Verður líf fólks endilega betra?

Er það ekki svolítið gamaldags hugsun að hagvöxtur sé upphaf og endir alls?

Er það endilega svo að líf fólks verði betra ef það vinnur meira, jafnvel þótt það afli þannig meiri tekna?

Er ekki einmitt síaukinn þrýstingur á að minnka vinnutíma einmitt til þess að bæta lífsgæði fólks? 

Hefur umræðan um minnkandi þörf fyrir vinnuafl vegna sjálfvirknivæðingar alveg farið framhjá höfundum þessarar skýrslu?

Hafa þeir aldrei heyrt af áhyggjum margra af auknu atvinnuleysi vegna þessa og hugmyndum um lausnir á borð við borgaralaun til að mæta þeirri stöðu, komi hún upp?


mbl.is Konur auka hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, samkvæmt skilgreiningunni á GDP á það að standa fyrir vöxt á föstu verðlagi, þ.e. án verðbólgunnar. En þetta getur verið svolítið villandi mælikvarði. Margir líta á hagvöxt sem mælikvarða á efnahagslegan árangur. Og við stöðugt ástand, þ.e. í mjög þróuðu samfélagi, ætti hagvöxturinn í raun að mæla aukna framleiðni. Í samfélagi sem er í þróun mælir hann hins vegar ekki síður afleiðingar samfélagsbreytinga, t.d. þess að konur fara út á vinnumarkaðinn, hætta að elda matinn heima en kaupa hann í staðinn. Tíminn sem fer í að elda heima mælist ekki í hagvaxtarmælingum en það gerir skyndifæðið hins vegar því þar eru peningaleg viðskipti til staðar. En heimalagaður matur er hins vegar yfirleitt hollari.

Í Mumbai á Indlandi er að finna fullkomnustu dreifingarkeðju í heimi. Það er sk. Dabbawalla kerfi, menn sem sjá um að koma mat til vinnandi fólks frá heimilum þess. Maturinn er sumsé allur eldaður heima og dreift á eldingahraða um alla borgina. Setjum sem svo að þetta breyttist, Dabbawalla keðjan legðist niður, fólk færi að kaupa skyndibita í hádeginu og húsmæðurnar færu út á vinnumarkaðinn. Hagvöxtur myndi auðvitað aukast meðan á þessari breytingu stæði. En væri fólkið endilega betur sett?

Þorsteinn Siglaugsson, 23.5.2018 kl. 09:45

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þú gengur um með sleggju og brýtur glugga þá myndast hagvöxtur þegar skipta þarf um rúðurnar. Samt hefur samfélagið í heild orðið fyrir tjóni.

Bandaríkin eru stærsti vopnaútflytjandi heims. Þau vopn skapa ekkert nema tortímingu. Samt mælist aukning á sölu þeirra sem hagvöxtur.

Hagvöxtur er aðeins mælikvarði á efnahagsleg umsvif en segir nákvæmlega ekkert um hvort þau umsvif séu til góðs eða ills.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2018 kl. 13:10

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hagvöxtur er eitt misskildasta hugtak í heimi.

Þetta er bara framleiðniaukning.  Enginn hagvöxtur þýðir stöðug framleiðni, sem er allt í þessu fína ef fólki fjölgar ekkert.  Neikvæður hagvöxtur er líka í þessu fína ef fólki fækkar meðfram - annars er að myndast fátækt.

Hve vel þér líður er nánast ótengt... það er þó betra að hafa þó efni á húsaskjóli og mat.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.5.2018 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287299

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband