Alvarlegur markaðsbrestur á fullkomnum einokunarmarkaði!

Stundum rata undarlegustu villur á síður fjölmiðla. Eina slíka er að finna í grein eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðing og deildarstjóra leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði, sem nýverið birtist á Kjarnanum, sjá hér.

Í greininni er varpað fram þeirri spurningu hvað teljist eðlileg leiga. Fullyrt er að vegna þess að húsnæði sé nauðsynjavara sé ólíklegt að fari leiguverð fram úr greiðslugetu leigjenda myndi verðið lækka, jafnvel þótt markaðurinn væri fullkominn. Að lokum er lagt til að samdar verði leikreglur sem, í ljósi umfjöllunarefnisins, verður að ætla að höfundur geri ráð fyrir að hafi þann tilgang að koma á einhvers konar opinberri stýringu á leiguverði.

Nú er það svo í fyrsta lagi, að nauðsynjavörur eru keyptar og seldar á markaði. Matvara er ágætt dæmi. Þrátt fyrir þetta fer verð þessara vara ekki fram úr greiðslugetu kaupendanna.

Ástæðan er auðvitað sú að á flestum mörkuðum ríkir samkeppni. Hækki einn aðili á markaðnum verð úr hófi fram snúa neytendur sér einfaldlega til annarra sem bjóða hagstæðara verð.

Nánar tilgreint eru villurnar sem greinarhöfundur gerir í megindráttum þrjár:

Í fyrsta lagi gerir hún ráð fyrir að markaðir með nauðsynjavörur séu einhvern veginn eðlisólíkir mörkuðum með aðrar vörur, en það eru þeir vitanlega alls ekki (auk þess sem það er í sjálfu sér alltaf álitamál hvað telst nauðsynjavara og hvað ekki, en látum það liggja milli hluta).

Í öðru lagi skjöplast henni illilega á notkun hugtaksins fullkominn markaður. Fullkominn markaður er nefnilega í eðli sínu þannig að á honum ræðst verð algerlega af framboði og eftirspurn. Annars væri hann ekki fullkominn.

Að lokum virðist greinarhöfundur ranglega gefa sér þá forsendu að á hinum meinta "fullkomna" húsnæðismarkaði ríki í raun og veru einokun. Aðeins með þessu móti er hægt að leiða þá niðurstöðu af forsendunni að ef ekki komi til inngrips opinberra aðila muni verð fara fram úr greiðslugetu kaupendanna.

Nú er það vissulega svo að sumir markaðir eru ófullkomnir, á sumum mörkuðum ríkir fákeppni eða jafnvel einokun, sem veldur því að inngrip kunna að vera nauðsynleg. En íslenskur leigumarkaður er langt frá því að vera þannig. Meginvandi leigumarkaðarins er kannski fremur sá að framboðshliðin er ákaflega óstöðug og dreifð annars vegar og hins vegar að eftirspurn eftir húsnæði til útleigu til ferðamanna hefur vaxið gríðarlega hratt og þar með takmarkað framboð húsnæðis á almennum leigumarkaði.

Þessi lykilatriði verður að hafa í huga þegar þörf fyrir inngrip í leigumarkaðinn er metin. Það er líka skynsamlegt að hafa á hreinu þau grundvallaratriði hagfræðinnar sem ég hef bent hér á, þ.e. að átta sig á hvað hugtakið fullkominn markaður merkir, að gera sér glögga grein fyrir muninum á samkeppnismarkaði, fákeppnismarkaði og einokunarmarkaði og að hafa í huga að það er samkeppnisumhverfið sem gerir markaði ólíka, ekki það hvort varan sem gengur kaupum og sölum á þeim er nauðsynjavara eða ekki.

 


Áfram með spillinguna!

Innan íslenska heilbrigðiskerfisins þrífst gríðarleg spilling. Hún felst í því að fólk fær mjög gjarna enga úrlausn sinna mála nema í gegnum kunningsskap.

Rót spillingarinnar liggur í nær algerri ríkisforsjá í þessum málaflokki, auk þess sem menningin innan ríkiskerfisins hér er þannig að spilling af þessu tagi er álitin sjálfsögð og eðlileg.

Einstaka embættismenn falla ekki inn í þessa menningu. Slíkir menn leggja á það áherslu að þjónusta almenning, ekki að verja kerfið og standa í vegi fyrir úrlausn og hygla þeim sem þeir þekkja.

Einn slíkur maður er Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Strangheiðarlegur og grandvar embættismaður með ríka réttlætiskennd sem leitast við að leiðbeina eftir fremsta megni þeim sem til hans leita.

En hann hefur ítrekað framið þann stóra glæp að taka opinberlega málstað skjólstæðinga stofnunarinnar þegar heimskulegar ákvarðanir stjórnmálamanna keyra um þverbak.

Það segir sig því auðvitað sjálft að núverandi heilbrigðisráðherra hafi nú tekið sér fyrir hendur að hrekja þennan mann úr embætti. Svo verður einhver spillingarpésinn vitanlega skipaður í það.

 


mbl.is Þurfi ekki að treysta á kunningsskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að Viðreisn gerist hækja gamla meirihlutans enda held ég að þessi flokkur sé í raun lítið annað en útibú frá Samfylkingunni. Það er því ekkert sérlega markvert.

Það sem er hins vegar markvert við þessar kosningar er að nýr öflugur stjórnmálaleiðtogi er fæddur. Það er Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi sósíalista. Ég tek fram að ég er alveg ósammála henni um pólitík. En það er ekki annað hægt en dást að framgöngu hennar. Hún er ekki aðeins fær í að svara fyrir sig þegar að henni er sótt, hreinskilin hugsjónakona sem fórnar ekki hugsjónum sínum fyrir bitlinga líkt og Píratar og þannig lið. Hún er líka frábær penni. Ég hvet fólk til að lesa snilldarlega grein hennar á Kjarnanum í dag. Þar segir meðal annars:

"Malcolm X ­tal­aði um grund­vall­ar­mun­inn á hús­þrælum og þræl­unum út á akrin­um. Hús­þrælar voru nokkrir svartir þrælar sem fengu að búa í húsi þræla­hald­ar­ans, hvíta hús­inu á meðan aðrir þræl­uðu á akrinum og sváfu á beru mold­ar­gólf­inu í kof­aræksn­um. Hús­þræl­arnir sváfu á dýnum í kjall­ara hvíta húss­ins, fengu mat­ar­af­ganga af borði hús­bónd­ans, gengu í fötum af hús­bónd­an­um, þrifu hús­ið, sáu um mat­inn og gættu barna hús­bónd­ans.

...

Þegar þræl­arnir á akrinum litu til hvíta húss­ins ósk­uðu þeir hins vegar að það myndi brenna. Hvíta húsið var kúg­un­ar­vald­ið, valdið sem svipti þá frels­inu, nið­ur­lægði þá, vildi brjóta þá nið­ur. Þeir sungu bar­áttu­söngva og sálma til að við­halda von sinni um að losna undan kúgun hvíta húss­ins. Hús­þræl­arnir sungu ekki. Aldrei hef ég vitað til þess að neinn sálmur hafi verið sam­inn af hús­þræl. Hús­þræl­arnir reyndu að tala og hegða sér eins og hús­bænd­urn­ir.

...

Með því að hafna dýn­unni í kjall­ar­anum í hvíta hús­inu er ég ekki að hafna völd­um. Með því að hafna dýn­unni er ég tryggja að ég geti sótt mér vald og afl í bar­áttu ykk­ar. Það er bara ein leið til valda­leysis fyrir okkur þræl­ana á akrin­um, það er að yfir­gefa hóp­inn og ger­ast hús­þræll."

Svona eiga stjórnmálamenn að skrifa!


mbl.is Eiga eftir að ræða verkaskiptingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er auðvitað mikilvægt fyrir bændur að fá að greiða 480 milljónir

Það vill þannig til að Mjólkursamsalan er í eigu bænda og afrakstur af rekstrinum rennur til þeirra. Það hlýtur því að felast í því mikill ávinningur fyrir bændur þegar fyrirtæki þeirra er dæmt til að greiða hálfan milljarð króna.


mbl.is Mikilvægt fyrir neytendur og bændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningasvindl Dags Eggertssonar

Það að Reykjavíkurborg sendi nýjum kjósendum bréf þar sem ranglega er fullyrt að þeim beri skylda til að kjósa og góðfúslega bent á þá flokka eina sem skipa núverandi meirihluta er auðvitað ekkert annað en kosningasvindl. Hafðar eru uppi blekkingar til að hygla vissum flokkum á kostnað annarra og fjármunir kjósenda eru notaðir til þess. Athugum að þetta bréf er ekki sent frá skrifstofu Samfylkingarinnar heldur frá ráðhúsinu.

Það er svo auðvitað fáheyrt að því sé haldið fram að bréf sem sent hefur verið þúsundum kjósenda sé trúnaðarmál!

 

 


mbl.is Talað um skyldu til að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fór Guð

Morgan Freeman er kannski þekktastur sem sérfræðingur í að leika Guð. Þar fór það.


mbl.is Morgan Freeman biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður líf fólks endilega betra?

Er það ekki svolítið gamaldags hugsun að hagvöxtur sé upphaf og endir alls?

Er það endilega svo að líf fólks verði betra ef það vinnur meira, jafnvel þótt það afli þannig meiri tekna?

Er ekki einmitt síaukinn þrýstingur á að minnka vinnutíma einmitt til þess að bæta lífsgæði fólks? 

Hefur umræðan um minnkandi þörf fyrir vinnuafl vegna sjálfvirknivæðingar alveg farið framhjá höfundum þessarar skýrslu?

Hafa þeir aldrei heyrt af áhyggjum margra af auknu atvinnuleysi vegna þessa og hugmyndum um lausnir á borð við borgaralaun til að mæta þeirri stöðu, komi hún upp?


mbl.is Konur auka hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja!

Þetta er óneitanlega með því grófara sem maður hefur séð (ekki að það megi ekki búast við að slíkt hafi átt sér stað oft áður án þess að upp hafi komist). Í raun ótrúlegt að oddvitinn skuli láta sér detta í hug að vera svo óvarkár að láta komast upp um spillinguna með því að setja samskiptin öll í rekjanlegan tölvupóst.


mbl.is Birtir samskipti oddvita við Vesturverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti að árangurstengja launin?

Hvernig væri að árangurstengja laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa? Til dæmis mætti miða við ýmsar kennitölur úr rekstri og gagnvart þjónustustigi. Búa til eins konar "balanced scorecard" og árangurstengja svo t.d. helming launanna hjá þeim sem stjórna?

Ætli laun Ármanns séu ekki bara tiltölulega hófleg þegar litið er til árangurs í rekstri, svona miðað við suma bæjarstjóra í stærri bæjarfélögum?


mbl.is Segir tímasetninguna enga tilviljun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að myrða mótmælendur

Það er engin leið að halda því fram að ríki sem beitir her sínum til að myrða mótmælendur - sem ofan í kaupið mótmæla áratuga kúgun, ólöglegu hernámi, landráni og þjófnaði sama ríkis - sé friðsamt lýðræðisríki. Það er það auðvitað ekki heldur er svona framferði nákvæmlega sambærilegt við fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar í Kína á sínum tíma.


mbl.is Átta börn á meðal hinna látnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 288147

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband