Sanna Magdalena Mörtudóttir

Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að Viðreisn gerist hækja gamla meirihlutans enda held ég að þessi flokkur sé í raun lítið annað en útibú frá Samfylkingunni. Það er því ekkert sérlega markvert.

Það sem er hins vegar markvert við þessar kosningar er að nýr öflugur stjórnmálaleiðtogi er fæddur. Það er Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi sósíalista. Ég tek fram að ég er alveg ósammála henni um pólitík. En það er ekki annað hægt en dást að framgöngu hennar. Hún er ekki aðeins fær í að svara fyrir sig þegar að henni er sótt, hreinskilin hugsjónakona sem fórnar ekki hugsjónum sínum fyrir bitlinga líkt og Píratar og þannig lið. Hún er líka frábær penni. Ég hvet fólk til að lesa snilldarlega grein hennar á Kjarnanum í dag. Þar segir meðal annars:

"Malcolm X ­tal­aði um grund­vall­ar­mun­inn á hús­þrælum og þræl­unum út á akrin­um. Hús­þrælar voru nokkrir svartir þrælar sem fengu að búa í húsi þræla­hald­ar­ans, hvíta hús­inu á meðan aðrir þræl­uðu á akrinum og sváfu á beru mold­ar­gólf­inu í kof­aræksn­um. Hús­þræl­arnir sváfu á dýnum í kjall­ara hvíta húss­ins, fengu mat­ar­af­ganga af borði hús­bónd­ans, gengu í fötum af hús­bónd­an­um, þrifu hús­ið, sáu um mat­inn og gættu barna hús­bónd­ans.

...

Þegar þræl­arnir á akrinum litu til hvíta húss­ins ósk­uðu þeir hins vegar að það myndi brenna. Hvíta húsið var kúg­un­ar­vald­ið, valdið sem svipti þá frels­inu, nið­ur­lægði þá, vildi brjóta þá nið­ur. Þeir sungu bar­áttu­söngva og sálma til að við­halda von sinni um að losna undan kúgun hvíta húss­ins. Hús­þræl­arnir sungu ekki. Aldrei hef ég vitað til þess að neinn sálmur hafi verið sam­inn af hús­þræl. Hús­þræl­arnir reyndu að tala og hegða sér eins og hús­bænd­urn­ir.

...

Með því að hafna dýn­unni í kjall­ar­anum í hvíta hús­inu er ég ekki að hafna völd­um. Með því að hafna dýn­unni er ég tryggja að ég geti sótt mér vald og afl í bar­áttu ykk­ar. Það er bara ein leið til valda­leysis fyrir okkur þræl­ana á akrin­um, það er að yfir­gefa hóp­inn og ger­ast hús­þræll."

Svona eiga stjórnmálamenn að skrifa!


mbl.is Eiga eftir að ræða verkaskiptingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hún á bara eftir að flokka manneskjurnar hér upp á Íslandi,ef hún notar þessa samlíkingu. Það krefst mikillar glöggvunar að greina mannlega hismið frá kjarnanum að tali ekki um tímann sem er alltaf jafn dýrmætur.

Helga Kristjánsdóttir, 31.5.2018 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 287251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband