14.2.2007 | 11:49
Er hægt að ræða af viti um fóstureyðingar?
Það er ánægjulegt að umræða um fóstureyðingar skuli nú spretta upp í framhaldi af þjóðaratkvæðagreiðslu Portúgala. Málefnið er mikilvægt. Eins og við er að búast skiptist fólk í tvö horn í þessu máli. Andstæðingar fóstureyðinga byggja afstöðu sína oftast á þeirri skoðun að fóstrið sé lifandi vera í móðurkviði ekkert síður en utan hans. Ein meginröksemdin fyrir fóstureyðingum er sú, að þar sem fóstrið geti ekki lifað utan móðurkviðar sé það hluti af líkama móðurinnar og hún hafi því rétt til að losa sig við það. Gallinn við þessa röksemdafærslu er augljóslega sá, að hana mætti heimfæra til dæmis á fatlaða, aldraða eða aðra sem kunna að vera upp á annað fólk komnir. Því held ég að í raun byggi afstaða fylgjenda fóstureyðinga á þeirri fyrirframgefnu afstöðu að fóstrið sé í raun ekki einstaklingur og njóti því ekki réttinda.
Í báðum tilfellum byggir skoðunin á fyrirfram gefinni sannfæringu. Enn hefur engum tekist að sýna fram á að fóstur sé eða sé ekki mannvera. Og ekki einfaldar það málið, að hægt er að líta mismunandi augum á fóstrið eftir því á hvaða þroskastigi það er.
Það er oft áhugavert, þegar um flókin mál er að ræða, að setja þau í samhengi við aðrar aðstæður. Þannig má oft losna við tilfinningatengingar sem valda ruglingi og skekkja mat. Til dæmis mætti horfa á fóstureyðingavandann þannig án þess að taka afstöðu til spurningarinnar um hvort fóstrið er einstaklingur eða ekki:
Hugsum okkur að við þurfum að komast yfir fljót. Til þess eru tvær leiðir. Annars vegar gætum við farið yfir brú á fljótinu. Hins vegar gætum við gengið fyrir upptök þess. Ef við gerum það gætum við orðið alla ævina á leiðinni. Brúin er því nærtæk. En vandinn er, að á brúnni miðri er stór kassi sem ekki er hægt að komast framhjá. Til að komast yfir brúna þarf að þrýsta á hnapp við brúarsporðinn og setja í gang vél sem varpar kassanum ofan í fljótið. Vandinn er, að í kassanum er kannski maður og öruggt að hann ferst ef við vörpum kassanum í fljótið. Kannski er maður í kassanum, kannski ekki. Við vitum það ekki. Hvað gerum við? Tökum við áhættuna eða göngum við fyrir upptök fljótsins?
Ég held að með því að setja málið í svona samhengi geti orðið auðveldara að ræða það án þess að trúarskoðanir, afstaða til kvennabaráttu og annað slíkt rugli okkur.
14.2.2007 | 09:20
Sjaldgæft sjónarhorn
Eins og Katrín Fjeldsted bendir á er auðlindafrumvarp Jóns Sigurðssonar marklaust sem innlegg í þær deilur sem nú standa um stóriðju- og virkjanamál. Það er ánægjulegt að heyra þingmann Sjálfstæðisflokksins tjá sig á heiðarlegan hátt um þetta mál og ég er sannfærður um að hér endurspeglar hún skoðanir ansi hreint margra innan flokksins þótt þeir séu fáir sem segja hug sinn.
Merkilegt annars með þennan Jón Sigurðsson. Ef ég man rétt byrjaði hann stjórnarsetu sína á því að lýsa því yfir að engin stóriðjustefna væri til. Ekki virtist skipta máli að ríki og opinberir aðilar ættu öll orkufyrirtækin og niðurgreiddu orkuna, niðurgreiddu mengunarkvóta og veittu beina styrki til orkufreks iðnaðar. Nú heldur hann því fram að með áætlun sem tekur gildi eftir að öllum fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum er lokið sé lagður grunnur að sátt um framkvæmdirnar sem áætlunin tekur ekki til! Önnur útspil hafa svo verið á svipuðum nótum.
Nú veit ég ekki hvort þetta er einhver einkahúmor eða hvort maðurinn heldur virkilega að kjósendur séu svo heimskir að hægt sé að plata þá með svona mótsagnakenndum málflutningi. Ég óttast þó að hið síðarnefnda eigi við.
En aftur að Katrínu Fjeldsted og Sjálfstæðisflokknum: Innan flokksins er stór hópur fólks sem hefur smekk fyrir ósnortnu landi. Þar er líka stór hópur fólks sem er andvígt ríkisafskiptum, merkilegt nokk! Katrín talar fyrir munn fyrri hópsins og af augljósum ástæðum á hún samúð þess síðari. Ég er viss um að ef prófkjör færi fram nú ætti fólk með hennar skoðanir auðvelt uppdráttar. Það er umhugsunarefni.
![]() |
Ekki fleiri virkjanir í bili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 20:13
Kennið okkur hinum - kjánunum!
Ef það er rétt hjá bæjarstjórninni í Mosfellssveit að þessi vegur sem allt er búið að vera vitlaust út af undanfarið hafi engin áhrif, hvorki á íbúa né umhverfi, hvers vegna er þá allt búið að vera vitlaust út af honum? Hefur þetta fólk nokkuð verið að stúdera rökfræði hjá formanni Framsóknarflokksins (sem virðist viðhafa þá reglu að segja aldrei neitt nema í því felist mótsögn)? Eða vita Mosfellssveitskir pólitíkusar eitthvað sem við hin vitum ekki? Utan frá séð virðist nefnilega klúðrið í kringum þetta mál í engu samræmi við mikilvægi þess. Ég bíð bara eftir að bæjarstjórnin í Mosfellssveit fari að bjóða upp á námskeið í listinni að koma auðveldum málum í gegn í sátt við íbúa. Það gæti orðið gaman þar!
![]() |
Bæjarstjórn segir Helgafellsveg hafa lítil áhrif á íbúa og næsta umhverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2007 | 16:16
Atvinnusköpun og athyglissýki
Það er vissulega engin þörf fyrir nýja biblíuþýðingu. Væntanlega hefur þetta verkefni mest snúist um að búa til vinnu handa þeim sem unnu að því. Svo hafa þeir væntanlega gripið tækifærið til að hræra upp í textanum fyrst og fremst til að svala eigin athyglisþörf. Ég vona bara að eldri útgáfa Biblíunnar, sem er á góðu máli og laus við stæla, verði áfram fáanleg og prestar láti ekki glepjast til að fara að nota þennan nýja texta.
![]() |
Biblía 21. aldarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2007 | 23:43
Þetta er nú aldeilis fréttnæmt...
![]() |
Hálslón sést utan úr geimnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2007 | 23:37
Flokkur hinna glötuðu sálna
Svo nú er Kristinn kominn í Frjálslynda flokkinn. Gott hjá honum. Kannski fyrirtæki gætu leikið þessa strategíu eftir nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar aldrei hefur verið erfiðara að ráða fólk og einbeitt sér að þeim sem hafa verið reknir annars staðar!
![]() |
Kristinn H. Gunnarsson velkominn til liðs við frjálslynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2007 | 09:54
Engin framtíð í framboði?
Sú niðurstaða Framtíðarlandsins að fara ekki í framboð er líklega skynsamleg. Megintilgangur þessa félagsskapar virðist vera sá að berjast gegn virkjanaframkvæmdum. Afstaðan til slíkra framkvæmda mótast af tvennu.
Annars vegar getur verið um að ræða pólitíska afstöðu. Meðmælendur framkvæmdanna hafa hingað til haft þá stjórnmálaafstöðu að sjálfsagt sé að ríkisvaldið sé á kafi í því að móta atvinnustefnu og uppbygging stóriðju sé heppileg leið. Margir eru svo á annarri skoðun og eru andvígir stóriðjustefnunni vegna þess að þeir telja ríkisafskipti af þessum toga óeðlileg. Sú afstaða verður hins vegar tæpast grundvöllur fyrir náttúruverndarflokki - náttúruverndin er afleiðing en ekki inntak skoðunarinnar.
Á hinn bóginn getur afstaðan mótast af smekk. Sumum finnst virkjanir og háspennulínur flottar, en öðrum finnst þær ljótar. Sumum finnst ósnortin víðerni falleg en öðrum finnst þau lítils virði. Ég veit hins vegar ekki til þess að nokkrum manni hafi komið til hugar að stofna stjórnmálaflokk sem byggir aðeins á smekk.
Hugmyndir um hægrisinnaðan grænan flokk eru hins vegar góðra gjalda verðar ef byggt er á réttum pólitískum forsendum. En það er heldur ekki úr vegi að vinna málinu fylgi innan annarra flokka. Fyrir hægrimenn væri þá Sjálfstæðisflokkurinn tilvalinn vettvangur og alls ekki ólíklegt að hægt væri að koma fram verulegri stefnubreytingu þar ef fólk sameinaðist um það.
![]() |
Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2007 | 10:59
"Himininn er að hrynja, hæna mamma"
... sagði Ungi litli.
"Af hverju heldurðu það, Ungi litli?"
"Ég sá það með augunum, ég heyrði það með eyrunum og brot úr honum datt á stélið á mér."
"Við skulum hlaupa, við skulum hlaupa og segja kónginum það," sagði hæna mamma.
Það datt sumsé frækorn á stélið á Unga litla. Hann "kallaði eftir tafarlausum aðgerðum á alþjóðavísu". Sagan endar á því að Lágfóta gráfóta býður Unga litla, hænu mömmu og félögum að bíða í greninu sínu meðan hún sæki kónginn. Og eins og segir í sögunni: "Þau komu aldrei út aftur."
Hvernig skyldi nú standa á því að alltaf þegar maður sér svona heimsendapár kemur þessi klassíska saga úr Litlu gulu hænunni upp í hugann? Hmmm...
![]() |
Umhverfisverndarsamtök kalla eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórna heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2007 | 09:52
Stöndum okkur vel!
Næstlægsta hlutfall undir fátæktarmörkum í Evrópu. Það hlýtur að teljast góð frammistaða. Hvað ætli Stefán "blanki" Ólafsson segi við þessu?
![]() |
10% landsmanna undir lágtekjumörkum árin 2003-2004 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2007 | 22:38
Til viðmiðunar!
![]() |
Reykingar bannaðar á opinberum stöðum í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 288250
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar