Snjöll sparnaðaraðgerð

Niðurstaðan af þessari breytingu verður sparnaður fyrir ríkið. Í fjölskyldum þar sem annað foreldrið hefur há laun en hitt meðallaun eða lág, mun foreldrið með meðallaun eða lág nýta orlofið. Hitt mun ekki nýta það. Þannig sparar ríkið fjármuni, en tekst að láta líta út fyrir að um jafnréttismál sé að ræða. Lélegir hagfræðingar staðfesta það svo, með pólitískum rökum en ekki hagfræðilegum, líkt og sést í þessari frétt.


mbl.is Sex mánuðir á hvort foreldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig standast fullyrðingar WHO?

Á vef WHO segir svo:

"Around 1 in every 5 people who are infected with COVID-19 develop difficulty in breathing and require hospital care."

Screenshot 2020-09-27 at 11.46.01

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er að segja, 20% þeirra sem smitast leggjast inn á spítala. Þetta eru hinar opinberu upplýsingar sem unnið er út frá.

Nú liggja fjórir á spítala hér. 450 eru greindir með virkt smit núna. Smitum hefur verið að fjölga línulega, svo ekki er raunhæft að bera saman núverandi fjölda smita og fjölda á sjúkrahúsi. Nær væri að bera fjölda á sjúkrahúsi nú saman við fjölda smitaðra fyrir viku til 10 dögum síðan. Gróflega áætlað voru kannski um 200 virk smit til staðar þá. Það merkir að hlutfallið er tvö prósent: Tvö prósent þeirra sem greindir eru með smit lenda á spítala. Ekki tuttugu prósent.

Við upplifum nú fordæmalaust, manngert samfélags- og efnahagshrun. Forsendur þeirra ákvarðana sem valda hruninu eru upplýsingar frá WHO. Eins og þetta dæmi sýnir eru þær "upplýsingar" einfaldlega fjarstæðukenndar staðhæfingar. Það er á þessum grunni sem stjórnvöld um allan heim eru að taka ákvarðanir sem eiga eftir að verða tugmilljónum manna að aldurtila. Og það er jafnvel gengið svo langt að skilgreina gagnrýni á fjarstæðukenndar staðhæfingar WHO sem "upplýsingaóreiðu". Hefur siðferði ráðamanna einhvern tíma náð dýpri lægðum? Það fer ekki hjá því að umfjöllun Arendt um "banality of evil" komi upp í hugann.


mbl.is Einn í öndunarvél og fjórir alls á spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll bóluefnin eru "ósamþykkt"

Ekkert þeirra bóluefna sem nú er verið að setja á markað eða stendur til að setja á markað á næstu vikum og mánuðum er "samþykkt" miðað við þær kröfur sem hingað til hafa verið gerðar til bóluefna. Þau eru öll á undanþágu.

Þróun bóluefna tekur yfirleitt um 10 ár og ástæðan er að langvinnar prófanir þurfa að eiga sér stað til að tryggja að ekki komi fram aukaverkanir, sem oft eru mörg ár að koma í ljós.

Bóluefni er ekki lausnin við hruninu sem þessi veira hratt af stað. Eina mögulega lausnin er náttúrulegt hjarðónæmi. Til allrar hamingju er veiran nægilega hættulítil til að slíkt sé sjálfsagt markmið. En af einhverjum ástæðum má ekki stefna að því.

Að hversu miklu leyti liggur ástæða þess í hagsmunum lyfjaframleiðenda, á borð við Kára Stefánsson og fyrirtæki hans?


mbl.is Sprauta þúsundir með ósamþykktu bóluefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til þess er málið varðar

Það er ekki oft sem maður sér mjög vel skrifaðar blaðagreinar, en hér er ein slík sem ég sá á Stundinni. Ákvað að hnupla henni og birta hér, því ég held að hún eigi erindi við moggabloggara ekki síður en aðra. Greinin er eftir Maríu Einarsdóttur, sem ég veit ekkert hver er, en mér finnst hún mjög góð:

"Til þess er málið varðar, 

Ég veit ekki hver þú ert. Þú sem, ef til þess kemur, þarft að mæta á þann stað sem fjögur egypsk börn sitja í felum frá stjórnvöldum okkar og fara með þau úr landi. Eflaust verður þú ekki einn, þú munt þurfa liðsauka til að koma fólkinu út úr húsi, hvað þá upp á flugvöll. Því við vitum öll að þau munu ekki fara sjálfviljug. Ég veit allavega að þú ert sterkur og hraustur. Það verður örugglega búið að hugsa fyrir því að líklega þurfi að bera sum barnanna út í bíl. Kannski jafnvel foreldrana. 

Ég veit ekki hver þú ert, en mig langar að tala við þig. Mig langar að spyrja þig út í nokkra hluti. 

Hefur þú hugsað út í hvernig þetta verður, ef þið finnið fjölskylduna? Hefur þú íhugað hvað þú munir segja þegar þú opnar hurðina þar sem þau eru stödd? Þegar þú horfir í augu barnanna? Eða ætlar þú kannski ekki að segja neitt? Hvað væri svosem rétt að segja við fjölskyldu sem hefur grátbeðið um vernd, um mannúð, þegar maður er kominn til að neita þeim um hana? 

Ertu byrjaður að undirbúa þig? Undirbúa þig undir að þurfa kannski að hundsa grát, jafnvel öskur, frá því að þið finnið þau þartil að komið er upp í flugvél? Ætlar þú að kveikja á útvarpinu í bílnum, eða kannski bara vera með heyrnartól? 

Hvað ætlar þú að gera eftirá? Ætlar þú beint heim til þín? Til fjölskyldu þinnar? Það væri örugglega best eftir svona erfiðan vinnudag. Að koma heim til fjölskyldunnar vitandi að saman þurfið þið ekkert að óttast. Kannski áttu börn, kannski villt þú knúsa þau þegar þú kemur heim. Alveg eins og Khedr foreldrarnir munu knúsa börnin sín í flugvélinni. 

Ég veit ekki hver þú ert, en mig langar að biðja þig um að hugsa dálítið. Mig langar að biðja þig um að hugsa um hverjum það er sem þú þjónar, þegar þú ferð með fjölskylduna úr landi. Ekki ert þú að þjóna fjölskyldunni sjálfri, það er ljóst. Ekki virðist þú vera að þjóna hinum almenna íslenska ríkisborgara heldur, miðað við orðræðuna í samfélaginu að undanförnu. Kannski ertu einfaldlega bara að vinna vinnuna þína, fylgja lögunum. En hverjum eiga lögin að þjóna, ef ekki fólkinu í landinu? Mér og þér og litlum börnum í grunnskóla sem lærðu íslensku í þeirri trú að þau væru örugg hér? 

Ég veit ekki hver þú ert, en ef þú finnur fyrir einhverskonar samúð með þessari fjölskyldu, eða vafa í garð þess hvort það sé rétt að senda þau úr landinu okkar, þá langar mig að hvetja þig til þess að vera bara heima. Vertu heima og knúsaðu börnin þín í öruggu skjóli, og leyfðu Doou og Ibrahim að gera hið sama."


Forsendur brostnar, samt ekki forsendubrestur?

Það er auðvitað nokkuð augljóst að þær forsendur sem fólk hafði í huga þegar samninganir voru gerðir eru brostnar. Á hinn bóginn verður ekki séð að forsendurnar sem voru tilteknar í samningnum, nema þá kannski áform um afnám verðtryggðra lána, hafi brostið. SA kunna nú að naga sig í handarbökin yfir því að hafa ekki tilgreint hinar almennu forsendur í samningnum sjálfum. En það var ekki gert.

Hins vegar má varpa fram þeirri spurningu hvort samningurinn kunni að vera fallinn úr gildi vegna "force majeure" - óviðráðanlegra ytri atburða. Það er eitthvað sem lögfræðingar gætu kannski velt fyrir sér.


mbl.is Segir túlkun SA ekki standast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andvaraleysi gagnvart bóluefnum

Meginástæða þess að það tekur yfirleitt um áratug að koma nýju bóluefni á markað er ekki endilega sú að þróun efnisins sé svo tímafrek.

Meginástæðan er að aukaverkanir af bóluefnum geta verið mörg ár að koma fram.

Af þessum sökum er útilokað að bóluefni sem sett er saman á fáeinum mánuðum sé öruggt. Maður getur rétt ímyndað sér þá hrinu málaferla sem óprófuð bóluefni eiga eftir að valda á næstu árum.

Það er áhyggjuefni að sjá niðurstöður skoðanakönnunar þar sem 90% Íslendinga segjast myndu láta bólusetja sig umhugsunarlaust.

------------

Það vekur svo auðvitað spurningar ef rétt er að Kínverjar hafi verið byrjaðir að nota bóluefni aðeins þremur mánuðum eftir að veirunnar varð fyrst vart. Hvenær varð hennar í raun og veru fyrst vart?


mbl.is Fékk bólusetningu í apríl og hefur liðið vel síðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn að breyta þessu kerfi

Annað hvort laug stjórnarformaður LIVE þegar hann fullyrti í fréttum að sjóðurinn hefði tapað á fjárfestingum í Icelandair, eða hann vissi ekki betur. Það er spurning hvort er verra - þetta er formaður stjórnar stærsta lífeyrissjóðs landsins.

Það er auðvitað vonlaust kerfi að lífeyrissjóðum landsmanna sé stjórnað af einhverjum hagsmunaaðilum sem beita þeim í pólitískum hráskinnaleik. Annað hvort eiga lífeyrissjóðir að vera undir beinni stjórn sjóðfélaga, eða það á einfaldlega að leggja þá niður og láta ríkið sjá um að ávaxta lífeyrinn.


mbl.is SÍ skoðar lífeyrissjóði vegna útboðs Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fulltrúi lyfjaiðnaðarins að missa tökin?

Það var athyglivert að heyra viðtalið við Víði Reynisson á RÚV í hádegisfréttum. Víðir sagði óvíst að gripið yrði til hertra aðgerða. Það sem sérstaklega vakti athygli var að hann talaði um að þörf fyrir slíkar aðgerðir yrði metin út frá raunverulegum alvarleika þeirra sýkinga sem nú væru að koma upp. Þetta er mjög mikilvægt, því ef byggja má á vísbendingum erlendis frá má búast við að alvarleiki nýrra sýkinga sé lítill.

Víðir hvatti fólk til að fara varlega. Það eina sem mér fannst skorta á var skýr hvatning til þeirra sem tilheyra viðkvæmustu hópunum að halda sig sem mest heima. En það kemur kannski á eftir.

Hér er sleginn tónn sem er í algerri andstöðu við háværar kröfur Kára Stefánssonar um lokanir og útgöngubönn.

Kannski skynsemin sé að ná yfirhöndinni og þeir sem þessum málum stýra farnir að átta sig á hversu varasamt það er að láta hagsmunaaðila stjórna aðgerðunum?

Hver veit?


mbl.is Boða til upplýsingafundar aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guði sé lof að það var bara arsenik

Það var verið að afferma bát á Djúpuvík. Grunur lék á og almannarómur taldi að smyglvarningur, meðal annars bjór, væri í bátnum. Í tunnu sem skipað var upp var efni sem tveir verkamenn héldu að væri bjór í föstu formi. Mennirnir neyttu efnisins og dóu báðir. Í fréttum Ríkisútvarpsins var sagt að mennirnir hefðu orðið bráðkvaddir af bjór á ritstjórnarskrifstofu verkamannablaðsins Norðurhjarans á Djúpuvík. Um misskilning var að ræða þar eð efnið sem talið var bjór í föstu formi var í raun arsenik. Ritstjórinn sendi leiðréttingu til Ríkisútvarpsins, en áður en leiðréttingin kom fram barst blaðinu skeyti frá Landssambandi kvenfélaga í sveitum gegn bjórflutningi til Íslands. Í skeytinu sagði:

Hr. ritstjóri,
sakir voveiflegrar morgunfréttar í­ útvarpinu í­ dag, þess efnis að tveir verkamenn hafi orðið bráðkvaddir af bjór á ritstjórnarskrifstofu verkamannablaðsins Norðurhjarans á Djúpví­k í­ morgun, leyfum vér oss að láta í­ ljós skelfí­ngu vora útaf lí­fshættulegum drukk sem ógnar eiginmönnum vorum og sonum. Vér treystum yður að gefa í­ blaði yðar fullnægjandi skýringar á þessu voðalega atviki. Vér krefjumst þess í­ nafni heilsu og velferðar í­slensku þjóðarinnar að þessum óttalega vökva verði helt niður í­ niðurhellí­ngarstöðinni á Akureyri.

Undir skeytið rituðu 25 konur.

Ritstjórinn sendi Kvenfélagasambandinu svarskeyti með leiðréttingu:

Háttvirtu frúr:
Það var ekki bjór, heldur arsenik.

Virðingarfyllst, ritstjóri Norðurhjarans, Djúpví­k.

Svar barst frá Kvenfélagasambandinu:

Til herra ritstjóra blaðsins Norðurhjara, Djúpví­k.
Guði sé lof það var bara arsenik.

Stjórnin.

(Guðsgjafaþula, bls. 259-26, útg. Helgafell 1972.)

 

Nú, þegar einhver deyr, hvort sem það er af náttúrulegum orsökum, afleiðingum heimatilbúinnar kreppu eða öðru, segjum við: "Guði sé lof að það var ekki kóvíd."

Það er sama hve margir deyja, bara svo lengi sem það er ekki kóvíd.


mbl.is Stjórnvöld fara yfir stöðuna á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með öndina í hálsinum

Við hljótum auðvitað öll að bíða með öndina í hálsinum eftir spálíkaninu frá gaurnum. Enda hefur það spáð svo svakalega rétt fyrir um þróunina, ekki satt? Og að sjálfsögðu hneigjum við okkur í auðmýkt þegar stúfurinn tekur undir með Kára og Þórólfi og ályktunum þeirra. Það er auðvitað tölfræðilega ómögulegt að þessi þrenning hafi rangt fyrir sér, það segir amk. líkanið hans. Og það spáir vitanlega alltaf rétt, nema kannski síðast, þaráður og þar-þaráður. En "who cares?"

 


mbl.is Nýtt spálíkan eftir viku til tíu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2020
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband