Jólakvíði í boði stjórnvalda

Ég hvet alla til að horfa á viðtal okkar Jóns Ívars Einarssonar við Björgu Sigríði Hermannsdóttur sálfræðing og geðlæknana Ólaf Guðmundsson og Óttar Guðmundsson í dag.

Lýsingar þeirra á geðrænum áhrifum faraldursins, óttaherferðar stjórnvalda og gagnrýnilausrar framgöngu fjölmiðla vöktu svo sannarlega ugg. 

https://kofid.is/2020/12/29/gedheilsa-og-sottvarnir/

 


mbl.is Tekjulægri kvíða frekar jólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

So what?

"So what?" segir þríeykið þegar það hefur brotið eigin reglur. Reglunum var ekki fylgt, en "svona var þetta bara".

Hver eru skilaboðin sem verið er að senda með þessu? Reglurnar séu bara til viðmiðunar? Eða reglurnar gildi bara um aðra en þá sem setja þær?


mbl.is Sóttvarnabrot við afhendingu bóluefnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður bullið á vísindavef HÍ leiðrétt?

Vísindavefur Háskóla Íslands hefur verið gróðrastía alls kyns óáreiðanlegra fullyrðinga um þennan sjúkdóm. Þar er því meðal annars haldið fram, í einni af hinum óvönduðu greinum, sem flestallar eru skrifaðar af viðvaningum, að smit frá einkennalausu fólki séu afar tíð. Nú verður spennandi að sjá hvort þetta verður leiðrétt.


mbl.is Telja einkennalausa ekki smita eins mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður alltaf skrítnara og skrítnara

Hver er ástæðan fyrir fréttaflutningi af þessu símtali? Eru þetta ekki einfaldlega bara samningar þar sem kveðið er á um með hvaða hætti þessu er úthlutað? Eða er málið að nú sé Kata komin í einhverjar reddingar af því að Svandís gleymdi að panta bóluefnið?

 


mbl.is Fullvissaði Katrínu um bóluefni fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki til að auka traustið

Standi þessi niðurstaða er ljóst að fólk getur ekki átt von á að fá tjón vegna hliðarverkana af bóluefnum bætt hérlendis. Þessi dómur er því síst til þess fallinn að róa þá sem hafa efasemdir um hin nýju bóluefni við covid.

Lítill vafi er á að sama afsökun verður notuð ef illa fer, að það sé "heimsfaraldur" og það víki öllum sjónarmiðum um ábyrgð ríkisins til hliðar.


mbl.is Sýknað af kröfum manns sem fékk drómasýki eftir bólusetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markviss vernd er eina lausnin - það verður að láta af vitleysunni

Það kemur æ betur í ljós hversu mikilvægt það er að taka strax upp þá aðferð að vernda viðkvæma hópa, en láta aðra í friði. Evrópa, þar með talið Ísland, getur ekki haldið áfram hinum ómarkvissu aðgerðum sem drepið hafa samfélögin í dróma með þeim ótöldu hörmungum sem því fylgja fyrir milljónir manna.

Vitanlega hefði átt að bregðast strax við faraldrinum með þessum hætti, fara þá leið sem sóttvarnalæknir hér mælti með þegar faraldurinn hófst, þegar hann sagði óraunhæft að ætla að koma í veg fyrir útbreiðsluna, en áherslan þyrfti að vera á að vernda þá sem væru í mestri hættu. Hefði þetta verið gert væri faraldrinum væntanlega löngu lokið hérlendis.

En nú horfum við fram á annað ár af þessu ástandi að óbreyttu, tugþúsundir hafa þegar misst vinnuna, ríkið er að lenda í ógöngum með fjármögnun hallans - það er ekki annað í boði en að láta af vitleysunni og taka upp skynsamlegar aðferðir.


mbl.is ESB missti af bóluefnislestinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu tjaldað til

Nú er öllu tjaldað til í því skyni að auka tiltrú fólks á bóluefni. Og greinilegt að ýmsir eru tilbúnir að leggja starfsheiður sinn að veði.

En staðreyndin er sú að fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á skýr tengsl milli drómasýki og bóluefnis við svínaflensu 2009 bæði í Finnlandi og Svíþjóð. Það er ekkert "hugsanlegt" við það

Og er ekki einmitt nýlega fallinn dómur þar sem íslenska ríkið var dæmt bótaskylt gagnvart einstaklingum af sömu ástæðu?


mbl.is Drómasýki líklegri hjá sýktum en bólusettum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það geta ekki allir hugsað

Ríkið á ekki að selja Íslandsbanka núna segir Logi. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að það þarf á peningunum að halda!

Selji ríkið hins vegar ekki bankann, hvað þá? Jú, þá tekur ríkið lán í stað þess að selja verðmæta eign sem það þarf ekki að eiga.

Hvers vegna heldur Logi að það sé betra? Ímyndar hann sér að verði bankinn boðinn til sölu muni hugsanlegir kaupendur hafa eitthvert hreðjatak á ríkinu og pína niður verðið? Jafnvel þótt aðeins væri um einn mögulegan kaupanda að ræða er fjarstæða að slíkt gerist. Hvers vegna? Jú, vegna þess að ríkið á einfaldlega þann valkost að láta eiga sig að selja bankann.

Nú geri ég mér ekki þær grillur að allir stjórnmálamenn séu einhverjir sérstakir snillingar í að hugsa. En ég reikna með að þeir hljóti nú flestir að vera aðeins flinkari við það en þetta!


mbl.is Salan ekki gáfuleg ef „ríkissjóður er upp við vegg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð!

Það sem skiptir öllu máli núna er að fólk geri sér fulla grein fyrir að hér er um nýtt og mjög lítið prófað bóluefni að ræða. Ekkert er enn vitað um aukaverkanir sem gætu komið fram á lengri tíma.

Hugmyndir um að bólusetja ungt fólk í stórum stíl með slíkum efnum eru ákaflega varhugaverðar. Fólk undir þrítugu, jafnvel undir fertugu, tekur í raun meiri áhættu með heilsu sína láti það bólusetja sig en ef það tekur áhættuna af að smitast af veirunni. Líkurnar á andláti eða alvarlegum veikindum eru einfaldlega svo sáralitlar.

Allt annað gildir um fólk á efri árum, þar er áhættan af veirunni umtalsvert meiri.

Áróðurinn fyrir bólusetningu er kominn á fullt og bersýnilegt miðað við þessa frétt að fólk verður að forðast að kokgleypa hann. Þeir sem áróðurinn flytja sýna fullkomið ábyrgðarleysi, eins og orð þessa manns um bólusetningar ungs fólks bera vott um.

Varúð!


mbl.is Þrjár sviðsmyndir vegna bólusetningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geymsluþol skötu!

Kæst skata er samkvæmt skilgreiningu ávallt komin fram yfir síðasta söludag, fyrir löngu síðan. Það er nú einmitt ástæðan fyrir því að fólk kaupir hana. Kæst skata er einfaldlega fiskur sem er orðinn úldinn - samkvæmt öllum venjulegum skilgreiningum ónýtur matur.

Og hvers vegna í ósköpunum ætti að þurfa að sækja um leyfi hjá einhverri stofnun til að láta skötu eða hákarl úldna, og kannski pissa á hann við og við, eða til að hengja upp fisk til að fá hann siginn eða harðan?

Er það til að stofnunin geti rukkað fyrir, svo hún hafi aura til að borga öllum upplýsingafulltrúunum?

Það á einfaldlega bara að hætta þessari vitleysu. Ef einhver vill selja öðrum ónýtan mat og kaupandinn vill láta hann ofan í sig er það bara þeirra mál. Eða hvað á að geta komið fyrir skötuhræið sem gerir það eitthvað ókræsilegra eða meira heilsuspillandi en það er þegar orðið?


mbl.is Fundu að fjölmörgu hjá Fiskikónginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Des. 2020
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 288221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband