einfaldlega frá löndum þar sem launakostnaður er hár og óheimilt að ráða erlenda starfsmenn á lægri launum? Félögin geta auðvitað haldið áfram að fljúga til þessara landa, en þau halda tæpast áfram að hafa starfsstöðvar sínar þar.
![]() |
Geirneglir starfsemi Primera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2015 | 10:16
Athygliverðar tölur
Þetta eru sannarlega athygliverðar tölur og áhugavert að velta skýringunum fyrir sér. Eins væri gaman að sjá hvernig þessi skipting er í öðrum löndum - hversu lík eða ólík hún er.
![]() |
Íslenskur vinnumarkaður kynskiptur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2015 | 17:55
Til hvers að styrkja listir og menningu?
Ástæðan fyrir því að við viljum styðja við listir og menningu er ekki sú að þessi starfsemi skili skatttekjum eða gjaldeyri eða skapi störf. Ef svo væri gilti væntanlega sama um aðra atvinnustarfsemi. Smásöluverslun skilar líka skatttekjum og skapar störf. En engum dettur í hug að ríkið eigi að styrkja hana.
Eina réttlætingin fyrir opinberum stuðningi við menningarstarfsemi er að hann sé nauðsynlegur til að tryggja, annars vegar að listamenn stundi tilraunastarfsemi sem engar líkur eru á að standi undir sér, og hins vegar að liststarfsemi sem fáir kunna að njóta, og myndi ekki standa undir sér á markaðsforsendum, sé stunduð samt sem áður.
Þessi röksemd er auðvitað alls ekki til vinsælda fallin. Fáir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að listgreinar nái að þróast og flestum er í nöp við að vera minntir á að fámennur hópur, sem þeir tilheyra ekki sjálfir, hafi betri og þroskaðri smekk en þeir sjálfir hafa.
Þess vegna hneigjast talsmenn listamanna oft til að grípa til röksemda sem eru frekar til vinsælda fallnar. En vandinn er að ef réttlæta á stuðning við listir og menningu með útflutningstekjum eða störfum endum við á að styðja fyrst og fremst við það sem skapar útflutningstekjur eða störf - það sem helst er til vinsælda fallið. Og til hvers var þá af stað farið yfirleitt?
![]() |
Listamenn eru atvinnumenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2015 | 21:39
Einbeittur brotavilji
Það er ekki nóg með að þessi voðalega mynd skuli einhvern tíma hafa verið bönnuð innan 12 ára heldur fjallar hún aukinheldur um hnefaleika sem er bönnuð íþrótt.
Það stefnir væntanlega allt í að hin gagnmerka fjölmiðlanefnd loki RÚV í hefndarskyni.
![]() |
Stefnir í annað brot hjá RÚV? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2015 | 11:17
Alvarlegt ef rétt er
Sé það rétt að aðgerðir Matvælastofnunar hafi byggst á einu sýni þá er stofnunin ekki verkinu vaxin. Það er augljóst. Íþyngjandi aðgerðir af þessu tagi verða vitanlega að grundvallast á vinnubrögðum sem standast skoðun.
![]() |
Spilling í eftirlitskerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2015 | 22:12
Að banna ríkisrekstur?
Nú ætla ég bara að leyfa mér að vitna beint í Andríki:
Fimmtudagur 5. febrúar 2015
Vefþjóðviljinn 36. tbl. 19. árg.
Þeir sem voru farnir að örvænta um málsvörn frelsisunnenda eftir að John Locke og nafni hans Stuart Mill hættu að skrifa í blöð og bækur hljóta að hafa tekið gleði sína á ný eftir að hafa lesið Viðskiptablað dagsins.
Þar er rætt við Guðbjart Hannesson þingmann Samfylkingarinnar um lagafrumvarp þess efnis að einstaklingar megi reka verslanir með áfenga drykki.
Þetta mál er engan veginn tilbúið og þetta er mál sem að bannar ríkisrekstur. Það er nefninlega það að þegar menn eru að tala um aukið frelsi þá er það gert þegar er verið að banna ríkisrekstur, segir Guðbjartur, en varla sé hægt að tala um aukið frelsi þegar lagt sé til bann á aðkomu ríkisins að smásölunni á sama tíma.
Þessi nýjasti liðsmaður viðskiptafrelsis hlýtur að beita sér á fleiri sviðum. Til að mynda skortir ríkið talsvert frelsi til að reka matvöruverslanir. Ekki verður heldur séð að frelsi ríkisins sé mikið þegar kemur að sölu á hvers kyns íþróttavörum. Frelsi til skósmíða er nær ekkert fyrir ríkisvald Guðbjarts Hannessonar.
![]() |
Afar ólík sjónarmið komið fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2015 | 16:19
Tímasetningin er allt
Maður hefði eflaust sætt sig betur við að horfa á þessa ógnvekjandi mynd hefði það verið á leyfðum tíma - og sofið betur.
Fjölmiðlanefnd heldur betur að sanna sig!
Er ekki hægt að stofna fleiri svona sniðugar nefndir?
:)
![]() |
Kraminn til bana í samförum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2015 | 21:54
Er ekki komið nóg?
Þetta finnst manni nú vera kornið sem fyllir mælinn. Er nú ekki nóg komið af þessari fáránlegu tilraunastarfsemi með líf þeirra sem minnst mega sín?
Er einhver þörf á að eyða frekari tíma í að "greina málið"? Er ekki einfaldlega hægt að taka strax upp að nýju það fyrirkomulag sem áður var á þessari þjónustu?
![]() |
Föst í bílnum í sjö klukkustundir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2015 | 16:59
Þegar fylliraftur tekur lán til að kaupa brennivín ...
... um miðja nótt, hverjum er það þá að kenna?
Þeim sem lánar honum pening?
Eða kannski þeim sem selur honum brennivínið?
Eða þá þeim sem leggur mörg hundruð prósent skatta ofan á brennivínsverðið?
Eða þá múslimum?
Í það minnsta örugglega ekki honum sjálfum, eða hvað?
![]() |
Sagði smálánafyrirtæki glæpastarfsemi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2015 | 19:29
Vægast sagt heimskuleg yfirlýsing
Samkvæmt niðurstöðu jafnréttisnefndarinnar var ekki tilefni til að greiða karlmanninum laun í samræmi við menntun hans vegna þess að menntunin taldist ekki nýtast í starfinu. Því lá það auðvitað algerlega beint við að eftir úrskurð nefndarinnar þyrfti að lækka laun hans. Þar breytir auðvitað engu þótt jafnréttisnefndin lýsi einhverjum vilja sínum varðandi þetta enda er sú yfirlýsing bersýnilega í röklegri mótsögn við rökstuðning nefndarinnar.
Ráðherrar eiga að hafa vit á því að kynna sér mál áður en þeir hlaupa af stað með vanhugsaðar yfirlýsingar. Eygló Harðardóttir verður að átta sig á því að hún er ekki bara "virk í athugasemdum" á dv.is heldur ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
![]() |
Vinnubrögð Kópavogsbæjar ótæk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 288187
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar