Mannréttindin Reykvíkinga fyrir bí?

Samkvæmt starfslýsingu mannréttindaskrifstofu borgarinnar skal hún "standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu."

Vitanlega eru þar engin markmið skilgreind né heldur leiðir til að ná neinum markmiðum.

Samkvæmt orðum hinnar eitursnjöllu Sóleyjar Tómasdóttur gefur borgarstjóri skít í almenn mannréttindi með því að leggja þessa mætu skrifstofu niður. Hann er vondur karl og illa við konur, útlendinga og fatlað fólk. Hann er líka nískur vegna þess að hann vill frekar nota peningana til velferðarmála en til að reka mannréttindaskrifstofu. 

Nú þegar umrædd skrifstofa hefur verið slegin af má væntanlega búast við því að enginn standi lengur vörð um mannréttindi borgarbúa. Þau verða þá væntanlega fótum troðin framvegis.

Eða hvað?

Mér vitanlega hefur engum ennþá hugkvæmst að reyna að færa rök fyrir því að þörf sé á þessari skrifstofu. Hvergi hefur heldur komið fram af hverju mannréttindi borgarbúa verði betur tryggð séu 85 milljónir króna settar í rekstur slíkrar skrifstofu árlega.

Það væri skemmtileg tilbreyting ef málsvarar skrifstofu þessarar reyndu að færa efnisleg rök fyrir máli sínu og hvíldu sig á meðan á yfirlýsingum um mannvonsku borgarstjóra.


mbl.is Sóley: Borgarstjóri afhjúpar skilningsleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 287342

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband