Jafnast á við Monet

Um helgina birtust viðtöl í Mogganum við nokkra unglinga sem spurðir voru álits á veggjakroti. Einn þeirra lýsti yfir því, að veggjakrot væri ekki krot heldur list og enginn vafi væri á því, að margt það sem krotað er á veggi í borginni jafnaðist fyllilega á við málverk Monets.´

Þetta segir sig auðvitað alveg sjálft!

     

Monet: Vatnaliljur                    Óþekktur listamaður: Án titils


mbl.is Röktu slóð krotaranna frá miðborg upp í Hlíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindin Reykvíkinga fyrir bí?

Samkvæmt starfslýsingu mannréttindaskrifstofu borgarinnar skal hún "standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu."

Vitanlega eru þar engin markmið skilgreind né heldur leiðir til að ná neinum markmiðum.

Samkvæmt orðum hinnar eitursnjöllu Sóleyjar Tómasdóttur gefur borgarstjóri skít í almenn mannréttindi með því að leggja þessa mætu skrifstofu niður. Hann er vondur karl og illa við konur, útlendinga og fatlað fólk. Hann er líka nískur vegna þess að hann vill frekar nota peningana til velferðarmála en til að reka mannréttindaskrifstofu. 

Nú þegar umrædd skrifstofa hefur verið slegin af má væntanlega búast við því að enginn standi lengur vörð um mannréttindi borgarbúa. Þau verða þá væntanlega fótum troðin framvegis.

Eða hvað?

Mér vitanlega hefur engum ennþá hugkvæmst að reyna að færa rök fyrir því að þörf sé á þessari skrifstofu. Hvergi hefur heldur komið fram af hverju mannréttindi borgarbúa verði betur tryggð séu 85 milljónir króna settar í rekstur slíkrar skrifstofu árlega.

Það væri skemmtileg tilbreyting ef málsvarar skrifstofu þessarar reyndu að færa efnisleg rök fyrir máli sínu og hvíldu sig á meðan á yfirlýsingum um mannvonsku borgarstjóra.


mbl.is Sóley: Borgarstjóri afhjúpar skilningsleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förum varlega!

Geir Haarde tekur hugmynd um þjóðarsjóð, sambærilegan olíusjóði Noregs, af varfærni. Það er skynsamlegt. Æðstu ráðamenn þjóðarinnar eiga að forðast að hlaupa til og taka undir mál af þessu tagi umhugsunarlaust.

Norski olíusjóðurinn var settur á fót fljótlega eftir að olía fannst í Norðursjó. Hugmyndin að baki var ekki aðeins sú að mynda varasjóð, heldur var tilgangurinn ekki síður sá að koma í veg fyrir að olíutekjur, sem fyrir liggur að eru tímabundinn búhnykkur, streymdu inn í hagkerfið og sköðuðu aðra atvinnuvegi. Hér á Íslandi er slíkum aðstæðum alls ekki til að dreifa og norsku rökin eiga því ekki við.

Þetta merkir hins vegar ekki að hugmyndin um þjóðarsjóð sé endilega slæm. Áður en slíkar ákvarðanir eru teknar þarf hins vegar að greina rót vandans. Aðeins þannig má komast að því hvort slíkur sjóður leysir einhvern vanda og hvort aðrar lausnir eru nærtækari og eðlilegri.


mbl.is Vilja skoða hugmynd um þjóðarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæla vondu veðri

Enn halda vörubílstjórar uppteknum hætti og trufla umferð til að mótmæla. En hverju eru þeir að mótmæla? Ætli þeir viti það sjálfir? Það eina sem fram hefur komið er að líklega séu þeir að mótmæla háu eldsneytisverði annars vegar og reglum um hvíldartíma hins vegar. En hátt eldsneytisverð er ekki íslenskum stjórnvöldum að kenna. Reglur um hvíldartíma eru samevrópskar og ekki á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Og hvorugt er á ábyrgð almennra vegfarenda, að ekki sé talað um þá sem kunna að skaðast eða jafnvel deyja vegna þess að sjúkrabílar komast ekki leiðar sinnar.

Svona mótmæli minna helst á það þegar fólk safnaðist saman við Veðurstofuna fyrir mörgum árum til að mótmæla rigningunni. En það var reyndar í gríni.

Þegar lítill hópur fólks mótmælti virkjanaframkvæmdum síðastliðið sumar var lögreglan ekki lengi að mæta á staðinn og handtaka mótmælendur. Hvers vegna gildir ekki sama um þennan leiðindalýð?


mbl.is Bílstjórar: „Við höldum áfram"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband