Að myrða mótmælendur

Það er engin leið að halda því fram að ríki sem beitir her sínum til að myrða mótmælendur - sem ofan í kaupið mótmæla áratuga kúgun, ólöglegu hernámi, landráni og þjófnaði sama ríkis - sé friðsamt lýðræðisríki. Það er það auðvitað ekki heldur er svona framferði nákvæmlega sambærilegt við fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar í Kína á sínum tíma.


mbl.is Átta börn á meðal hinna látnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hmm... þetta eru nú ekkert voðalega friðsamlegir mótmælendur þarna.  Þetta er það sama og venjulega. Hamas veit nákvæmlega hvað þeir eru að gera.  Frjálslega meiga þeir súpa hel fyrir mér.

BBC: http://www.bbc.com/news/world-middle-east-44116340 - hér vitrast okkur myndband af manni með valslöngvu.

RT: https://www.rt.com/news/426717-idf-airstrike-hamas-gaza/ - ekkert að sjá, þannig.

CNN: https://edition.cnn.com/2018/05/14/politics/white-house-gaza-deaths/index.html - Hvíta húsið kennir Hamas um allt saman.  (Sem hljómar reyndar rétt.)

Breitbart: http://www.breitbart.com/jerusalem/ - þeir virðast hafa einhvern húmor fyrir þessu hjá Breitbart.  Ég hef reyndar alltaf skynjað mikla kaldhæðni í öllu hjá þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.5.2018 kl. 23:06

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ástandið er óneitanlega alvarlegt, en ... "nákvæmlega sambærilegt við fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar," þegar um 2.000 stúdentar voru myrtir!

Meinarðu þetta í alvöru, Þorsteinn?

Sérðu enga meðsekt Hamas og PA í málinu? Og af hverju talar bæði Rúv og þú aðeins um "mótmæli"?

Jón Valur Jensson, 15.5.2018 kl. 00:38

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, valslöngvur eru svo sannarlega miklu hættulegri vopn en hríðskotabyssur!

Þorsteinn Siglaugsson, 15.5.2018 kl. 10:55

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er í sjálfu sér ekki fjöldi myrtra sem skiptir máli Jón Valur, heldur hitt að hernum skuli yfir höfuð skipað að myrða mótmælendur.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.5.2018 kl. 10:58

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ert þú einn þeirra þriggja Íslendinga sem treysta Hamas, Þorsteinn?

Og hvað varð um myndbandið sem ég lagði hér inn?

Hentuðu upplýsingarnar þér ekki?

Jón Valur Jensson, 15.5.2018 kl. 12:21

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Aha...

Meinarðu að af því að maður beitir vopni síðan á steinöld, sem telst vera banvænt, þegar hann er að ráðast á einhvern, þá sé ekki rétt að skjóta á hann?

Er einhver tafla til yfir það hve forneskjulegt vopnið sem verið er að beita á þig má vera áður en þú mátt beita afli á móti?  Ef þetta hefði til dæmis verið .455 Webley, hefði þá mátt skjóta á hann?

Hve aktívur verður mótmælandinn að vera í morðtilræðum áður en má fella hann af færi?

Sýnist mér þú sættir þig við að mótmælendur megi beita hverskyns steinalda-skotvopnum (nema ég sé að misskilja?) og eldsprengjum, jafnvel koma fyrir dínamíti.

Ekki skil ég af hverju má ekki plaffa á þá, ég fæ ekki betur séð en þetta séu hinir ferlegustu ofbeldismenn.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.5.2018 kl. 15:46

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jón Valur. Þú verður að senda þetta aftur, kannski bara linkinn. Ég gat ekki birt það því það fór einhver risa mynd yfir textann í færslunni.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.5.2018 kl. 15:53

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

OK. En á meðan ættirðu að lesa þessa afskaplega fróðlegu vefsíðu, eftir Richard Kemp [who] commanded British forces in Northern Ireland, Afghanistan, Iraq and the Balkans:

https://www.gatestoneinstitute.org/12303/gaza-border-violence   = 

Smoke & Mirrors: Six Weeks of Violence on the Gaza Border

Jón Valur Jensson, 15.5.2018 kl. 16:36

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér, Þorsteinn, getur þú og þínir lesandur væntanlega séð myndbandið eða vefslóðina sem ég talaði um í innlegginu í nótt, sem náði ekki inn hjá þér: StandWithUs

Jón Valur Jensson, 15.5.2018 kl. 17:05

10 identicon

Þorsteinn getur þú ekki séð hvað þú hefur rangt í þessu - Hamas er hryðjuverkahópur sem sendir unga Palestínumenn út með slingshots og steinum - en snipers þeirra eru að fela sig á eftir þeim.

BBC og Sky senda alltaf jákvæð Palestine myndskeið - og hvað er að hjá Íslendingum sem vorkenna Palestínu þegar Israel er umkringdur fólki sem vill að þau séu dauður.

Merry (IP-tala skráð) 15.5.2018 kl. 21:39

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er grjótkast líklegt til að bíta á þungvopnaða, brynjaða hermenn?

Hversu margir ísraelskir hermenn féllu fyrir "vopnum" mótmælendanna?

Og hverjar skyldu nú vera ástæður þess að íbúar Gaza mótmæla?

Þorsteinn Siglaugsson, 15.5.2018 kl. 22:56

12 Smámynd: Merry

Þetta motmælu var planað af Hamas , hryðjuverkastofnun. Þetta er vegna þess að það er nákvæmlega 70 ára síðan Israel var stofnað.

Öllum þarna vill drepa Israelar - af hverju viltú að það tekist hjá þeim ? AF HVERJU ?

Íran, Sýrland, Jórdanía, Egyptaland og kannski Tyrkland vill eyða Israel frá kortinu.

Merry, 16.5.2018 kl. 01:08

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta svarar ekki spurningunni. Ástæða mótmælanna er áratugalöng kúgun, landrán og ofbeldi.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.5.2018 kl. 08:51

14 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti Þorsteinn, ekki oft sem við deilum sömu skoðunum en nú tek ég heilshugar undir þína sýn á málið.

Horfði í morgun á Sky ævintýralegt viðtal við 2 blaðamenn, annan Palestínukonu, hina frá Ísrael.

Ísrael merkja þessa baráttu sem "innrás" og réttlæta viðbrögð sín í samræmi við það.

Sama blaðakona fullyrti að allir þeim sem mættu til þess að mótmæla væru á vegum Hamas. Ótrúlega fullyrðing og án raka.

Svo er vísa til ríkið Ísrael hafi mestan rétt til sinnar tilveru vegna ákvörðunnarinna ´48.  Það eru ekki rök í málinu, enda falla fljótt um sjálft sig.  Ekki frekar en trúarlega rök og vísun í gamla testamentið. 

Þá gætu Norðmenn komið hér og kallað Ísland sitt, byggt á sögulegum skýringum.

Auðvitað er þetta útúrdúr og gerir lítið.

Lausnin á þetta erfiða mál verður ekki leyst með núverandi forseta USA við völd. 

Það eru og verða ávallt tvær hliðar á öllum deilumálum, líka þessari og deilum hjá Þjóðfylkingu og Frelsisflokknum :) og öðrum stórum málum.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.5.2018 kl. 12:15

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vandamálið við að skilgreina uppákomuna sem almenn mótmæli er að þau voru gagnvart nágrannaríki en ekki eigin stjórnvöldum. 

Kolbrún Hilmars, 16.5.2018 kl. 18:25

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Landrán, hvað meinarðu? Nákvæmt svar óskast.

Ofbeldi, hvað meinarðu? Tilefnislaust ofbeldi? -- frumkvæðið Ísraelsmanna?

Eða áttu bara við valdbeitingu, þegar hennar var þörf?

Og hvernig kúgun áttu við?

Þú hlýtur að hafa skýringar á takteinum, ert alltaf að endurtaka þetta!

Jón Valur Jensson, 17.5.2018 kl. 01:24

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Meginatriðið er að við stofnun Ísraels voru hundruð þúsunda Palestínumanna hrakin á flótta frá heimilum sínum. Landrán merkir að Ísraelsríki hefur tekið traustataki land Palestínumanna á fjölmörgum svæðum og flutt þangað eigin borgara. Annað dæmi um slíkt er víggirðingin sem reist hefur verið kringum Gaza. Í stað þess að girða inni á eigin landi hrekja þeir íbúa nágrannalandsins frá heimilum sínum til að koma upp víggirðingum inni á þeirra svæði. Þetta eru fáein dæmi.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2018 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband