Kennið okkur hinum - kjánunum!

Ef það er rétt hjá bæjarstjórninni í Mosfellssveit að þessi vegur sem allt er búið að vera vitlaust út af undanfarið hafi engin áhrif, hvorki á íbúa né umhverfi, hvers vegna er þá allt búið að vera vitlaust út af honum? Hefur þetta fólk nokkuð verið að stúdera rökfræði hjá formanni Framsóknarflokksins (sem virðist viðhafa þá reglu að segja aldrei neitt nema í því felist mótsögn)? Eða vita Mosfellssveitskir pólitíkusar eitthvað sem við hin vitum ekki? Utan frá séð virðist nefnilega klúðrið í kringum þetta mál í engu samræmi við mikilvægi þess. Ég bíð bara eftir að bæjarstjórnin í Mosfellssveit fari að bjóða upp á námskeið í listinni að koma auðveldum málum í gegn í sátt við íbúa. Það gæti orðið gaman þar!


mbl.is Bæjarstjórn segir Helgafellsveg hafa lítil áhrif á íbúa og næsta umhverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þorsteinn, það er ekki rétt sem þú segir að allt sé búið að vera vitlaust út af þessum vegi. Hið rétta er að nokkrir einstaklingar eru búnir að vera algjörlega vitlausir út af þessum vegi, boðuðu fund um málið og 99 % íbúa bæjarins mættu þar ekki. Við, hinir rólyndari, viljum bara að lýðræðið nái fram að ganga, til hagsbóta fyrir bæjarfélagið og framtíðaríbúa þess sem vilja setjast að í Helgafellslandi. Það er hins vegar rétt hjá þér að klúðrið í kringum þetta mál er í engu samræmi við mikilvægi þess, að örfáar manneskjur skuli reyna að hindra eðlilega byggðarþróun með þessu ofstæki er hið versta klúður, en svona er nú bara lýðræðið, allir mega segja sína skoðun en það er EKKI skylda meirihlutans að falla frá sínum skoðunum og samþykkja skoðanir minnihlutans, eins og því miður örfáir halda fram í þessu máli. Og er nú mál að linni og að ekki verði oftar grenjað í grasinu.                      

ps. einhver sagði mér að eitthvað fleira fólk svæfi í bænum en greiddi skatta sína til bæjarfélagsins. Þú sem hagfræðingur gætir kannski athugað það, ekki satt ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband