Verður bullið á vísindavef HÍ leiðrétt?

Vísindavefur Háskóla Íslands hefur verið gróðrastía alls kyns óáreiðanlegra fullyrðinga um þennan sjúkdóm. Þar er því meðal annars haldið fram, í einni af hinum óvönduðu greinum, sem flestallar eru skrifaðar af viðvaningum, að smit frá einkennalausu fólki séu afar tíð. Nú verður spennandi að sjá hvort þetta verður leiðrétt.


mbl.is Telja einkennalausa ekki smita eins mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

no such thing as asymptomatic covid
https://twitter.com/i/status/1343097285027180544

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 28.12.2020 kl. 11:43

2 identicon

Ef þetta eru viðvaningar, hvað myndir þú flokkast undir?

Johannes K Kristinsson (IP-tala skráð) 28.12.2020 kl. 20:42

3 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

linkurinn á þessa rannsókn virkar ekki og mér tekst ekki að blogga við hana en hér eru myndir

https://twitter.com/LivNow/status/1343346300209803264/photo/1

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 28.12.2020 kl. 20:55

4 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Það væri gott ef þú skrifaðir, t.d. í höfundarkynningu þína, hvaða þekking og reynsla er að baki áliti þínu um eigin þekkingu í þessum efnum. Það mundi hjálpa lesendum að meta hvort þeir eigi að taka mark á þér í umræðu um þesi efni, frekar en þeim sérfræðingum sem Vísindavefurinn fær til þess að skrifa um málefnið. Eins og er, þá eru þessi orð þín um gæði skrifa á Vísindavefnum órökstudd og ekki marktæk.

Svo má bæta því við að um 16 klst. eftir að þú skrifaðir þessa færslu og væntanlega eftir ábendingar vísindamanna sem hafa staðfesta þekkingu og reynslu til þess að meta rannsóknir, þá var fréttinni breytt nær sannleikanum, en hún er enn villandi.

Björn Geir Leifsson, 28.12.2020 kl. 21:16

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Greinin sem fréttin byggist á er aðgengileg hér: https://jamanetwork.com/journals/jamanetworkopen/fullarticle/2774102

Umfjöllun á vísindavef HÍ um þetta má sjá hér: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=80220

Eins og sjá má stangast fullyrðingar í þessari umfjöllun á við niðurstöður rannsóknarinnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.12.2020 kl. 09:24

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

2009 sendi ég inn ath vegna villu sem ég sá á þessum vef í grein um hjólbarða eftir Þorstein Villihjálmson. Ég veit að Þorsteinn sá villuna en leiðrétti hana ekki og svaraði mér með skæting eftir að honum varð ljóst að ég afhjúpaði hann sem fábjána.

Grein stendur enn með villunni.

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3698

Ef menn vilja skilja um hvað málið snýst þá reynir Arnar Pálsson að verja ruglið í honum hér blogginu. 

https://apalsson.blog.is/blog/apalsson/entry/1050632/

Guðmundur Jónsson, 29.12.2020 kl. 10:28

7 identicon

Eins og Björn benti þér á þá hefur fréttin, sem upphaflega fullyrti að rannsóknin hefði komist að þeirri niðurstöðu að einkennalausir smituðu ekki, verið breytt. Fréttin var einfaldlega röng því rannsóknin kemst þvert á móti að þeirri niðurstöðu að einkennalausir smiti. Nú segir fréttin réttilega að einkennalausir smiti minna en þeir sem sýni einkenni, sem er nær niðurstöðum rannsóknarinnar en samt fjarri því að segja alla söguna.

Þú segir að sjá megi fullyrðingar í svari Vísindavefs HÍ stangist á við niðurstöður rannsóknarinnar. Það væri gott ef þú gætir bent á hvar misræmið sé því ég sé það hvergi. Líklegast sé ég það ekki því það er ekki þarna. Þér til fróðleiks skal ég samt benda þér á hvar rannsóknin segir að einkennalausir geti smitað:

"However, presymptomatic transmission does occur, with some studies reporting the timing of peak infectiousness at approximately the period of symptom onset."

Sem sagt, þeir sem eru einkennalausir áður en einkenni gera vart við sig (presymptomatic) geta smitað og rannsóknir benda til þess að á þeim tímapunkti séu viðkomandi einmitt mest smitandi. Þetta er í samræmi við það sem kemur fram í svari Vísindavefs HÍ þar sem segir: "Enn fremur virðast einstaklingar með COVID-19 vera mest smitandi degi áður en einkenni koma fram. Líklegast eru einstaklingar mest smitandi af COVID-19 á fjögurra daga tímabili sem hefst tveimur dögum áður en einkenni gera vart við sig og nær til loka annars dags eftir upphaf einkenna."

Raunveruleikinn er sá að eina bullið sem þurfti að leiðrétta var í frétt mbl.is, sem og var gert. Eftir stendur þá bara hvort þú munir leiðrétta þitt bull?

Unnþór Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2020 kl. 11:59

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er munur á presymptomatic og asymptomatic ef þér skyldi hafa yfirsést það.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.12.2020 kl. 15:32

9 identicon

Mikið rétt og það er einmitt mergur málsins. Presymptomatic eru þeir sem ekki hafa einkenni en munu síðar fá einkenni, m.ö.o. einkennalausir. Þar sem presymptomatic geta smitað og verið mjög smitandi þá geta einkennalausir smitað og verið mjög smitandi. Ertu ósammála þessari röksemdafærslu? Eða telur þá kannski að þegar rætt er um einkennalausa þá eigi bara að taka asymptomatics inn í reikninginn?

Unnþór Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2020 kl. 16:12

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

einkennalaus er rétt þýðing á asymptomatic

Þorsteinn Siglaugsson, 29.12.2020 kl. 18:03

11 identicon

Presymptomatic þýðist líka sem einkennalaus, það er í raun skilgreininaratriði hugtaksins. Ekki ertu ósammála því?

Unnþór Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2020 kl. 21:15

12 identicon

Til viðbótar ætla ég að fá að benda á að höfundar umræddrar rannsóknar hafa þurft að leiðrétta þær rangfærslur sem hefur verið sagðar um rannsókn þeirra, m.a. að einkennalausir (hvort sem það eru asymptomatics eða presymptomatics) geti ekki smitað. 

Sjá hér í frétt AP (https://apnews.com/article/fact-checking-afs:Content:9902244410): The study did not conclude there is no asymptomatic or presymptomatic spread of COVID-19 as social media users claim it does.

“No, no we didn’t say that,” said Natalie E. Dean, a co-author of the study and a University of Florida assistant professor of biostatistics “This is a misinterpretation of our message of our scientific findings and conclusions.”

Unnþór Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2020 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 287357

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband